Aðalsteinn hættur á RÚV og í Kveik – „Ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“

Einn þeirra sem stóð að gerð umfjöllunar Kveiks um Samherjamálið hefur ákveðið að hætta störfum hjá RÚV. Hann segir að RÚV sé „ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur.“

Aðalsteinn Kjartansson
Auglýsing

Aðal­steinn Kjart­ans­son, sem hefur verið lyk­il­maður í teym­inu sem stendur að frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV, er hættur störfum hjá fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu. Hann segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að eftir margra mán­aða umhugsun hafi hann kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að RÚV „sé ekki vinnu­staður fyrir mig eins og stend­ur.“

Aðal­steinn seg­ist ekki vera að fara í neinu fússi heldur að vand­lega athug­uðu máli. „Löng­unin til að gera góðar fréttir er sann­ar­lega enn til staðar og sem betur fer eru fleiri fjöl­miðlar sem geta veitt mér vett­vang til þess.“

Auglýsing
Heimildir Kjarn­ans herma að Aðal­steinn hafi ráðið sig til starfa á Stund­inn­i. ­Síð­asta innslag hans fyrir Kveik var birt í gær og fjall­aði um rekstur á einu af tölvu­kerfum íslenskra líf­eyr­is­sjóða sem er í upp­námi eftir að í ljós kom að þjón­ustu­að­ili þess hefur rukkað sjóð­ina um vinnu sem efa­semdir eru um að stand­ist lög. Í Kveik kom fram að hund­ruð millj­óna króna hafi streymt út úr félagi sem ann­ast rekstur tölvu­kerf­is.

Tók þátt í stórum opin­ber­unum

Aðal­steinn var hluti af teymi sem vann Kveiks-þátt um Sam­herja og við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins í Afr­íku sem sýndur var í nóv­em­ber 2019. Hann skrif­aði bók­ina „Ekk­ert að fela“ um málið ásamt Helga Seljan og Stef­áni Drengs­syni og þeir hlutu Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2019 fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku ásamt Inga Frey Vil­hjálms­syni á Stund­inni fyrir þá umfjöll­un. 

Áður vann Aðal­steinn meðal ann­ars hjá Reykja­vik Media og var hluti af teym­inu sem opin­ber­aði Panama­skjölin árið 2016. 

Aðal­steinn var einn þeirra ell­efu frétta- og dag­skrár­gerð­ar­manna RÚV sem Sam­herji kærði til siða­nefndar RÚV vegna ummæla á sam­fé­lags­miðl­um. Siða­nefndin sýkn­aði tíu úr hópnum í nið­ur­stöðu sinni, þar á meðal Aðal­stein. Helgi Seljan var hins vegar tal­inn hafa brotið gegn siða­reglum með fjórum ummæl­um. Mikil óánægja hefur verið með þá nið­ur­stöðu hjá starfs­mönnum RÚV og þeir hvatt til þess að siða­regl­urnar verði end­ur­skoð­aðar sem fyrst. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent