Árni Mathiesen breytir skoðun sinni á hegðun Björgólfs Thors - segir hann ekki hafa logið

arnimatt.000.jpg
Auglýsing

Árni Mathies­en, fyrrum fjár­mála­ráð­herra, hefur breytt skoðun sinni frá því sem hann sagði við yfir­heyrslur hjá Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um þá atburð­ar­rás sem átti sér stað í aðdrag­anda falls bank­anna. Nú telji hann að staða Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar hafi verið fjár­hags­lega sterk­ari en hann hélt þá og að mat Björg­ólfs Thors á stöðu Kaup­þings hafi verið „betra en ann­arra“. Því hafi  ekki verið ástæða fyrir Árna að ætla að Björgólfur Thor hafi sagt ósatt um mögu­leika sína til að afla fjár fyrir sam­ein­aðan banka. Þetta kemur fram í svar­bréfi Árna við bréfi sem Björgólfur Thor sendi honum vegna ummæla í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis þar sem Árni sagði alla stjórn­endur bank­anna hafa logið að stjórn­völd­um, og verstur hafi verið Björgólfur Thor. Ekk­ert hafi verið að marka það sem hann sagði. Svar­bréf Árna er birt á blogg­síðu sem Björgólfur Thor heldur úti, btb.is. Á síð­unni koma fram sjón­ar­mið Björg­ólfs Thors á því sem átti sér stað á árunum fyrir hrun og mót­bárur hans við því sem hann telur að hafi verið sagt rangt um sig.

Björgólfur Thor Björgólfsson. Björgólfur Thor Björg­ólfs­son.

Í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var eft­ir­far­andi haft eftir Árna: „Og verstur var Björgólfur [Thor Björg­ólfs­son] [...] og hann var að ljúga að hinum líka og þeir komu svo bara um kvöldið og sögðu „Það er ekk­ert að marka það sem þessi maður seg­ir.“ Þeir voru að reyna að finna leið til að sam­eina Kaup­þing og Lands­bank­ann til þess að þeir gætu staðið þetta og Björgólfur sagði bara: Við reddum þessu og við reddum þessu.“ Þessi ummæli voru svo end­ur­tekin í bók Árna, Frá banka­hruni til bylt­ing­ar.

Auglýsing

Ósáttur við ummæli í Rann­sókn­ar­skýrslu og bókBjörgólfur Thor var ósáttur við þessu ummæli sendi Árna bréf vegna þeirra.

Í færslu sem birt­ist á btb.is í morgun vegna þessa seg­ir:

„Fyrir nokkru rit­aði ég bréf til Árna Mathies­en, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, og fór fram á að hann drægi til baka ummæli um mig, sem höfð eru eftir honum í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um banka­hrun­ið.

Í skýrslu RNA var haft eftir Árna að allir stjórn­endur bank­anna hafi vís­vit­andi logið að stjórn­völd­um. Og verstur hafi ég ver­ið, ég hafi sagt öðrum ósatt líka og þeir sagt ráð­herr­anum að ekk­ert væri að marka það sem ég segði. Þessar lýs­ingar skutu svo aftur upp koll­inum í bók Árna, Frá banka­hruni til bylt­ingar, sem gefin var út haustið 2010.

Eins og við mátti búast voru þessar lýs­ingar gripnar á lofti af fjöl­miðlum og hafa valdið mér ómældum vanda. Það er illt að sitja undir ásök­unum um að hafa komið óheið­ar­lega fram á ögur­stundu.

Ég gerði mér grein fyrir að þessa síð­ustu helgi fyrir hrun bank­anna mæddi mikið á fjár­mála­ráð­herra og eðli­legt að erfitt væri að greina hið rétta í hita leiks­ins. Ég var hins vegar sann­færður um að Árni væri sá dreng­skap­ar­maður að hann væri reiðu­bú­inn til að end­ur­skoða ummæli sín, í ljósi þeirra upp­lýs­inga sem komið hafa fram á síð­ustu árum um raun­veru­lega stöðu mála á síð­ustu dögum fyrir hrun og hver hefði sagt þar satt og rétt frá.

Árni brást ekki vonum mín­um, heldur sendi mér þetta svar­bréf – og leyfi til að birta það á þessum vett­vangi:

Sæll Björgólfur Thor,

Varð­andi ummæli mín við yfir­heyrslur hjá Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis hefur þróun mála eftir hrun breytt skoðun minni á þeirri atburða­rás sem  um­mælin fjalla um. Ég met það svo að staða þín hafi þá verið fjár­hags­lega sterk­ari en ég hélt og mat þitt á stöðu Kaup­þings betra heldur en ann­arra og því ekki ver­ið  á­stæða fyrir mig að ætla að þú hafir verið að segja ósatt um mögu­leika þína á því að afla fjár fyrir nýjan sam­ein­aðan banka. Örlög Kaup­þings dag­ana á eftir sýna hins­vegar að þeir fjár­munir hefðu tap­ast og  ekki dugað til­  ­björg­unar úr því sem komið var á þeim tíma.

Mér  þykir afar leitt ef ummæli mín hafa valdið þér vand­ræðum og alveg sjálf­sagt að þú birtir þetta svar mitt á heima­síðu þinni.

Bestu kveðj­ur,

Árni M. Mathies­en“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None