Aðsókn og tekjur kvikmyndahúsanna dragast saman á milli ára

bioscreen.jpg
Auglýsing

Kvik­mynda­húsin á Íslandi seldu bíómiða fyrir 1.486 millj­ónir króna á síð­asta ári, sem er lækkun upp á 0,4 pró­sent á milli ára - eða sem svarar sex millj­ónum króna. Á sama tíma fækk­aði gestum kvik­mynda­hús­anna um 2,3 pró­sent, en þeir voru 1.344.569 tals­ins á síð­asta ári, miðað við 1.375.723 árið 2013. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá FRÍSK - Félags rétt­hafa í sjón­varps- og kvik­mynda­iðn­aði.

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að kvik­mynda­húsa­gestum hafi farið fækk­andi und­an­farin ár, en ef til vill megi rekja ­fækkun gesta á síð­asta ári til HM í knatt­spyrnu sem fram fór í Bras­ilíu síð­asta sum­ar. Vegna þessa hafi banda­rísku kvik­mynda­fyr­ir­tækin ákveðið að gefa út færri stórar myndir síð­asta sumar en árið áður.

Með­al­verð fyrir bíómiða á Íslandi á síð­asta ári var 1.105 krón­ur, sem er innan við tveggja pró­senta hækkun frá árinu á und­an, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ing­unni frá FRÍSK. Hækkun á með­al­verði bíómiða og hlut­falls­leg minni breyt­ing á tekjum á móti aðsókn skýrist að miklu leyti af fjölda íslenskra kvik­mynda sem frum­sýndar voru á síð­asta ári, en íslenskar kvik­myndir eru með hærra miða­verði.

Auglýsing

Íslenskar kvik­myndir gerðu það gott á árinu, en þrjár íslenskar kvik­mynd­ir voru á meðal tutt­ugu tekju­hæstu mynda árs­ins. Von­ar­stræti var tekju­hæsta kvik­myndin á síð­asta ári, en myndin hal­aði inn tæpar 70 millj­ónir króna og fékk flesta gest­ina eða tæp­lega 48.000. Algjör Sveppi og Gói bjargar mál­unum hafn­aði í átt­unda sæti list­ans með rétt rúmar 37 millj­ónir króna og rúm­lega 32.600 gesti, en myndin er enn í sýn­ingu. Þá hafn­aði Afinn í sautj­ánda sæti list­ans með rúmar 22 millj­ónir króna og tæp­lega 15.000 kvik­mynda­húsa­gesti.

Þær níu íslensku kvik­myndir sem sýndar voru á árinu voru með 13,3 pró­sent af mark­aðnum í tekjum talið en sam­tals höl­uðu íslenskar kvik­myndir inn tæpar 197 millj­ónir króna á síð­asta ári. Hvað aðsókn varðar voru íslenskar myndir með ell­efu pró­sent af heild­ar­að­sókn en rúm­lega 148.000 gestir sóttu kvik­mynda­húsin til að sjá íslenska fram­leiðslu. Þetta er umtals­vert betra en á árinu 2013 þar sem sjö íslenskar myndir voru ein­ungis með 3,6 pró­sent af mark­að­inum í tekjum talið og enn minna í aðsókn.

Önnur tekju­hæsta kvik­mynd árs­ins er lokakafl­inn í þrí­leiknum um Hobbit­ann, The Hobbit: The Battle of the Five Armies, sem náði þeim ótrú­lega árangri að hala inn yfir 50 millj­ónir króna og ná yfir 40.000 gestum á aðeins einni viku.

Hér að neðan má sjá list­ann yfir 20 tekju­hæstu kvik­myndir árs­ins 2014:

Listi yfir tekjuhæstu kvikmyndirnar á síðasta ári, samkvæmt FRÍSK. Listi yfir tekju­hæstu kvik­mynd­irnar á síð­asta ári, sam­kvæmt FRÍSK.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None