Ábyrgðin á verðstöðugleika ekki einungis í höndum launþega

Það er ekki rétt að fela launþegum einum ábyrgð á þróun verðbólgu og almenns stöðugleika í efnahagslífinu, segir Gylfi Zoega. Vinnuveitendur og stjórnvöld ættu einnig að leggja sitt af mörkum.

Það þarf meira en bara framlag launþega til þess að tryggja frið á vinnumarkað, samkvæmt Gylfa.
Það þarf meira en bara framlag launþega til þess að tryggja frið á vinnumarkað, samkvæmt Gylfa.
Auglýsing

Friður á vinnu­mark­aði felur ekki ein­ungis í sér að launa­fólk gæti hófs í launa­kröfum heldur einnig að vinnu­veit­endur gæti hófs í kröfum um hagnað og arð­semi fjár­magns. Þetta segir Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn.

Gylfi segir að útlit sé fyrir að mikil óvissa verði um efna­hags­mál innan lands sem utan á þessu ári. Hér á landi er óvissan mikil um gengi krón­unn­ar, einkum vegna þess að áhrif far­sótt­ar­innar og stríðs­ins í Úkra­ínu á ferða­þjón­ust­una eru óljós. Einnig er óvissa um verð á olíu og annarri hrá­vöru vegna stríðs­ins, auk þess sem ekki er vitað hvernig verð­lag á inn­fluttum vörum verður vegna verð­bólgu í nágranna­lönd­um.

Í slíkum aðstæðum gæti reynst erfitt að ljúka kjara­samn­ingum í haust, en þótt ekki hafi enn heyrst mik­ill sátta­tónn frá aðilum vinnu­mark­aðar þá sé brýn ástæða til þess að bæði laun­þegar og vinnu­veit­endur séyni var­færni í kröfu­gerð og kom­ist að sam­komu­lagi án þess að til mik­illa átaka komi.

Auglýsing

Laun­þegar stilli launa­kröfum í hóf

Sam­kvæmt Gylfa ættu laun­þegar að taka til­lit til þess að mis­mikið svig­rúm sé fyrir launa­hækk­anir á milli atvinnu­greina, þar sem þær hafa kom­ist mis­vel úr far­aldr­in­um. Því teld­ist það varla vera skyn­sam­legt að hækka öll laun óháð því hvort fyr­ir­tæki geti staðið undir slíkri kjara­bót.

Einnig ætti ekki að bregð­ast við inn­flutta verð­bólgu frá nágranna­löndum með sjálf­krafa launa­hækk­unum inn­an­lands, þar sem slíkt myndi ein­ungis bjóða upp á víxl­verkun launa og verð­bólgu. Því væri þáttur laun­þega í því að koma á sátt að stilla kaup­kröfum í hóf.

Fyr­ir­tæki stilli arð­sem­is­kröfum í hóf

Aftur á móti segir Gylfi að vinnu­veit­endur þurfi einnig að leggja sitt af mörkum til að tryggja frið á vinnu­mark­aði, það sé ekki rétt að fela laun­þegum einum ábyrgð á þróun verð­bólgu og almenns stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu.

Þá ættu inn­lend fyr­ir­tæki, sem mörg hver hagn­ast vegna fákeppn­is­stöðu á mark­aði, að draga úr kröfum sínum um hagnað og arð­semi eigin fjár. Sem dæmi nefnir Gylfi sér­stak­lega banka­kerf­ið, sem skil­uðu miklum hagn­aði á síð­asta ári og við­halda vaxta­mun í sam­ræmi við eigin kröfu um arð­semi.

Stjórn­völd geta líka hjálpað

Til við­bótar við þátt vinnu­veit­enda og laun­þega segir Gylfi að stjórn­völd gætu einnig lagt sitt af mörkum til að tryggja bætt lífs­kjör án þess að verð­stöð­ug­leik­anum sé ógn­að. Ein leið til þess væri að auka fram­boð á ódýru íbúð­ar­hús­næði, sem myndi lækka verð almennt á minni eign­um.

Til skamms tíma væri svo hægt að lækka álögur á elds­neyti, svo hækkun á olíu­verði á heims­mark­aði hafi minni áhrif á inn­lent elds­neyt­is­verð. Sam­kvæmt Gylfa er það ekki sjálf­sagt að styrj­öld í Evr­ópu sem hækkar heims­mark­aðs­verð á olíu auki tekjur rík­is­sjóðs.

Hægt er að lesa grein Gylfa í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent