Aðstoðarmaður Illuga kallaði RÚV „útvarpið okkar" þegar hún fór fram á viðtal

illugi-mynd.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Hall­gríms­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Ill­uga Gunn­ars­sonar mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hafði sam­band við frétta­stofu RÚV á sunnu­dag og bað um að ráð­herr­anum yrði gert kleift að tjá sig í fram­haldi af frétt í hádeg­is­fréttum mið­ils­ins á laug­ar­dag um að GRECO, hópur ríkja gegn spill­ingu hefði gagn­rýnt Ísland fyrir að bregð­ast ekki við til­lögum um hags­muna­skrán­ingu þing­manna. Sig­ríður sagði við vakt­stjóra frétta­stof­unn­ar, Ragn­hildi Thor­laci­us, að hún væri að hafa sam­band vegna þess að RÚV væri „okkar útvarp“. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. Frétta­menn á RÚV eru sagðir ósáttir við þessi vinnu­brögð aðstoð­ar­manns­ins við að koma á við­tali við Ill­uga.

Í Frétta­blað­inu er eft­ir­far­andi haft eftir Ragn­hildi: „Síðan segir hún eitt­hvað á þá leið að hún sé að hafa sam­band af því að „þið eruð útvarpið okk­ar“. Ég hvái og segi: við erum í eigu þjóð­ar­inn­ar. Þá segir hún að þetta sé stofnun sem heyrir undir mennta­mála­ráðu­neyt­ið. Ég segi að ég sjái ekki hvernig það komi mál­inu við. Og hún segir að það sé engin dýpri merk­ing á bak við það. Það er það sem okkar fer á milli. Svo lýkur þessu sam­tal­i.“

Sig­ríður seg­ist hafa haldið að sím­talið hafi verið góð­lát­legt og að ummæli hennar hafi verið sett fram í hálf­kær­ingi. Henni sé brugðið að Ragn­hildur hafi túlkað orð hennar með þessum hætti og hafi beðið hana afsök­un­ar. Engin djúp mein­ing hafi verið á bak­við orð­in. „En maður lærir bara af því og vandar sig betur í sam­skipt­u­m."

Auglýsing

Stundin var þegar búin að spyrja um tengslinÍ frétt­inni um GRECO höfðu tengsl Ill­uga við Orku Energy, sem hafa verið mikið í fréttum und­an­far­ið, verið nefnd. Hann vildi, líkt og áður sagði, fá að bregð­ast við því. Í við­tal­inu sem frétta­maður tók við Ill­uga greindi hann hins vegar frá því að stjórn­ar­for­maður Orku Energy hefði keypt íbúð hans og leigt honum hana aft­ur. Ástæðan hafi verið fjár­mála­erf­ið­leikar sem Ill­ugi og eig­in­kona hans röt­uðu í síð­ustu ár vegna tekju­leysis og gjald­þrots fyr­ir­tækis sem hann átti hlut í. Ill­ugi sagð­ist með þessu vilja eiga frum­kvæði að því að upp­lýsa um tengsl­in.

Í frétt Frétta­blaðs­ins er haft eftir Ragn­hildi að þessi ummæli aðstoð­ar­manns Ill­uga hafi ekki haft nein áhrif á að ákveðið hafi síðan verið að birta við­talið við hann. Hins vegar hafi frétta­mönnum RÚV ekki verið kunn­ugt um það að fjöl­mið­ill­inn Stundin hefði lagt fram fyr­ir­spurn til ráð­herra varð­andi eign­ar­halds­fé­lagið OG Capital, sem á íbúð­ina sem ráð­herr­ann býr í og er nú er í eigu stjórn­ar­for­manns Orka Energy, en var áður í eigu Ill­uga.

„Nokkur fjár­hags­leg áföll“Illugi skýrði frá því í hádeg­is­fréttum RÚV á sunnu­dag, að hann hefði selt íbúð sína í Vest­urbæ Reykja­víkur til Hauks Harð­ar­son­ar, stjórn­ar­for­manns og eins stærsta eig­anda Orku Energy. Ill­ugi starf­aði sem ráð­gjafi fyrir fyr­ir­tækið á árinu 2011. Full­trúar Orku Energy fóru með Ill­uga í ferð til Kína í mars og Ill­ugi var auk þess við­staddur und­ir­ritun sam­starfs­samn­ings félags­ins við kín­verska aðila sem gerður var í des­em­ber 2013.

Ill­ugi setti stöðu­upp­færslu inn á Face­book í gær þar sem kom fram að hann hefði selt íbúð­ina fyrir 53,5 millj­ónir króna árið 2013 og að hann leigi hana nú til baka af Hauki á 230 þús­und krónur á mán­uði. Ill­ugi var því orð­inn ráð­herra þegar hann seldi íbúð­ina. Ástæðan hafi verið „nokkur fjár­hags­leg áföll“ sem á hann og eig­in­konu hans dundu fyrir nokkrum árum.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að eitt þess­arra áfalla hafi verið gjald­þrot Sero ehf., félags sem Ill­ugi hafi átt hlut í og varð gjald­þrota í nóv­em­ber 2012. Ekk­ert fékkst upp í 65 milljón króna kröfur í bú félags­ins.

Ill­ugi hefur sagt að hann hafi sýnt frum­kvæði af því að upp­lýsa um þessi tengsl sín við Hauk. Stundin greindi hins vegar frá því á sunnu­dag að fjöl­mið­ill­inn hefði árang­urs­laust reynt að fá svör frá Ill­uga um tengsl hans og Orku Energy, meðal ann­ars vegna þess að Haukur Harð­ar­son hefði keypt íbúð Ill­uga sam­kvæmt afsali frá 23. júní 2014, áður en hann skýrði frá kaup­unum í hádeg­is­fréttum RÚV á sunnu­dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None