Á þriðja tug smita greindust í gær

Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.

Sýnataka
Auglýsing

Yfir tuttugu COVID-19 smit greindust innanlands í gær. Þetta kom fram í máli Runólfs Pálssonar, yfirmanns á COVID göngudeild Landsspítalans, þar sem hann var til viðtals í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Runólfur lagði áherslu á að tölurnar væru ekki staðfestar og að vonir stæðu til þess að flestir þeirra sem greindust hefðu verið í sóttkví. 

Það hafa ekki greinst yfir 20 smit hérlendis frá því í nóvember í fyrra.

Um er að ræða hópsmit sem á rætur að rækja til þess að einstaklingur sem kom til landsins braut reglur um sóttkví. Þaðan barst veiran inn í leikskóla í Reykjavík. Alls hafa 22 starfsmenn og börn á umræddum leikskóla, Jörfa í Hæðargerði, greinst með COVID-19 síðustu tvo daga en þrettán manns greindust með veiruna í fyrradag. 

Auglýsing
Fjöldinn sem greindist í fyrradag var sá mesti sem hafði greinst frá 23. mars, er fjórtán manns greindust með veiruna. Degi síð­ar, 24. mars, ákváðu stjórn­völd að herða sóttvarnaráðstafanir veru­lega og var fyrst slakað á þeim síð­asta fimmtu­dag. Það mat var slegið í gær. 

Í tilkynningu sem Almannavarnir sendu frá sér í gær voru allir sem höfðu umgeng­ist starfs­menn eða börn á leik­skól­anum Jörfa síð­ustu vik­una hvattir til þess að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem full­orðna. Einnig voru íbúar sem búa í næsta nágrenni leik­skól­ans hvattir til að fara í skimun – ástæðan er sögð mikil sam­skipti á milli fólks og krakk­arnir eðli­lega mikið á ferð­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent