Aðalhagfræðingur Seðlabankans: Sérfræðingar SA ættu að vita betur

15367564864-a2c806a43e-z.jpg
Auglýsing

Útreikn­ingar efna­hags­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) eru byggðir á mis­skiln­ingi og sér­fræð­ingar þess ættu að vita bet­ur. Þetta segir Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Íslands. Hann segir stefnu­breyt­ingu sam­tak­anna í tengslum við áhrif kjara­samn­inga á verð­bólgu koma spánskt fyrir sjónir og veltir fyrir sér hvort SA hafi notað vinnu Seðla­bank­ann síð­asta vor, um áhrif launa­hækk­ana vegna gerð kjara­samn­inga, í hræðslu­á­róð­urs­skyni.

Efna­hags­svið SA, sem Ásdís Krist­jáns­dóttir veitir for­stöðu, birti í dag graf á sam­skipta­miðl­inum Twitter sem sýnir hvernig launa­vísi­tala Hag­stofu Íslands þarf að þró­ast það sem eftir lifir árs svo að nýjasta efna­hags­spá Seðla­bank­ans um launa­þróun ræt­ist. Í graf­inu sam­tvinnar SA nýj­ustu upp­lýs­ingar um þróun launa­vísi­töl­unnar ann­ars vegar og nýj­ustu efna­hag­spá Seðla­banka Íslands hins veg­ar. Nið­ur­staða SA er sú að laun þurfi að hækka mun meira milli mán­aða en þau hafa gert allt frá árs­byrjun 2014 til þess að spá Seðla­bank­ans haldi, eða um þrjú pró­sent í hverjum mán­uði. Í grein á vef­síðu sam­tak­anna er spá Seðla­bank­ans um launa­þróun sögð frá­leit.

AuglýsingÍ sam­tali við Kjarn­ann segir Þór­ar­inn þessa útreikn­inga SA ekki geta stað­ist og að þeir séu byggðir á mis­skiln­ingi. Þeir séu ekki útreikn­ingar Seðla­bank­ans. Í nýj­ustu Pen­inga­mál­um, árs­fjórð­ungs­legu spá­riti bank­ans, er því spáð að laun hækki um 10,4 pró­sent á þessu ári. Sú spá snýr þó að engu leyti að launa­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar, segir Þór­ar­inn, heldur launa­kostn­aði miðað við þjóð­hags­reikn­inga. Í spá bank­ans sé tekið til­lit til kjara­samn­inga sem und­ir­rit­aðir voru í vor en í þeim hefur meðal ann­ars verið samið um laun sem gilda aft­ur­virkt. Launa­vísi­tala Hag­stof­unnar komi því mál­inu ekk­ert við.Launa­vísi­tala Hag­stof­unnar byggir á gögnum úr launa­rann­sókn Hag­stof­unn­ar. Hún hefur hækkað um nær átta pró­sent á síð­ustu tólf mán­uðum og um 5,8 pró­sent frá ára­mót­um.Þór­ar­inn bendir á að enn eigi eftir að bæt­ast í bunka nýrra kjara­samn­inga á þessu ári, þar sem launa­hækk­anir geti orðið aft­ur­virkar, og hafi áhrif á næstu spár Seðla­bank­ans sem eru upp­færðar árs­fjórð­ungs­lega. Í spánni er til að mynda ekki búið að taka til­lit til nýlegrar nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms í kjara­deilu rík­is­ins, BHM og Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga.

Hræðslu­á­róður Sam­taka atvinnu­lífs­ins?

Þór­ar­inn furðar sig einnig á stefnu­breyt­ingu Sam­taka atvinnu­lífs­ins, en í vor ótt­uð­ust sam­tökin mjög að ef sam­tök vinnu­veit­enda yrðu við háum launa­kröfum laun­þega­hreyf­inga þá myndi verð­bólga vaxa hratt. „Í kjara­samn­ing­unum aðstoð­uðum við [Seðla­bank­inn] stjórn­völd og aðila vinnu­mark­að­ar­ins við að meta efna­hags­leg áhrif launa­hækk­ana. Það höfum við gert áður. Við birtum í pen­inga­málum í maí sviðs­mynd sem byggði á þess­ari vinn­u,“ segir Þór­ar­inn og bendir á að þá hafi SA gagn­rýnt sviðs­mynd Seðla­bank­ans fyrir að van­meta verð­bólgu­á­hrif launa­hækk­ana.Það komi spánskt fyrir sjónir að Sam­tökin atvinnu­lífs­ins dragi nú spár­Seðla­bank­ans um launa­hækk­anir og verð­bólgu í efa. Hann veltir fyrir sér hvort vinna Seðla­bank­ans síð­ast­liðið vor hafi verið notuð af SA í hræðslu­á­róðri.Sam­tök atvinnu­lífs­ins brugð­ust í gær við 0,5 pró­sentu stýri­vaxta­hækkun Seðla­bank­ans á mið­viku­dag og sögðu ákvörðun pen­inga­stefnu­nefndar mis­ráðna. Ein af þremur ástæðum fyrir þeirri skoðun séu „frá­leit­ar“ spár Seðla­bank­ans um launa­þróun á þessu ári.For­sendur Seðla­bank­ans um hækkun launa á þessu ári eru langt umfram mat samn­ings­að­ila á þeirri hækkun launa­kostn­aðar sem muni hljót­ast af nýgerðum kjara­samn­ing­um, að því gefnu að aðrir hópar á vinnu­mark­aði semji á sam­bæri­legum nót­um. Þannig gera SA ráð fyrir því að launa­vísi­tala á almennum vinnu­mark­aði hækki um 6,0-6,7% milli árs­með­al­tala 2014 og 2015, allt eftir því hversu mikið launa­skrið verður það sem eftir lifir árs. Seðla­bank­inn gerir hins vegar í sínum spám ráð fyrir 10,4% hækkun launa­vísi­töl­unnar í heild. Ef laun á almennum vinnu­mark­aði ættu að hækka um 10,4% milli árs­með­al­tala þyrftu laun á almennum vinnu­mark­aði að hækka um allt að 15% á síð­ari hluta þessa árs, sem er vit­an­lega frá­leitt. Þessi spá Seðla­bank­ans um hækkun launa­vísi­töl­unnar milli áranna 2014 og 2015 getur því ein­ungis skýrst af því að bank­inn geri ráð fyrir að launa­skrið nái áður óþekktum hæðum eða að launa­hækk­anir hjá hinu opin­bera verði miklu meiri en á almennum mark­að,“ segir í grein á vef­síðu Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None