AGS telur að við verðum enn ekki komin á fyrri braut hagvaxtar árið 2026

Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gæti það tekið allt að fjögur ár fyrir ferðaþjónustuna að ná fyrri styrk hér á landi og fimm ár fyrir íslenska hagkerfið að ná sömu braut hagvaxtar og það var á fyrir faraldurinn.

Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Auglýsing

Ekki er líklegt að landsframleiðsla Íslands árið 2026 nái því marki sem langtímahagspár gerðu ráð fyrir áður en faraldurinn skall á samkvæmt nýrri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á stöðu íslenska hagkerfisins.

Í úttektinni, sem birtist á vef Seðlabankans í gærkvöldi, er búist við hóflegum efnahagsbata á næstunni, en að hann verði einungis drifinn áfram af stuðningsaðgerðum ríkisstjórnarinnar í peningamálum og ríkisfjármálum.

Allt að fjögur ár fyrir ferðaþjónustuna að ná bata

Að mati sjóðsins verður framlag utanríkisviðskipta til hagkerfisins jákvætt, þar sem búist er við nokkrum vexti í útflutningu áls og sjávarafurða. Hins vegar er AGS ekki bjartsýnn á að mikill bati náist skjótt í ferðaþjónustunni og vísar hann á spár ferðamálastofu Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) um að það taki tvö og hálft til fjögur ár fyrir ferðaþjónustuna að verða jafnstór og hún var árið 2019 á heimsvísu.

Auglýsing

Samkvæmt sjóðnum benda söguleg gögn frá fyrri faröldrum, líkt og faraldri SARS-veirunnar árið 2003 og svínaflensunnar árið 2009, að virðisaukinn í ferðaþjónustu muni haldast minni í mörg ár eftir að yfirstandandi faraldri lýkur.

Eldgos og áhættufælni gæti dregið úr bata

AGS bætir við að mikil áhætta sé á að hagvöxturinn verði enn minni en spár gera ráð fyrir vegna fjölda óvissuþátta. Þeirra á meðal er þróun heimsfaraldursins, en einnig gæti verið að óvissuástandið sem honum fylgir muni leiða til aukinnar áhættufælni, bakslag í alþjóðavæðingu, aukinnar spennu í þjóðfélaginu og óstöðugleika í stjórnmálum. Einnig segir sjóðurinn að íslenska hagkerfið sé berskjaldað gagnvart náttúruvám og nefnir þar sérstaklega eldgosið í Geldingadölum.

Sökum hægs endurbata í ferðaþjónustu telur AGS að hagkerfið muni ekki ná sömu stærð og árið 2019 fyrr en á næsta ári og að slakinn í landsframleiðslu muni ekki hverfa að fullu fyrr en eftir árið 2026. Þangað til mun landsframleiðslan hér á landi á föstu verðlagi verða undir langtímaspám sem gerðar voru áður en faraldurinn skall á.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent