Ákveðin hætta á frændhygli eða fyrirgreiðslu í litlum stjórnsýslum hjá smáríkjum

Í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands kemur fram að dregið hafi úr fyrirgreiðslu innan íslensku stjórnsýslunnar vegna þess að vinnubrögð hennar séu í meira mæli farin að taka mið af stjórnsýsluháttum á hinum Norðurlöndunum.

leii-jons-sigurssonar_14509527283_o.jpg
Auglýsing

Norð­ur­löndin veita Íslandi mik­il­vægt póli­tískt, efna­hags­legt og sam­fé­lags­legt skjól og hjálpa til við stjórn lands­ins. Þetta kemur fram í hlað­varps­þætt­inum Völ­und­ar­hús utan­rík­is­mála Íslands þar sem Baldur Þór­halls­son pró­fessor í stjórn­mála­fræði ræðir við Boga Ágústs­son frétta­mann á RÚV og fyrr­ver­andi for­mann Nor­ræna­fé­lags­ins og Stefán Ólafs­son pró­fessor í félags­fræði um sam­skipti Íslands við Norð­ur­lönd­in.

Í þætt­inum kemur enn fremur fram að Ísland hafi notið umfangs­mik­ils sam­fé­lags­legs skjóls frá hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þannig hafi nor­ræna vel­ferð­ar­mód­elið verið ákveðin fyr­ir­mynd að íslenska vel­ferð­ar­kerf­inu. Íslend­ingar hafi haft aðgang að mennta­stofn­unum á Norð­ur­lönd­unum og nor­ræna vel­ferð­ar­kerf­inu flyti þeir þangað og hér áður fyrr hafi borist nýj­ustu straumar og stefnur til Íslands fyrst og fremst frá Kaupa­manna­höfn.

Íslend­ingar hafa einnig notið póli­tísks og efna­hags­legs skjóls af tví­hliða sam­skiptum sínum við Norð­ur­löndin og Norð­ur­landa­sam­vinn­unni, sam­kvæmt við­mæl­endum þátt­ar­ins. Þannig hafi Ísland notið diplómat­ískar aðstoð­ar, þ.e. póli­tísks skjóls, Norð­ur­land­anna í alþjóða­stofn­unum eins og stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Vatna­skil hafi orðið í sam­vinnu Norð­ur­land­anna í örygg­is- og varn­ar­málum með Stol­ten­berg skýrsl­unni árið 2009 þegar örygg­is- og varn­ar­mál urðu hluti af nor­rænni sam­vinnu. Hluti af því sam­starfi er sam­starf Land­helg­is­gæsl­unnar við Dan­mörku og Noreg í leit og björg­un. Land­helg­is­gæslan gæti ekki sinnt efir­liti á haf­inu í kringum landið án aðstoðar þess­ara ríkja. Norð­ur­löndin koma einnig að loft­rým­is­gæslu hér á landi. Norð­ur­landa­þjóð­irnar hafa einnig aðstoðað við að byggja upp teymi sér­fræð­inga í net­ör­ygg­is­málum á Íslandi.

Auglýsing

Ísland tekur mið af stefnu­mótun Norð­ur­land­anna í vel­ferð­ar­mál­um, rétt­indum kvenna og hinsegin fólks

Þegar kemur að stjórn Íslands þá eiga íslenskir emb­ætt­is­menn í miklum sam­skiptum við kollega sína á Norð­ur­lönd­unum á öllum sviðum vel­ferð­ar­mála og á flestum sviðum mennta- og menn­ing­ar­mála, að því er fram kemur í þætt­in­um. Starfs­menn utan­rík­is­þjón­ust­unnar eiga líka í miklum sam­skiptum við kollega á Norð­ur­lönd­un­um. Sam­kvæmt við­mæl­endum tryggir það að íslenskir emb­ætt­is­menn séu oft og tíðum vel upp­lýstir um hvað Norð­ur­löndin hygg­ist gera í ákveðnum mála­flokkum og hafi haft áhrif á stefnu­mótun hér á landi.

Þannig taki Ísland mið af stefnu­mótun Norð­ur­land­anna í vel­ferð­ar­mál­um, rétt­indum kvenna og hinsegin fólks. Utan­rík­is­stefna Íslands sé jafn­framt farin að taka meira mið af utan­rík­i­s­tefnum Norð­ur­land­anna en áður og leggi þannig áherslu á mann­úð­ar-, þró­un­ar- og jafn­rétt­is­mál og fjöl­þjóða­sam­vinnu.

Auk þessa sé stjórn­sýsla hinna Norð­ur­land­anna talin mjög fag­leg og þessi fag­mennska hafi haft áhrif til batn­aðar á íslenska stjórn­sýslu­hætti. Rann­sóknir hafa sýnt að það er ákveðin hætta á frænd­hygli eða fyr­ir­greiðslu í litlum stjórn­sýslum hjá smá­ríkjum og það að vinnu­brögð íslensku stjórn­sýsl­unnar eru í meira mæli farin að taka mið af stjórn­sýslu­háttum á hinum Norð­ur­lönd­unum hefur dregið úr fyr­ir­greiðslu innan íslensku stjórn­sýsl­unn­ar.

Þeir Stefán, Baldur og Bogi ræddu saman í þætti dagsins. Mynd: Aðsend

Mikil and­staða hefur verið hér á landi í garð náinnar sam­vinnu við þjóðir heims

Í þætt­inum kemur fram að mikil and­staða hafi verið hér á landi í garð náinnar sam­vinnu við þjóðir heims. Ísland hafi hins vegar oft byrjað á því að opna landið yfir til hinna Norð­ur­land­anna og þannig hafi Norð­ur­löndin verið eins konar hlið okkar inn í hinn stóra heim. Fyrst hafi Ísland til að mynda verið þátt­tak­andi í sam­eig­in­legum nor­rænum vinnu­mark­aði og fyrstu löndin sem Íslend­ingum var leyfi­legt að ferð­ast til án vega­bréfs hafi verið Norð­ur­lönd­in. Síðan hafi Ísland yfir­fært þetta fyr­ir­komu­lag yfir á Evr­ópska efna­hags­svæðið og Schengen.

Ísland hafi fylgst náið með þátt­töku Norð­ur­land­anna í sam­vinnu við önnur ríki Evr­ópu og tekið mið af henni við inn­göng­una í EFTA, EES og Schengen. Norð­ur­löndin hafi hjálpað Íslandi að ná betri samn­ingum við Evr­ópu­sam­bandið í tengslum við inn­göng­una í EFTA, EES og Schengen. Ísland hafi einnig notið efna­hags­legs skjóls Norð­ur­land­anna, til að mynda með aðgengi að vinnu­mark­aði land­anna og sam­vinnu Seðla­banka land­anna. Að því leyti hafi sam­eig­in­legur vinnu­mark­aður Norð­ur­land­anna verið mik­il­vægur þáttur í hag­stjórn Íslands þar sem Íslend­ingar hafi getað leitað sér atvinnu á Norð­ur­löndum þegar atvinnu­leysi er mikið hér á landi og snúið svo aftur heim á frón þegar betur árar.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þátt­inn í heild sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent