Afbrotum fækkar á Íslandi, lögreglan fær hríðskotabyssur

logreglan-net000002.jpg
Auglýsing

Ofbeld­is­brot­um, brotum gegn vald­stjórn­inni og auðg­un­ar­brot­um, á borð við rán, þjófnað og grip­deild­ir, hefur fækkað jafnt og þétt und­an­farin ár. Fíkni­efna- og kyn­ferð­is­brotum hefur hins vegar fjölg­að. Þetta kemur fram í töl­fræði­skýrslum rík­is­lög­reglu­stjóra. Nýjasta skýrslan var birt í apríl síð­ast­liðn­um.

Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað er íslenska lög­reglan að víg­bú­ast með 150 MP5-hríð­skota­byssum sem norski her­inn gaf þeim.

Hríð­skota­byss­urn­ar, sem verða í ein­hverjum til­fellum geymdar í lög­reglu­bíl­um, bár­ust til lands­ins í upp­hafi árs. Síðan þá hafa lög­reglu­menn verið þjálfaðir í með­ferð vopn­anna.

Auglýsing

Ofbeld­is­brotum og brotum gegn vald­stjórn fækkarAf­brotum hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi und­an­farin ár. Sam­kvæmt töl­fræði sem emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra birti í apríl síð­ast­liðnum hefur afbrotum í heild fækkað úr 73.039 árið 2008 í 51.282 í fyrra. Afbrot voru því um 42 pró­sent fleiri árið 2008 en þau voru í fyrra.

Vert er að taka fram að fækk­unin er að lang­mestu leyti til­komin vegna þess að bók­færð umferð­ar­laga­brot voru um 19 þús­und færri í fyrra en árið 2008, en slík brot eru rúm­lega 70 pró­sent allra bók­færðra afbrota í töl­fræði rík­is­lög­reglu­stjóra.

- Norski her­inn gaf íslensku lög­regl­unni um 150 MP5-hríð­skota­byssur í byrjun árs. Upp­lýst var um þetta í DV í byrjun viku.

Þegar ofbeld­is­brot eru skoðuð sér­stak­lega kemur í ljós að þau voru aðeins fleiri í fyrra, alls 1.188, en árið 2012 en svipað mörg og árið 2009-2011. Miðað við árið 2008, þegar 1.316 ofbeld­is­brot voru fram­in, var ástandið í fyrra ágætt. Brotin voru tæp­lega ell­efu pró­sent fleiri á hru­nár­inu 2008 en á árinu 2013.

Brotum gegn vald­stjórn­inni, sem í felst meðal ann­ars hót­an­ir/of­beldi gagn­vart lög­reglu og að fyr­ir­mælum lög­reglu sé ekki hlýtt, hefur einnig fækkað á und­an­förnum árum. Árið 2008 voru 432 slík skráð í töl­fræði rík­is­lög­reglu­stjóra. Í fyrra voru þau 321 tals­ins, eða 34 pró­sent færri en þau voru árið 2008.

Auðg­un­ar­brot­um, á borð við rán, þjófnað og grip­deildir hefur líka fækkað jafnt og þétt und­an­farin ár. Árið 2009 var metár í þeim brota­flokki þegar 9.561 slík brot voru skráð. Í fyrra voru þau 6.014. Auðg­un­ar­brot voru því 60 pró­sent fleiri fyrir fimm árum síðan en þau voru í fyrra.

Brot gegn frið­helgi voru 565 í fyrra, eða 30 færri en árið 2012 og 50 færri en árið 2010. Árin 2009 og 2011 voru þau færri en í fyrra og ef miðað er við árið 2008 þá standa þau nán­ast í stað.

afbrot

Fleiri fíkni­efna- og kyn­ferð­is­brotFíkni­efna­brotum hefur hins vegar fjölgað umtals­vert. Alls voru framin 2.183 slík brot í fyrra sam­kvæmt töl­fræði rík­is­lög­reglu­stjóra. Um 70 pró­sent fíkni­efna­brota er vegna vörslu og með­ferðar á fíkni­efnum og er aukn­ing skráðra brota lang­mest í þeim frota­flokki. Sala, dreif­ing og inn­fluttn­ingur á fíkni­efnum hefur einnig auk­ist en þeir sem voru gripnir við að fram­leiða fíkni­efni á árinu 2013 voru færri en tvö árin á und­an.

Þá hefur orðið spreng­ing í skráðum kyn­ferð­is­brot­um. Í fyrra voru þau tvisvar sinnum fleiri en þau voru að jafn­aði árin á und­an. Ástæðan er meðal ann­ars aukin vit­und­ar­vakn­ing og umfjöllun fjöl­miðla, sem leiddi til þess að fjöldi þolenda kyn­ferð­is­brota stigu fram.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None