Atli Fanndal: Björn Ingi breytir DV í kjölturakka sem geltir ekki

15003216880-ce1a14ed47-z.jpg
Auglýsing

Atli Þór Fann­dal, sem var sagt upp störfum sem blaða­maður á DV í gær, segir að Björn Ingi Hrafns­son, nýr aðal­eig­andi mið­ils­ins, ætli sér að breyta DV í kjölturakka sem ekki gelt­ir. Í face­book­færslu um málið segir Atli Þór: „Eftir að Björn Ingi keypti DV gat hann ekki beðið í svo mikið sem sól­ar­hring áður en hann fór að atast í mér. Það sem angr­aði hann var færsla á Face­book þar sem ég gagn­rýndi að ekki væri greint almenni­lega frá því hvernig kaup hans á DV voru fjár­mögn­uð. Birni Inga lík­aði ekki „tónn­inn“ í Face­book-­færsl­unni minni, hann full­yrti að allt væri upp á borðum en gat svo ekki svarað spurn­ingum mín­um. Hann sagði að greint yrði frá öllu með tíð og tíma, ég yrði bara að bíða hæg­ur, en í raun­inni kæmi mér þetta bara ekk­ert við. Sam­talið var inni­halds­rýrt en mark­mið Björns Inga aug­ljóst: að ala á sjálfs­rit­skoðun og sýna hver valdið hef­ur. Þessar aðferðir eru ekki nýjar af nálinni, ég hef marg­sinnis séð eig­endur fjöl­miðla beita þeim".

Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV. Björn Ingi Hrafns­son, útgef­andi DV.

Fyrr í dag til­kynnti Jóhann Páll Jóhanns­son að hann hefði sagt upp störfum á DV. Hann sagði einnig að Egg­ert Skúla­son, nýráð­inn rit­stjóri DV, hefði sagt að blaða­mennska á borð við þá sem tíðk­að­ist í máli Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra yrði ekki liðin á hans vakt. Þetta hafi blaða­mönnum verið gert ljóst á rit­stjórn­ar­fundi síð­ast­lið­inn föstu­dag. Egg­ert skrif­aði á Face­book-­síðu sína svar við yfir­lýs­ingu Jóhanns Páls. Egg­ert segir í svari sínu hafa haldið fund með starfs­mönnum DV eftir ráðn­ingu sína þar sem „allir gætu blásið og sagt sínar skoð­anir á mér [Egg­erti] og mál­efnum almennt.“

Auglýsing

Egg­ert greinir svo frá því að hann hefði ekki fjallað um Leka­málið með sama hætti og DV gerði þegar Reynir Trausta­son var rit­stjóri. „Ég hefði aldrei birt allt það magn frétta sem blaðið og vef­mið­ill­inn gerði, það var ein­fald­lega ekki þörf á því,“ segir Egg­ert á Face­book. „Ég fylgd­ist með umfjöllun um þetta mál og enda­lausar fréttir hrein­lega rugl­uðu mig í rým­in­u.“ Hann bætir því svo við að DV muni halda áfram að fjalla um leka­málið og leiða það mál til lykta, þegar nýjar upp­lýs­ingar ber­ast.

 

Færsla Atla Þórs Fann­dal:

„Á sunnu­dag var mér til­kynnt að þjón­ustu minnar væri ekki lengur óskað á DV. Það var reyndar ágætt, enda hafði ég þá ákveðið að net­vaktin mín í gær yrði sú síð­asta.

Björn Ingi Hrafns­son ætlar að breyta DV í kjölturakka sem ekki gelt­ir. Staðan er ekki flókn­ari en svo. Til þess hefur hann hand­valið fólk sem þjónar tvenns konar hlut­verki; ann­ars vegar eru ráðnir inn ódýrir mála­liðar til að berja niður gagn­rýna frétta­mennsku og hins vegar pakka­skraut sem á að gefa DV ásýnd virðu­legs fjöl­mið­ils.

Eftir að Björn Ingi keypti DV gat hann ekki beðið í svo mikið sem sól­ar­hring áður en hann fór að atast í mér. Það sem angr­aði hann var færsla á Face­book þar sem ég gagn­rýndi að ekki væri greint almenni­lega frá því hvernig kaup hans á DV voru fjár­mögn­uð. Birni Inga lík­aði ekki „tónn­inn“ í Face­book-­færsl­unni minni, hann full­yrti að allt væri upp á borðum en gat svo ekki svarað spurn­ingum mín­um. Hann sagði að greint yrði frá öllu með tíð og tíma, ég yrði bara að bíða hæg­ur, en í raun­inni kæmi mér þetta bara ekk­ert við. Sam­talið var inni­halds­rýrt en mark­mið Björns Inga aug­ljóst: að ala á sjálfs­rit­skoðun og sýna hver valdið hef­ur. Þessar aðferðir eru ekki nýjar af nál­inni, ég hef marg­sinnis séð eig­endur fjöl­miðla beita þeim.

