Átta þingmenn vilja aðskilja starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka

Ögmundur Jónasson
Auglýsing

Átta stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn, úr röðum Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Bjartrar fram­tíðar og Pírata, hafa lagt fram til­lögu til þings­á­lykt­unar um aðskilnað starf­semi fjár­fest­ing­ar­banka og við­skipta­banka. Flutn­ings­maður til­lög­unnar er Ögmundur Jón­as­son en fram kemur í grein­ar­gerð hennar að málið hef­ur, í einni mynd eða ann­arri, áður verið flutt í sjö skipti.

Þing­menn­irnir sem flytja til­lög­una á þessu þingi eru auk Ögmundar þau Helgi Hjörvar, Birgitta Jóns­dótt­ir, Ótt­arr Proppé,

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, Helgi Hrafn Gunn­ars­son, Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir og Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir. Til­lagan gengur út á að samið verði og lagt fyrir Alþingi laga­frum­varp sem tryggi aðskilnað starf­semi við­skipta­banka og fjár­fest­ing­ar­banka.

„Banka­starf­semin sem hér um ræð­ir, ann­ars vegar rekstur fjár­fest­ing­ar­banka og hins vegar starf­semi almennra við­­skipta­­banka, er gjör­ó­lík þannig að mikið álita­mál er hvort þessi rekstur geti átt far­sæla sam­leið í einu og sama fyr­ir­tæk­inu ef mat á því fer fram á for­sendum almanna­hags­muna en ekki sér­hags­muna þeirra sem eiga og starf­rækja fjár­mála­fyr­ir­tæk­in.

Auglýsing

Almenn við­­skipta­­banka­starf­semi bygg­ist á inn- og útlánum og því sem kalla má hefð­bundna fjár­mála­þjón­ustu við ein­stak­linga og fyr­ir­tæki og nýtur sem slík sér­stakrar verndar hins opin­bera sem bak­tryggir þessa starf­semi að ákveðnu marki með inn­lána­vernd. Fjár­fest­ing­ar­bankar fást hins vegar við fjár­mögnun ýmiss konar fjár­fest­inga; við­skipti með verð­bréf, hluta­bréf, ráð­gjaf­ar­starf­semi og eigna­stýr­ingu og rekstur þeirra er að jafn­aði til muna áhættu­sækn­ari og áhættu­sam­ari en starf­semi hinna almennu við­­skipta­­banka,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Bent er á að hér­lendis hafi aðskiln­aður í banka­kerf­inu áður verið til athug­unar í við­skipta­ráðu­neyti og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, auk þess málið hefur verið tekið til umfjöll­unar á Alþingi. Aftur á móti hafi ávallt verið ákveðið að bíða átekta, til að mynda eftir að end­ur­skoðun á reglu­verki um fjár­mála­starfs­mei ljúki á evr­ópska efn­hags­svæð­inu.

„Flutn­ings­menn til­lög­unnar líta svo á að ekki megi drag­ast lengur að breyta lagaum­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja hér á landi þannig að hefð­bundin við­­skipta­­banka­starf­semi og fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi verði aðskilin til fulls. Mik­il­vægt sé að þegar verið er að móta leik­reglur á fjár­mála­mark­aði til fram­tíðar verði um leið tryggt að ekki verði aftur unnt að mis­nota inn­stæður spari­fjár­eig­enda í við­­skipta­­bönkum í áhættu­samar fjár­fest­ingar sömu banka. Að mati flutn­ings­manna er reynslan ólygn­ust að þessu leyti og nauð­syn­legt fyrir skatt­greið­end­ur, rík­is­sjóð og spari­fjár­eig­endur að tryggt verði með lögum að fram­vegis verði ekki tekin frá­leit áhætta með fé af inn­láns­reikn­ingum og að inn­stæður venju­legra við­­skipta­­manna bank­anna verði tryggðar og for­gangs­kröfur í þrotabú þeirra ef þeir verða gjald­þrota.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None