Aldrei of seint að fullnægja réttlætinu

h_51118226-1.jpg
Auglýsing

Simon Wies­ent­hal stofn­unin freistar þess nú að fá níræðan Dana dreg­inn fyrir rétt vegna stríðs­glæpa í heim­styrj­öld­inni síð­ari. Mað­ur­inn er fimmti efsti á lista Wies­ent­hal stofn­un­ar­innar yfir þá sem hún telur hafa framið stríðs­glæpi gegn gyð­ingum á stríðs­ár­un­um.

Á Frið­riks­bergi við Kaup­manna­höfn býr Helmuth Leif Rasmus­sen, níræður að aldri. Það er þó ekki hans rétta nafn því hann hefur í ára­tugi gengið undir öðru nafni. Allt frá árinu 1945.

Í fyrra­haust kom út í Dan­mörku bók sem ber heitið „En skole i vold“. Bókin fjallar um þátt­töku ungra Dana í sam­tökum sem báru nafnið Frikorps Dan­mark og voru stofnuð 1941.  Þeir sem gengu í sam­tökin voru til­búnir til að vinna með Þjóð­verj­um, bæði utan Dan­merkur og inn­an­lands. Það var útkoma þess­arar bókar sem beindi athygl­i Wies­entahl stofn­un­ar­innar að Helmuth Leif Rasmus­sen þótt stofn­unin hafi lengi vitað um hann.

Auglýsing

Bobruisk fanga­búð­irnar



Eftir að stríð­inu lauk yfir­heyrði danska lög­reglan Helmuth Leif Rasmus­sen, sem þá var tví­tug­ur, vegna þátt­töku hans í stríð­inu. Í skýrslum lög­regl­unnar lýsir Helmuth Leif Rasmus­sen störfum sínum í fanga­búðum nas­ista við bæinn Bobruisk í Hvíta-Rúss­landi en þangað var hann sendur til starfa, 17 ára gam­all, ásamt fleiri ungum löndum sín­um. Áður en Dan­irnir komu til Bobruisk dvöldu þeir um tíma í Senn­heim í Þýska­landi og einnig í Treskau í Pól­landi. Sam­kvæmt frá­sögn Helmuth Leif Rasmus­sen starf­aði hann, ásamt félögum sín­um, sem nýliði í fanga­búð­unum í Bobruisk en gegndi þar aldrei form­legri stöðu enda ungur að aldri eins og áður sagði. Við skýrslu­töku lög­regl­unnar lýsti hann því að hann hefði margoft orðið vitni að aftökum fanga sem áður höfðu unnið ýmis störf til dæmis við hrein­gern­ingar og snjó­mokst­ur. Þegar kraft­ana þraut, fyrst og fremst vegna nær­ing­ar­skorts voru þeir látnir afklæð­ast og síðan skotn­ir. Lík­unum var fleygt í fjölda­gröf skammt frá fanga­búð­un­um. „Ég hlýddi skip­un­um, gat ekki ann­að“ sagði Helmuth Leif Rasmus­sen við skýrslu­tök­una og lagði áherslu á að hann hefði aldrei verið annað en nýliði í búð­un­um.

Hlaut dóm eftir stríð



Vegna þátt­töku sinnar í stríð­inu og starfa fyrir Þjóð­verja hlaut Helmuth Leif Rasmus­sen þriggja ára fang­els­is­dóm, sem hann afplán­aði. Svip­aða dóma fengu margir aðrir sem gengið höfðu til liðs við Frikorps Dan­mark. Hann gift­ist síðar og eign­að­ist eina dótt­ur. Um tutt­ugu ára skeið var hann tækni­maður (ljósamað­ur) hjá kvik­mynda- og sjón­varps­fram­leið­and­anum Nor­disk Film uns hann fór á eft­ir­laun. Í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske fyrir nokkrum dögum sagði Helmuth Leif Rasmus­sen að hann vildi óska að hann hefði aldrei gengið í Frikorps Dan­mark, en maður gæti ekki snúið gangi sög­unn­ar.

Wies­ent­hal stofn­unin kærir



Simon Wies­ent­hal stofn­unin ætlar nú að freista þess að fá Helmuth Leif Rasmus­sen dreg­inn fyrir dóm í Dan­mörku. Efraim Zuroff, sem er yfir­maður rann­sókn­ar­deildar stofn­un­ar­innar er staddur í Kaup­manna­höfn þeirra erinda að leggja fram kæru á hendur Helmuth Leif Rasmus­sen hjá lög­reglu. Efraim Zuroff  seg­ist hafa undir höndum gögn, sem hann vill ekki greina nánar frá, sem hann byggi kæruna á. Hann ítrekar að stríðs­glæpir af þessu tagi fyrn­ist aldrei og bendir á nýupp­kveð­inn  fjög­urra ára fang­els­is­dóm yfir Oscar Grön­ing, bók­hald­ar­anum frá Auschwitz. Efraim Zuroff sagði að á skrá Wies­ent­hal stofn­un­ar­innar væri að finna nöfn tutt­ugu ann­arra Dana, sem full ástæða væri til að kanna nán­ar. Hann vildi í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske ekki útskýra málið frekar og ekki nefna nein nöfn. „Það ger­ist kannski síð­ar“ sagði hann.

Sönn­un­ar­byrðin erfið



Danskir sér­fræð­ingar í refsirétti telja fremur ólík­legt að dóms­mál verði höfðað á hendur Helmuth Leif Rasmus­sen. Til þess þurfi sönn­un­ar­gögnin að vera mjög afger­andi. Mikkel Thastrum fjöl­miðla­full­trúi danska ákæru­valds­ins sagði að vand­lega yrði farið yfir þau gögn sem Wies­ent­hal stofn­unin legði fram. Fyrr en það hefði verið gert væri ekki meira um málið að segja.

Fáir Danir verið dæmdir



Sér­fræð­ingar í refsirétti og sagn­fræð­ingar sem fjöl­miðlar hafa rætt við vegna hinnar fyr­ir­hug­uðu kæru Wies­ent­hal stofn­un­ar­innar á hendur Helmuth Leif Rasmus­sen segja það reyndar sér­kenni­legt hvað danskir dóm­stólar hafi haft tak­mark­aðan áhuga fyrir því hvað danskir þegn­ar, til dæmis þeir sem unnu með Þjóð­verj­um, hafi tekið sér fyrir hendur utan land­stein­anna á stríðs­ár­un­um. Dit­lev Tamm, laga­pró­fessor við Hafn­ar­há­skóla, segir að Danir hafi í þessum efnum farið mild­ari höndum um þegna sína en margar aðrar þjóð­ir, það væri í raun verð­ugt rann­sókn­ar­efni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None