Ásmundur Einar segir banka og þrotabú vera eins og ríki í ríkinu

14405659215_b99fa1d7f3_z.jpg
Auglýsing

„Nú­ver­andi rík­is­stjórn hefur staðið föst á þeirri stefnu sinni að bank­arnir eiga ekki að vera stikk­frí frá því að skila til sam­fé­lags­ins eðli­legu fram­lag­i." Þetta segir Ásmundur Einar Daða­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn aðstoð­ar­manna for­sæt­is­ráð­herra, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag þar sem hann fjallar um mögu­leika við losun gjald­eyr­is­hafta. Hann segir fjár­mála­stofn­anir og þrotabú föllnu bank­anna haga sér eins og ríki í rík­inu og að það hljóti að vera eitt af stærstu verk­efnum nýs árs að rík­is­stjórn og lög­gjaf­inn láti til sín taka við að „knýja á um sam­fé­lags­lega ábyrgð bank­anna" Ásmundur Einar segir að rík­is­stjórnir geti látið banka sæta sam­fé­lags­legri ábyrgð sé póli­tískur vilji fyrir hendi og sterk for­ysta.

Gjald­þrota­leið eða útgöngu­skatturÁs­mundur segir eitt stærsta verk­efni stjórn­valda í dag vera afnám hafta. „Mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar er að afnám haft­anna valdi ekki koll­steypu í fjár­málum þjóð­ar­inn­ar. Veru­leg und­ir­bún­ings­vinna er að baki áætl­unum um afnám hafta. Vinna þar undir hand­ar­jaðri rík­is­stjórnar og Seðla­bank­ans bæði erlendir og íslenskir sér­fræð­ing­ar.­Þrotabú bank­anna og upp­gjör þeirra eru veiga­miklir þættir í afnámi gjald­eyr­is­haft­anna. Til skamms tíma var talað um að ef þrota­búin legðu ekki fram raun­hæfar til­lögur um upp­gjör á búun­um, þar sem tekið væri til­lit til fjár­mála­legs stöð­ug­leika, þá yrðu búin knúin til gjald­þrota­skipta.

­For­dæmi eru um útgöngu­skatta á fjár­magn upp á 20 til 50 pró­sent. Hug­myndir þessa efnis voru í umræð­unni á síð­asta kjör­tíma­bili m.a. hjá Lilju Mós­es­dóttur o.fl. en fyrri rík­is­stjórn fékkst aldrei til að fara þessa leið. Lyk­il­þáttur í sterkri stöðu Íslands er að lag­ara­mm­inn okkar er traustur og við búum við krónu sem gjaldmiðil.

Eftir því sem vinnu rík­is­stjórnar vindur fram er orðið skýr­ara að fleiri verk­færi koma til greina en gjald­þrota­skipti til að halda ábyrgð að þrota­bú­un­um. Útgöngu­skattur á fjár­magns­flutn­inga er eitt ráð sem þekkt er alþjóða­lega. For­dæmi eru um útgöngu­skatta á fjár­magn upp á 20 til 50 pró­sent. Hug­myndir þessa efnis voru í umræð­unni á síð­asta kjör­tíma­bili m.a. hjá Lilju Mós­es­dóttur o.fl. en fyrri rík­is­stjórn fékkst aldrei til að fara þessa leið. Lyk­il­þáttur í sterkri stöðu Íslands er að lag­ara­mm­inn okkar er traustur og við búum við krónu sem gjald­mið­il. Þrota­búin verða aðeins gerð upp í íslenskum krón­um. Erlendir kröfu­hafar þrota­bú­anna eru hægt en örugg­lega að átta sig á því að rík­is­stjórn­inni er full alvara að standa vörð um hags­muni almenn­ings á Íslandi. Það sést til dæmis á því að ýmsir þeir sem áttu stórar kröfur í þrota­búin seldu kröfur sínar seinni hluta árs­ins." Þar á Ásmundur Einar vænt­an­lega við vog­un­ar­sjóð John Paul­sons, sem reyndar virð­ist enn eiga tölu­verðar kröfur í nafni ann­ars félags.

Auglýsing

Vill að bank­arnir læri að haga sérÁs­mundur Einar gagn­rýnir líka endr­ur­reistu fjár­mála­stofn­an­irnar Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ann fyrir skort á skiln­ingi á sam­fé­lags­legri ábyrgð sinni. Ekki sé van­þörf á að skerpa á þeim skiln­ingi. Ástæðan er sú að sumir bank­arnir hafa hækkað útláns­vexti og aukið vaxta­mun þrátt fyrir að Seðla­bank­inn hafi lækkað stýri­vexti sína. Komið hefur fram hjá Arion banka að ástæða þessa sé meðal ann­ars sú að greiða þurfi sér­stakan banka­skatt til rík­is­sjóð, sem er alls um átta millj­arðar króna fyrir bank­ana þrjá, til að standa undir kostn­aði við Leið­rétt­ingu rík­is­stjórn­ar­innar á verð­tryggðum hús­næð­is­lán­um. Við­skipta­vinir þess banka verða því, að minnsta kosti að hluta, látnir greiða fyrir þá aðgerð í formi hærri útláns­vaxta.

Ásmundur segir tekjur bank­anna hafa auk­ist um tæp­lega millj­arð vegna breyt­inga á vaxta­mun í kjöl­far lækk­unar stýri­vaxta.„­Með þessum hætti hafa bank­arnir mörg hund­ruð millj­ónir króna af almenn­ing­i.Verka­lýðs­fé­lög, t.d. VR, láta málið til sín taka og hafa beint fyr­ir­spurnum til bank­anna en fátt verið um svör. Aug­ljóst er að bank­arnir eru í þeirri stöðu að taka til sín fjár­muni frá heim­il­unum í land­inu með því að föndra við vaxta­töfl­urnar fyrir inn- og útlán. Almenn­ingur er ber­skjald­aður gagn­vart ásælni bank­anna enda haga fjár­mála­stofn­anir og þrotabú föllnu bank­anna sér eins og ríki í rík­inu. Það hlýtur að vera eitt af stærstu verk­efnum nýs árs að rík­is­stjórn og lög­gjafi láti til sín taka á þessu sviði til að knýja á um sam­fé­lags­lega ábyrgð bank­anna."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None