Aðalsteinn hættur á RÚV og í Kveik – „Ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“

Einn þeirra sem stóð að gerð umfjöllunar Kveiks um Samherjamálið hefur ákveðið að hætta störfum hjá RÚV. Hann segir að RÚV sé „ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur.“

Aðalsteinn Kjartansson
Auglýsing

Aðalsteinn Kjartansson, sem hefur verið lykilmaður í teyminu sem stendur að fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV, er hættur störfum hjá fjölmiðlafyrirtækinu. Hann segir í stöðuuppfærslu á Facebook að eftir margra mánaða umhugsun hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að RÚV „sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur.“

Aðalsteinn segist ekki vera að fara í neinu fússi heldur að vandlega athuguðu máli. „Löngunin til að gera góðar fréttir er sannarlega enn til staðar og sem betur fer eru fleiri fjölmiðlar sem geta veitt mér vettvang til þess.“

Auglýsing
Heimildir Kjarnans herma að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa á Stundinni. Síðasta innslag hans fyrir Kveik var birt í gær og fjallaði um rekstur á einu af tölvukerfum íslenskra lífeyrissjóða sem er í uppnámi eftir að í ljós kom að þjónustuaðili þess hefur rukkað sjóðina um vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Í Kveik kom fram að hundruð milljóna króna hafi streymt út úr félagi sem annast rekstur tölvukerfis.

Tók þátt í stórum opinberunum

Aðalsteinn var hluti af teymi sem vann Kveiks-þátt um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku sem sýndur var í nóvember 2019. Hann skrifaði bókina „Ekkert að fela“ um málið ásamt Helga Seljan og Stefáni Drengssyni og þeir hlutu Blaðamannaverðlaun ársins 2019 fyrir rannsóknarblaðamennsku ásamt Inga Frey Vilhjálmssyni á Stundinni fyrir þá umfjöllun. 

Áður vann Aðalsteinn meðal annars hjá Reykjavik Media og var hluti af teyminu sem opinberaði Panamaskjölin árið 2016. 

Aðalsteinn var einn þeirra ellefu frétta- og dagskrárgerðarmanna RÚV sem Samherji kærði til siðanefndar RÚV vegna ummæla á samfélagsmiðlum. Siðanefndin sýknaði tíu úr hópnum í niðurstöðu sinni, þar á meðal Aðalstein. Helgi Seljan var hins vegar talinn hafa brotið gegn siðareglum með fjórum ummælum. Mikil óánægja hefur verið með þá niðurstöðu hjá starfsmönnum RÚV og þeir hvatt til þess að siðareglurnar verði endurskoðaðar sem fyrst. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent