Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára

Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Auglýsing

Halli rík­is­sjóðs í ár stefnir nú í að verða um 288 millj­arða króna, en í vor var því spáð að hann yrði 320 millj­arðar króna. Áætl­anir gera ráð fyrir að afkoman á næsta ári verði nei­kvæð um 169 millj­arða króna en fyrri spá gerði ráð fyrir að hall­inn yrði 223 millj­arðar króna. 

Stærstu ástæður þess að þetta á sér stað er að dregið verður veru­lega úr stuðn­ingi vegna efna­hags­legra áhrifa COVID-19, sem veldur afkomu­bata hjá rík­is­sjóði upp á 68 millj­arða króna, og bættar efna­hags­horfur upp á 52 millj­arða króna. Það þýðir afkomu­bata um 120 millj­arða króna milli ára. Gert er ráð fyrir því að heild­ar­tekjur rík­is­sjóðs verða 955 millj­arðar króna á næsta ári. 

Þetta kemur fram í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2022 sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti í morg­un. 

Mest aukn­ing í heil­brigð­is­mál

Á útgjalda­hlið­inni er gert ráð fyrir að fram­lög til heil­brigð­is­mála auk­ist um 16,3 millj­arða króna en það er stærsta ein­staka hækkun útgjalda sam­kvæmt frum­varp­in­u. 

Auglýsing
Þá má nefna að fram­lög til lofts­lags­mála verða aukin um einn millj­arð króna og 800 millj­óna króna við­bót­ar­hækkun á bætur örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega til við­bótar við almennar pró­sentu­hækk­an­ir. 

Þá fara 540 millj­ónir króna í að tvö­falda frí­tekju­mark atvinnu­tekna hjá elli­líf­eyr­is­þegum úr 100 þús­und í 200 þús­und krónur skerð­ing­ar­mörk barna­bóta hækka þótt heild­ar­fram­lagið til mála­flokks­ins lækki.

Búist er við að end­ur­greiðslur vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar verði sama upp­hæð og í ár, eða um 10,4 millj­arðar króna. Það er rúm­lega tvö­föld sú upp­hæð sem greidd var út árið 2020 vegna þessa. Þá eiga 5,2 millj­arðar króna að fara í bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila og 1,5 millj­arðar króna í fjár­fest­ingu í Staf­rænu Íslandi.

Stefnt að banka­sölu

Tekjur á næsta ári eru áætl­aðar 66 millj­örðum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir í fjár­mála­á­ætl­un. Þetta skýrist einkum af veru­legri aukn­ingu tekna af tekju­skatti ein­stak­linga og trygg­inga­gjaldi, auk þess sem tekju­skattur lög­að­ila skilar 16 millj­örðum króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjár­mála­á­ætl­un. Veltu­skattar skila einnig tals­vert meiru og er nú reiknað með að tekjur af virð­is­auka­skatti verði til að mynda 10 millj­örðum króna ​meiri en fyrri áætl­anir gerðu ráð fyr­ir.

Í fjár­laga­frum­varp­inu  kemur einnig fram að verði mark­aðs­að­stæður ákjós­an­legar sé fyr­ir­hugað að draga enn frekar úr eign­ar­haldi í fjár­mála­kerf­inu með sölu á hlutum í Íslands­banka, en ríkið á sem stendur 65 pró­sent hlut í bank­an­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent