Áhættan hverfi ekki þótt krónan sé tengd við evru

Fyrrverandi seðlabankastjóri segir upptöku evru geta minnkað gjaldmiðlaáhættu hérlendis verulega. Slík áhætta myndi þó enn vera til staðar að miklu leyti hér á landi ef krónan yrði tengd við evru.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Auglýsing

Vextir yrðu enn hærri hér­lendis heldur en í öðrum Evr­ópu­sam­bands­löndum ef íslenska krónan yrði tengd við evru, þar sem gjald­miðla­á­hætta myndi ekki hverfa við slíka teng­ingu. Þetta segir Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri í skýrslu sinni til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um stöðu líf­eyr­is­sjóða í hag­kerf­inu.

Skýrslan var birt á vef Alþingis í síð­ustu viku, en hún var gerð að beiðni Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, for­manni Við­reisn­ar, auk sam­flokks­manna hennar og þing­mönnum Pírata og Flokks fólks­ins. Á meðal þess sem þing­menn­irnir ósk­uðu eftir í skýrslu­beiðni sinni var að óháður aðili fjall­aði um hvaða áhrif upp­taka evru hefði á stöðu líf­eyr­is­sjóða.

ESB-að­ild eða teng­ing við evru

Sam­kvæmt skýrslu Más felur mögu­leg upp­taka evru í sér tvær mögu­legar leið­ir: Ann­ars vegar fulla aðild að evru­svæð­inu og hins vegar samn­ingur um fast­teng­ingu krón­unnar við evru. Már segir tölu­verðan mun vera á áhrifum þess­ara tveggja leiða á stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna þar sem þeir bjóða upp á mis­mun­andi gjald­eyr­is­á­hættu.

Auglýsing

Taki Ísland upp evru með inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið væri hægt að minnka gjald­miðla­á­hættu veru­lega, að mati Más, þar sem greiður aðgangur feng­ist að fjár­mála­mörk­uðum aðild­ar­landa sam­bands­ins. Þó telur hann að sú áhætta yrði enn til stað­ar, þar sem enn yrði fjár­fest utan evru­svæð­is­ins, en að hún yrði minni og miklir mögu­leikar væru á að verja hana.

Teng­ing krón­unnar við evru myndi aftur á móti fela í sér meiri gjald­miðla­á­hættu, þar sem mögu­leik­inn á rofi hannar muni alla­vega um langa hríð valda áhættu­á­lagi í vöxtum og gengi hér á landi. Einnig segir Már að það gæti orðið tor­sótt að tengja krón­una við evr­una, þar sem miklar geng­is­sveiflur á milli gjald­miðl­ana gæti leitt til þess að Seðla­banki Evr­ópu þyrfti oft að grípa inn í með gjald­eyr­is­við­skiptum til að jafna þær.

Segir ekki hægt að reikna sig inn í lausn­ina

Í við­tali í jóla­blaði Vís­bend­ingar í fyrra sagði Már að stjórn­mála­menn gætu ekki ein­ungis vísað í útreikn­inga hag­fræð­inga um hina einu réttu nið­ur­stöðu um ákvarð­anir eins og aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Hann sagði að mynt­banda­lag væri alvöru kostur fyrir Ísland, en að það lægi ekki endi­lega fyrir hvort sá kostur væri fýsi­legri við núver­andi aðstæður en sá sem þjóðin býr við um þessar mund­ir. Eini raun­hæfi kost­ur­inn á mynt­banda­lagi væri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og að umræða, en sam­kvæmt Má fara umræður og ákvarð­anir fyrir það langt út fyrir svið hag­fræð­inn­ar.

„Mér finnst eins og ýms­ir, bæði stjórn­mála­menn og aðr­ir, hafi til­hneig­ingu til að ætl­ast til þess að hag­fræð­ingar reikni þá inn í lausn­ina. En það er ekki þannig og það verður ekki þannig,“ bætti Már við í við­tal­inu.

„Ef mál hafa mjög víð­tæk þjóð­fé­lags­á­hrif og póli­tískar hlið­ar, þá verða stjórn­mála­menn­irnir að meta alla kosti og galla slíkra mála, taka þá for­ystu sem þeir vilja taka á hverju sviði og þora að standa með því. Þeir geta þá ekki ein­ungis vísað í að það sé búið að reikna þetta út og það sé það eina rétta. Því að þannig er það ekki.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent