Apple Music greiðir plötufyrirtækjum aðeins 0,26 krónur fyrir hverja spilun

taylor-swift8.jpeg
Auglýsing

Þótt Taylor Swift hafi snúið ákvörðun stjórn­enda App­le, um að greiða tón­list­ar­mönnum ekk­ert fyrir þær spil­anir sem lög munu fá á fyrstu þremur mán­uðum eftir opnun Apple Music, nýrrar tón­list­ar­veitu App­le, þá virð­ist sigur hennar og fylg­is­manna lít­ill í pen­ingum talið. Apple hyggst ein­ungis greiða plötu­fyr­ir­tækj­um, og þar með lista­mönn­um, sam­tals 0,002 doll­ara fyrir hverja hlust­un. Það eru um 0,26 íslenskar krónur og þarf því fjórar hlust­anir til þess að tón­list­ar­maður fái eina krónu greidda frá Apple. Greiðslan er fyrir skatta. Það þýðir að í mörgum löndum leggst ofan á rúm­lega 20 pró­senta virð­is­auka­skatt­ur.

Greint er frá áætlun Apple á vef Business Insider í dag en tekið er fram að fyr­ir­tækið hafi enn ekki greint frá fyr­ir­ætl­unum sínum opin­ber­lega. Um síð­ustu helgi vakti Taylor Swift athygli á fyrri áætl­unum Apple Music um að greiða ekk­ert fyrir spilun í gegnum tón­list­ar­veit­una á fyrstu þremur mán­uðum hennar, en ókeypis verður fyrir not­endur að skrá sig fyrst um sinn. Eftir harð­ort bréf Swift skiptu stjórn­endur Apple um skoðun og sögð­ust myndu greiða tón­list­ar­mönnum höf­und­ar­rétt­ar­laun.

Auglýsing


Til sam­an­burðar greiðir Spotify plötu­fyr­ir­tækjum á bil­inu 0,006 til 0,0084 doll­ara fyrir hverja spil­un. Hlutur tón­list­ar­manns af þeim hlut er að jafn­aði um 0,001128 doll­ar­ar, sam­kvæmt frétta­skýr­ingu Guar­dian.Meira úr sama flokkiErlent
None