„Allt tekur enda“

Stefan Löfven tilkynnti óvænt í sumarávarpi sínu á sunnudag að hann hyggist hætta sem forsætisráðherra og formaður Sósíaldemókrataflokksins í nóvember. Fjármálaráðherrann Magdalena Andersson er sögð líklegasti eftirmaður hans.

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
Auglýsing

Þessi til­kynn­ing hans hefur komið mörgum á óvart, en Löf­ven seg­ist vilja veita eft­ir­manni sínum á leið­toga­stóli Sós­í­alde­mókrata, hver sem það nú ver­ið, nægan tíma til und­ir­bún­ings og góðar aðstæður til að taka við kefl­inu.

Nýr for­maður verður kjör­inn á lands­þingi flokks­ins sem á að fara fram dag­ana 3.-7. nóv­em­ber. Löf­ven hefur leitt flokk­inn í næstum tíu ár og verið for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar frá því árið 2014.

„Hér er ég með smá frétt­ir,“ sagði hann í ávarp­inu, „í kosn­inga­bar­átt­unni á næsta ári mun ein­hver annar en ég mun leiða Sós­í­alde­mókrata.“ „Allt tekur enda,“ ­sagði Löf­ven, sem er 64 ára gam­all.

Hann sagði frétta­mönnum eftir ávarpið að hann vildi ekki fara inn í kosn­inga­bar­áttu með flokk­inn á næsta ári þar sem fjöl­miðlar væru upp­teknir af því að krefja hann og aðra flokks­menn svara um hversu lengi hann ætl­aði að vera flokks­for­mað­ur. Betra væri að stíga til hliðar núna og veita fram­tíð­ar­for­manni bestu mögu­legu aðstæður til þess að leiða flokk­inn áfram.

Fjár­mála­ráð­herr­ann sögð „krón­prinsessa“ flokks­ins

Í dag hafa sænskir stjórn­mála­skýrendur velt því upp hver sé lík­leg­astur til þess að taka við kefl­inu af Löf­ven og þar er einu nafni varpað oftar fram en öðr­um.

Magdalena Andersson fjármálaráðherra Svíþjóðar. Mynd: Kristian Pohl/Sænska stjórnarráðið

Magda­lena And­ers­son fjár­mála­ráð­herra í stjórn Löf­vens er sögð lík­leg­asti arf­taki hans og jafn­vel kölluð „krón­prinsessa“ sænskra jafn­að­ar­manna. Hún hefur verið fjár­mála­ráð­herra allt frá árinu 2014 og var þar áður tals­maður Sós­í­alde­mókrata í efna­hags­mál­um.

Auglýsing

Ef svo færi að hún yrði kjörin for­maður á lands­þingi Sós­í­alde­mókrata eru allar líkur á að hún yrði fyrsta konan til þess að gegna emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra í Sví­þjóð, sem hefur ólíkt öllum hinum Norð­ur­lönd­unum aldrei valið sér konu til þess að leiða rík­is­stjórn.

En hver eft­ir­maður Löf­ven verður ræðst ekki fyrr en í nóv­em­ber. Í kjöl­farið þarf svo að gera og fá sam­þykkta til­lögu um nýjan for­sæt­is­ráð­herra í sænska þing­inu.

Sá eða sú mun svo leiða sænsku stjórn­ina fram að næstu kosn­ing­um, sem fara fram 11. sept­em­ber árið 2022.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent