Aðalsteinn hættur á RÚV og í Kveik – „Ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“

Einn þeirra sem stóð að gerð umfjöllunar Kveiks um Samherjamálið hefur ákveðið að hætta störfum hjá RÚV. Hann segir að RÚV sé „ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur.“

Aðalsteinn Kjartansson
Auglýsing

Aðal­steinn Kjart­ans­son, sem hefur verið lyk­il­maður í teym­inu sem stendur að frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV, er hættur störfum hjá fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu. Hann segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að eftir margra mán­aða umhugsun hafi hann kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að RÚV „sé ekki vinnu­staður fyrir mig eins og stend­ur.“

Aðal­steinn seg­ist ekki vera að fara í neinu fússi heldur að vand­lega athug­uðu máli. „Löng­unin til að gera góðar fréttir er sann­ar­lega enn til staðar og sem betur fer eru fleiri fjöl­miðlar sem geta veitt mér vett­vang til þess.“

Auglýsing
Heimildir Kjarn­ans herma að Aðal­steinn hafi ráðið sig til starfa á Stund­inn­i. ­Síð­asta innslag hans fyrir Kveik var birt í gær og fjall­aði um rekstur á einu af tölvu­kerfum íslenskra líf­eyr­is­sjóða sem er í upp­námi eftir að í ljós kom að þjón­ustu­að­ili þess hefur rukkað sjóð­ina um vinnu sem efa­semdir eru um að stand­ist lög. Í Kveik kom fram að hund­ruð millj­óna króna hafi streymt út úr félagi sem ann­ast rekstur tölvu­kerf­is.

Tók þátt í stórum opin­ber­unum

Aðal­steinn var hluti af teymi sem vann Kveiks-þátt um Sam­herja og við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins í Afr­íku sem sýndur var í nóv­em­ber 2019. Hann skrif­aði bók­ina „Ekk­ert að fela“ um málið ásamt Helga Seljan og Stef­áni Drengs­syni og þeir hlutu Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2019 fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku ásamt Inga Frey Vil­hjálms­syni á Stund­inni fyrir þá umfjöll­un. 

Áður vann Aðal­steinn meðal ann­ars hjá Reykja­vik Media og var hluti af teym­inu sem opin­ber­aði Panama­skjölin árið 2016. 

Aðal­steinn var einn þeirra ell­efu frétta- og dag­skrár­gerð­ar­manna RÚV sem Sam­herji kærði til siða­nefndar RÚV vegna ummæla á sam­fé­lags­miðl­um. Siða­nefndin sýkn­aði tíu úr hópnum í nið­ur­stöðu sinni, þar á meðal Aðal­stein. Helgi Seljan var hins vegar tal­inn hafa brotið gegn siða­reglum með fjórum ummæl­um. Mikil óánægja hefur verið með þá nið­ur­stöðu hjá starfs­mönnum RÚV og þeir hvatt til þess að siða­regl­urnar verði end­ur­skoð­aðar sem fyrst. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent