Apple kynnir stærri iPad og iPhone 6s - Rýnt í orðróminn

Apple_watch.jpg
Auglýsing

Apple heldur sína reglu­legu kynn­ingu á nýjum vörum í San Francisco í dag. Eins og venju­lega gerir áhuga­fólk um tækni ráð fyrir að Tim Cook, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, kynni til leiks ný tæki eða upp­færslur á eldri vörum banda­ríska tölvuris­ans. En hvers má vænta frá Apple á kom­andi vetri?

Talið er að á þess­ari kynn­ingu muni Apple kynna til leiks næstu kyn­slóð iPho­ne-síma, týpu 6s og 6s Plus, upp­færslu á spjald­tölv­unni í iPad Pro og nýjan iPad Mini. Þá er talið að nýtt Apple TV muni líta dags­ins ljós þar sem við­skipta­vinum Apple verði boðið að streyma sjón­varp­stöðvum yfir inter­net­ið. Auk þess er talið að Cook muni kynna nýja týpu App­le-úrs­ins og upp­færslu stýri­kerfa fyrir snjall­tækin um leið.

Aðeins er um orðróma að ræða enda hefur Apple haldið fast um spilin und­an­farin ár; sér­stak­lega eftir að sam­keppnin jókst á snjall­tækja­mark­aði frá stórum tölvu­fyr­ir­tækjum á borð við Sam­sung. Það sem vakið hefur sér­staka athygli spek­úlanta fyrir kynn­ing­una í dag er kynn­ing­ar­efn­ið. Það eina sem stendur þar er: „Hey Siri, give us a hin­t“. Siri er radd­stjórn­aður róbot í stýri­kerf­inu fyrir snjall­tækin og hefur það vakið spurn­ingar um hvort Siri fái upp­færslu í takti við nýlega bylt­ingu Google í lærðri gervi­greind tölva.

Auglýsing

Kynn­ingin hefst klukkan 17 að íslenskum tíma og er hægt að fylgj­ast með henni í beinni útsend­ingu á vef Apple. Tækni­varpið mun fjalla um kynn­ing­una og þær nýj­ungar sem verða kynntar í Hlað­varpi Kjarn­ans á morg­un. Á meðan kynn­ingin stendur yfir má fylgj­ast með MacRumors á Twitter draga aðal­at­riðin frá hefð­bund­inni lof­ræðu fyr­ir­les­ar­anna.

Nýj­ung­arnar



Talið er að iPhone 6s og 6s Plus verði kynntir til leiks sem nýjasta kyn­slóð þessa vin­sælasta far­síma í heimi. Sím­arnir munu líta svipað út og síð­asta kyn­slóð, sem kynnt var fyrir réttu ári síð­an, en vera búnir ýmsum tækni­legum nýj­ung­um. Spek­úlantar telja sím­ana verða búna nýjum A9 örgörva sem mun gera tækið fljót­ara að vinna úr skip­unum og geta tek­ist á við flókn­ari verk­efni.

https://yout­u.be/RNsKs­BU5Tf8

Þá er lík­legt að snert­iskjár­inn muni skilja hversu fast not­and­inn ýtir á hann með tækni sem kölluð hefur verið „Force Touch“. Mynda­vél­arnar verða líka upp­færðar og úr 8 og 1,2 milljón punkta mynda­vélum síð­ustu kyn­slóðar í 12 og 5 milljón punkta.

https://yout­u.be/_M­Kcg9ux­vyU

Nýtt Apple TV verður mun að öllum lík­indum hafa mun fjöl­breytt­ari notk­un­ar­mögu­leika en síð­asta kyn­slóð og bjóða not­endum að horfa á sjón­varps­út­send­ingar yfir inter­net­ið, ekki ósvipað þeirri tækni sem við hér á Íslandi finnum í afrugl­urum frá bæði Sím­anum og Voda­fo­ne. Þá verður hugs­an­lega hægt að radd­stýra tæk­inu með Siri.

Sala á spjald­tölvum hefur staðnað nokkuð eftir að stærstu síma­fram­leið­endur hófu að fram­leiða stóra, sex tommu síma á borð við Sam­sung Galaxy Note 4 og iPhone 6 Plus. Talið er að Apple muni kynna iPad Pro í dag. Síð­asti iPad var kynntur í októ­ber í fyrra en þessi nýi verður stærri; heilar 13 tomm­ur. Sam­kvæmt orðróm­inum fær spjald­tölvan miklar tækni­legar upp­færsl­ur. Víð­óma hátal­arar á báðum hlið­um, öfl­ugri A9 örgörvi, Force Touch og (reyndar ólík­lega) USB-tengi til þess að fjölga notk­un­ar­mögu­leikum tölv­un­ar.

https://yout­u.be/r­MjJeBi­uPjI

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None