Fljót­lega eftir sam­talið sagði hann Hall­grími Thor­steins­syni, þáver­andi rit­stjóra, að hann vildi mig burt. Skömmu síðar átti Björn Ingi einka­fundi með hverjum og einum starfs­manni DV og svo hófust hreins­an­irn­ar. Sparn­aður var opin­bera ástæðan og til­viljun ein réð því lík­lega að meðal þeirra sem fóru voru þeir sem spurðu Björn Inga hreint út hvernig hann ætl­aði að skrúfa fyrir súr­efn­ið.

Eig­endur DV segja upp blaða­fólki á gólf­inu en marg­falda fjölda yfir­manna - allt í nafni hag­ræð­ing­ar. Sú ástæða sem mér var gefin er að nú verði ekki keypta efni frá lausa­pennum leng­ur. Und­an­farna daga hafa þeir til­kynnt um fjölda nýrra pistla­höf­unda sem skrifa munu fyrir DV og það sem lausa­penn­ar. Mark­miðið er ekki að spara heldur að gelda.

Egg­ert Skúla­son spuna­meist­ari er orð­inn rit­stjóri blaðs­ins. Honum finnst leka­málið leið­in­legt og óeðli­leg frétta­mennska. Við­ur­kennir meira að segja að hann hafi verið svo­lítið rugl­aður í rým­inu vegna þess hvað var skrifað mikið um það. Honum fannst frétta­skýr­ing um Fram­sókn­ar­flokk­inn og fas­isma of löng og skildi hana ekki. Stundum eru mik­illæg frétta­mál leið­in­leg og flók­in. Hingað til hefur verið talið mik­il­vægt að þeir sem ráðnir eru til rit­stjórnar hafi á þessu örlít­inn skiln­ing.

Ég hef unnið fyrir alls kyns fígúr­ur. Fjöl­miðlaum­hverfið á Íslandi er hörmu­legt þegar kemur að eig­enda­valdi, sukki og sjálfs­rit­skoð­un. Í flestum til­vikum – því miður – rísum við fjöl­miðla­fólk ekki undir lýð­ræð­is­legri ábyrgð okk­ar. Leka­málið er hins vegar und­an­tekn­ing. Lær­dóm­ur­inn ætti auð­vitað að vera sá að við þurfum meira af slíku en ekki minna.

Stundum held ég að Björn Ingi og með­reið­ar­sveinar hans séu svo vit­lausir að þeir skilji ekki hvað þeir eru að gera. Aðra daga er augjóst að hér er ágæt­lega útfærð en klaufa­lega fram­kvæmd áætlun í gangi. Lík­lega er þetta bara blanda af hvoru tveggja, blanda sem er vel krydduð af spill­ingu og sið­leysi.

Mér þykir vænt um DV og hefur alltaf þótt. Ég ber virð­ingu fyrir fólk­inu sem kom að upp­bygg­ingu mið­ils­ins. Það syrgir mig að sjá nýja eig­endur nið­ur­lægja það fólk með því að þrengja hægt og rólega í heng­ing­ar­ól­inni. Ég dáist að þeim sem hafa úthald til að vinna þarna áfram en eru stað­ráðnir í því að fórna ekki prinsippum og góðu frétta­nefi. Hvern dag sem þau halda út í þessu umhverfi er okkur hinum mik­il­væg­ur. Ég hins vegar legg ekk­ert nema fæð á það fólk sem ráðið var inn til að rífa DV nið­ur. Það á bæði við um nýju yfir­menn­ina og und­ir­menn sem láta ráða sig til slíkra verka.

Ég hef reynt að halda bara dampi og skrifa gagn­rýnar fréttir þrátt fyrir að vita í hvað sigl­ir. Ég er stoltur af mínum störfum hjá DV nú og áður. Hins vegar get ég ekki afsakað fyrir mér að vera pakka­skraut á umbúðum and­lýð­ræð­isafla sem eru svo sturluð af frekju að þau geta ekki leyft litla DV að vera til. Blaðið þarf að kaupa og skemma og sá hlær best sem á spillt­ustu vin­ina."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None