Aðstoðarmaður Illuga kallaði RÚV „útvarpið okkar" þegar hún fór fram á viðtal

illugi-mynd.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Hall­gríms­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Ill­uga Gunn­ars­sonar mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hafði sam­band við frétta­stofu RÚV á sunnu­dag og bað um að ráð­herr­anum yrði gert kleift að tjá sig í fram­haldi af frétt í hádeg­is­fréttum mið­ils­ins á laug­ar­dag um að GRECO, hópur ríkja gegn spill­ingu hefði gagn­rýnt Ísland fyrir að bregð­ast ekki við til­lögum um hags­muna­skrán­ingu þing­manna. Sig­ríður sagði við vakt­stjóra frétta­stof­unn­ar, Ragn­hildi Thor­laci­us, að hún væri að hafa sam­band vegna þess að RÚV væri „okkar útvarp“. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. Frétta­menn á RÚV eru sagðir ósáttir við þessi vinnu­brögð aðstoð­ar­manns­ins við að koma á við­tali við Ill­uga.

Í Frétta­blað­inu er eft­ir­far­andi haft eftir Ragn­hildi: „Síðan segir hún eitt­hvað á þá leið að hún sé að hafa sam­band af því að „þið eruð útvarpið okk­ar“. Ég hvái og segi: við erum í eigu þjóð­ar­inn­ar. Þá segir hún að þetta sé stofnun sem heyrir undir mennta­mála­ráðu­neyt­ið. Ég segi að ég sjái ekki hvernig það komi mál­inu við. Og hún segir að það sé engin dýpri merk­ing á bak við það. Það er það sem okkar fer á milli. Svo lýkur þessu sam­tal­i.“

Sig­ríður seg­ist hafa haldið að sím­talið hafi verið góð­lát­legt og að ummæli hennar hafi verið sett fram í hálf­kær­ingi. Henni sé brugðið að Ragn­hildur hafi túlkað orð hennar með þessum hætti og hafi beðið hana afsök­un­ar. Engin djúp mein­ing hafi verið á bak­við orð­in. „En maður lærir bara af því og vandar sig betur í sam­skipt­u­m."

Auglýsing

Stundin var þegar búin að spyrja um tengslinÍ frétt­inni um GRECO höfðu tengsl Ill­uga við Orku Energy, sem hafa verið mikið í fréttum und­an­far­ið, verið nefnd. Hann vildi, líkt og áður sagði, fá að bregð­ast við því. Í við­tal­inu sem frétta­maður tók við Ill­uga greindi hann hins vegar frá því að stjórn­ar­for­maður Orku Energy hefði keypt íbúð hans og leigt honum hana aft­ur. Ástæðan hafi verið fjár­mála­erf­ið­leikar sem Ill­ugi og eig­in­kona hans röt­uðu í síð­ustu ár vegna tekju­leysis og gjald­þrots fyr­ir­tækis sem hann átti hlut í. Ill­ugi sagð­ist með þessu vilja eiga frum­kvæði að því að upp­lýsa um tengsl­in.

Í frétt Frétta­blaðs­ins er haft eftir Ragn­hildi að þessi ummæli aðstoð­ar­manns Ill­uga hafi ekki haft nein áhrif á að ákveðið hafi síðan verið að birta við­talið við hann. Hins vegar hafi frétta­mönnum RÚV ekki verið kunn­ugt um það að fjöl­mið­ill­inn Stundin hefði lagt fram fyr­ir­spurn til ráð­herra varð­andi eign­ar­halds­fé­lagið OG Capital, sem á íbúð­ina sem ráð­herr­ann býr í og er nú er í eigu stjórn­ar­for­manns Orka Energy, en var áður í eigu Ill­uga.

„Nokkur fjár­hags­leg áföll“Illugi skýrði frá því í hádeg­is­fréttum RÚV á sunnu­dag, að hann hefði selt íbúð sína í Vest­urbæ Reykja­víkur til Hauks Harð­ar­son­ar, stjórn­ar­for­manns og eins stærsta eig­anda Orku Energy. Ill­ugi starf­aði sem ráð­gjafi fyrir fyr­ir­tækið á árinu 2011. Full­trúar Orku Energy fóru með Ill­uga í ferð til Kína í mars og Ill­ugi var auk þess við­staddur und­ir­ritun sam­starfs­samn­ings félags­ins við kín­verska aðila sem gerður var í des­em­ber 2013.

Ill­ugi setti stöðu­upp­færslu inn á Face­book í gær þar sem kom fram að hann hefði selt íbúð­ina fyrir 53,5 millj­ónir króna árið 2013 og að hann leigi hana nú til baka af Hauki á 230 þús­und krónur á mán­uði. Ill­ugi var því orð­inn ráð­herra þegar hann seldi íbúð­ina. Ástæðan hafi verið „nokkur fjár­hags­leg áföll“ sem á hann og eig­in­konu hans dundu fyrir nokkrum árum.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að eitt þess­arra áfalla hafi verið gjald­þrot Sero ehf., félags sem Ill­ugi hafi átt hlut í og varð gjald­þrota í nóv­em­ber 2012. Ekk­ert fékkst upp í 65 milljón króna kröfur í bú félags­ins.

Ill­ugi hefur sagt að hann hafi sýnt frum­kvæði af því að upp­lýsa um þessi tengsl sín við Hauk. Stundin greindi hins vegar frá því á sunnu­dag að fjöl­mið­ill­inn hefði árang­urs­laust reynt að fá svör frá Ill­uga um tengsl hans og Orku Energy, meðal ann­ars vegna þess að Haukur Harð­ar­son hefði keypt íbúð Ill­uga sam­kvæmt afsali frá 23. júní 2014, áður en hann skýrði frá kaup­unum í hádeg­is­fréttum RÚV á sunnu­dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None