Ásmundur Einar segir banka og þrotabú vera eins og ríki í ríkinu

14405659215_b99fa1d7f3_z.jpg
Auglýsing

„Nú­ver­andi rík­is­stjórn hefur staðið föst á þeirri stefnu sinni að bank­arnir eiga ekki að vera stikk­frí frá því að skila til sam­fé­lags­ins eðli­legu fram­lag­i." Þetta segir Ásmundur Einar Daða­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn aðstoð­ar­manna for­sæt­is­ráð­herra, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag þar sem hann fjallar um mögu­leika við losun gjald­eyr­is­hafta. Hann segir fjár­mála­stofn­anir og þrotabú föllnu bank­anna haga sér eins og ríki í rík­inu og að það hljóti að vera eitt af stærstu verk­efnum nýs árs að rík­is­stjórn og lög­gjaf­inn láti til sín taka við að „knýja á um sam­fé­lags­lega ábyrgð bank­anna" Ásmundur Einar segir að rík­is­stjórnir geti látið banka sæta sam­fé­lags­legri ábyrgð sé póli­tískur vilji fyrir hendi og sterk for­ysta.

Gjald­þrota­leið eða útgöngu­skatturÁs­mundur segir eitt stærsta verk­efni stjórn­valda í dag vera afnám hafta. „Mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar er að afnám haft­anna valdi ekki koll­steypu í fjár­málum þjóð­ar­inn­ar. Veru­leg und­ir­bún­ings­vinna er að baki áætl­unum um afnám hafta. Vinna þar undir hand­ar­jaðri rík­is­stjórnar og Seðla­bank­ans bæði erlendir og íslenskir sér­fræð­ing­ar.­Þrotabú bank­anna og upp­gjör þeirra eru veiga­miklir þættir í afnámi gjald­eyr­is­haft­anna. Til skamms tíma var talað um að ef þrota­búin legðu ekki fram raun­hæfar til­lögur um upp­gjör á búun­um, þar sem tekið væri til­lit til fjár­mála­legs stöð­ug­leika, þá yrðu búin knúin til gjald­þrota­skipta.

­For­dæmi eru um útgöngu­skatta á fjár­magn upp á 20 til 50 pró­sent. Hug­myndir þessa efnis voru í umræð­unni á síð­asta kjör­tíma­bili m.a. hjá Lilju Mós­es­dóttur o.fl. en fyrri rík­is­stjórn fékkst aldrei til að fara þessa leið. Lyk­il­þáttur í sterkri stöðu Íslands er að lag­ara­mm­inn okkar er traustur og við búum við krónu sem gjaldmiðil.

Eftir því sem vinnu rík­is­stjórnar vindur fram er orðið skýr­ara að fleiri verk­færi koma til greina en gjald­þrota­skipti til að halda ábyrgð að þrota­bú­un­um. Útgöngu­skattur á fjár­magns­flutn­inga er eitt ráð sem þekkt er alþjóða­lega. For­dæmi eru um útgöngu­skatta á fjár­magn upp á 20 til 50 pró­sent. Hug­myndir þessa efnis voru í umræð­unni á síð­asta kjör­tíma­bili m.a. hjá Lilju Mós­es­dóttur o.fl. en fyrri rík­is­stjórn fékkst aldrei til að fara þessa leið. Lyk­il­þáttur í sterkri stöðu Íslands er að lag­ara­mm­inn okkar er traustur og við búum við krónu sem gjald­mið­il. Þrota­búin verða aðeins gerð upp í íslenskum krón­um. Erlendir kröfu­hafar þrota­bú­anna eru hægt en örugg­lega að átta sig á því að rík­is­stjórn­inni er full alvara að standa vörð um hags­muni almenn­ings á Íslandi. Það sést til dæmis á því að ýmsir þeir sem áttu stórar kröfur í þrota­búin seldu kröfur sínar seinni hluta árs­ins." Þar á Ásmundur Einar vænt­an­lega við vog­un­ar­sjóð John Paul­sons, sem reyndar virð­ist enn eiga tölu­verðar kröfur í nafni ann­ars félags.

Auglýsing

Vill að bank­arnir læri að haga sérÁs­mundur Einar gagn­rýnir líka endr­ur­reistu fjár­mála­stofn­an­irnar Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ann fyrir skort á skiln­ingi á sam­fé­lags­legri ábyrgð sinni. Ekki sé van­þörf á að skerpa á þeim skiln­ingi. Ástæðan er sú að sumir bank­arnir hafa hækkað útláns­vexti og aukið vaxta­mun þrátt fyrir að Seðla­bank­inn hafi lækkað stýri­vexti sína. Komið hefur fram hjá Arion banka að ástæða þessa sé meðal ann­ars sú að greiða þurfi sér­stakan banka­skatt til rík­is­sjóð, sem er alls um átta millj­arðar króna fyrir bank­ana þrjá, til að standa undir kostn­aði við Leið­rétt­ingu rík­is­stjórn­ar­innar á verð­tryggðum hús­næð­is­lán­um. Við­skipta­vinir þess banka verða því, að minnsta kosti að hluta, látnir greiða fyrir þá aðgerð í formi hærri útláns­vaxta.

Ásmundur segir tekjur bank­anna hafa auk­ist um tæp­lega millj­arð vegna breyt­inga á vaxta­mun í kjöl­far lækk­unar stýri­vaxta.„­Með þessum hætti hafa bank­arnir mörg hund­ruð millj­ónir króna af almenn­ing­i.Verka­lýðs­fé­lög, t.d. VR, láta málið til sín taka og hafa beint fyr­ir­spurnum til bank­anna en fátt verið um svör. Aug­ljóst er að bank­arnir eru í þeirri stöðu að taka til sín fjár­muni frá heim­il­unum í land­inu með því að föndra við vaxta­töfl­urnar fyrir inn- og útlán. Almenn­ingur er ber­skjald­aður gagn­vart ásælni bank­anna enda haga fjár­mála­stofn­anir og þrotabú föllnu bank­anna sér eins og ríki í rík­inu. Það hlýtur að vera eitt af stærstu verk­efnum nýs árs að rík­is­stjórn og lög­gjafi láti til sín taka á þessu sviði til að knýja á um sam­fé­lags­lega ábyrgð bank­anna."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None