Aukin hernaðarumsvif Rússa valda ugg og ótta

h_50879512-1.jpg
Auglýsing

Stór­aukið hern­að­ar­brölt Rússa vekur ugg í brjósti margra nágranna þeirra. Ekki þarf að fjöl­yrða um ástandið í Úkra­ínu og þá skálmöld sem þar ríkir og margir telja Rússa bera að miklu leyti ábyrgð á en það er þó ekki allt og sumt. Norð­ur­landa­bú­ar, íbúar Eystra­salts­land­anna, Bretar og fleiri hafa ekki síður áhyggjur af rúss­neska flug­hernum sem að und­an­förnu hefur aukið umsvif sín til mik­illa muna. Rúss­neskar her­flug­vélar eru æ oftar á ferð­inni á svæðum þar sem flug­um­ferð er mik­il, einkum yfir Eystra­salti.

Tvö alvar­leg til­vik á síð­asta áriÁ síð­asta ári skall í tvígang hurð nærri hæl­um. Þann 3. mars mun­aði aðeins hárs­breidd að far­þega­þota frá SAS, sem var nýfarin í loftið frá Kastr­up, og rúss­nesk her­flug­vél rækjust á. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar segir að ein­ungis snar­ræði flug­stjór­anna hjá SAS ásamt góðu skyggni hafi forðað stór­slysi. Aðeins 90 metrar voru milli vél­anna og í þessu sam­hengi er það minna en hárs­breidd!

Alls 132 far­þeg­ar, auk áhafn­ar, voru um borð í far­þega­vél­inni sem var á leið til Róm­ar. Vél­arnar voru skammt fyrir sunnan Malmö þegar þetta gerð­ist. Rúss­nesku flug­menn­irnir höfðu slökkt á rat­sjársvara vél­ar­innar (tran­spond­er) en hann sendir frá sér upp­lýs­ingar um stefnu vél­ar­inn­ar, flug­hæð og hraða. Rúss­neski sendi­herr­ann í Kaup­manna­höfn var kall­aður „á tepp­ið“ hjá danska utan­rík­is­ráð­herr­anum sem sagð­ist hafa sett í brýnnar og talað með þungum áhersl­um.

Rússar héldu því fram að engin hætta hefði verið á ferð­um, tugir kíló­metra hefðu verið á milli vél­anna tveggja.

Auglýsing

Rússar svör­uðu því til að þeirra vél hefði verið á alþjóð­legu flug­svæði og varð­andi rat­sjár­send­inn væri það að segja að í þeim efnum færu þeir eins að og eft­ir­lits-og njósn­a­vélar NATO þegar þær væru á ferð­inni. Hitt atvikið átti sér stað yfir Eystra­salti 12. des­em­ber yfir Eystra­salti. Fimm­tíu ­sæta far­þega­vél Cim­ber flug­fé­lags­ins, á leið frá Kaup­manna­höfn til Pól­lands, fékk þá boð frá flug­um­ferð­ar­stjórn að breyta hæð og flug­stefnu til að forð­ast hugs­an­legan árekstur við rúss­neska her­flug­vél, sem ekki var með kveikt á rat­sjársvar­an­um. Í rann­sókn­ar­skýrslu vegna þess atviks segir að fjar­lægðin milli vél­anna hafi verið allt of lít­il, miðað við þær reglur sem fylgja beri í flug­inu. Rússar héldu því fram að engin hætta hefði verið á ferð­um, tugir kíló­metra hefðu verið á milli vél­anna tveggja.

Áhyggjur og auk­inn við­bún­aðurUnd­an­farið hefur mikið verið rætt og ritað um þessi mál í dönskum fjöl­miðl­um. Dönsku utan­rík­is­-og varn­ar­mála­ráð­herr­arnir (og margir ráð­herrar ann­arra Evr­ópu­landa) hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna síauk­inna ferða rúss­neskra her­flug­véla, einkum yfir Eystralsalti en einnig með­fram ströndum Nor­egs og víð­ar.

Á þessu svæði er mikil flug­um­ferð og víða þröngt set­inn bekk­ur­inn í loft­inu ef svo má að orði kom­ast. Yfir­stjórn NATO fylgist líka grannt með og að und­an­förnu hefur margoft verið greint frá því í fréttum að banda­lagið sé að efla við­búnað sinn með ýmsu móti. Sví­ar, Norð­menn og Danir hafa gert marg­hátt­aðar ráð­staf­anir til að fylgj­ast betur með athöfnum Rússa. Danski flug­her­inn her­inn hefur nýlega tekið í notkun nýjan og end­ur­bættan flugradar í aðal­stöðv­unum í Skydstrup á Suð­ur­-Jót­landi. Með þessum nýja radar eykst allt eft­ir­lit á mjög stóru svæði, ekki síst á Norð­ur­slóðum en þangað renna Rússar sem kunn­ugt er hýru auga.

Sænski herinn leitaði að kafbát í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm í október, sem talið var að hefði verið rússneskur. Kafbáturinn fannst hins vegar aldrei. Sænski her­inn leit­aði að kaf­bát í skerja­garð­inum fyrir utan Stokk­hólm í októ­ber, sem talið var að hefði verið rúss­nesk­ur. Kaf­bát­ur­inn fannst hins vegar aldrei.

Hvað vakir fyrir Rússum?Í við­tali í danska sjón­varp­inu fyrir nokkrum dög­um, þar sem rætt var um þessi mál sagði danskur þing­maður að stundum væri sagt að vegir ást­ar­innar væru órann­sak­an­leg­ir. Það væri sjálf­sagt satt og rétt en þetta ætti ekki síður við um Rússa, ekki síst Pútín for­seta. Pútín hefur reyndar margoft lýst yfir að hann vilji hefja Rúss­land til vegs og virð­ingar á ný; úr öskustónni eins og hann hefur gjarna orðað það. Útgjöld til her­mála hafa verið stór­auk­in, Pútín leggur mikla áherslu á Norð­ur­slóðir og á fundi rúss­neska þjóðar­ör­ygg­is­ráðs­ins í apríl á síð­asta ári kvaðst hann vilja koma á fót sér­stakri stofnun til að sam­hæfa alla þætti og stefnu í mál­efnum rík­is­ins varð­andi þetta mik­il­væga svæði eins og hann komst að orði, Norð­ur­slóða­stofn­un.

Aukin umsvif Rússa áhyggju­efni  Í við­tali við breska blaðið The Tel­egraph í fyrra­dag lýsti And­ers Fogh Rasmus­sen fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri NATO miklum áhyggjum vegna Pútíns. Hann kvaðst ótt­ast að Pútín blandi sér í inn­an­rík­is­mál Eystra­salts­ríkj­anna með sama hætti og á Krím­skaga og í Úkra­ínu. Það er að segja; egna og styðja Rússa í Eist­landi, Lett­landi og Lit­háen til and­stöðu við stjórn­völd. “Pútín dreymir um gamla Sov­ét” sagði And­ers Fogh. Og ekki nóg með það „með því að Rússar beint og óbeint blandi sér í mál­efni þess­ara fyrrum Sov­étlýð­velda myndi reyna á styrk og sam­stöðu NATO,“ sagði And­ers Fogh og bætti við „Pútín vill nefni­lega gjarna láta reyna á hina svo­nefndu 5. grein NATO sátt­mál­ans, einn fyrir alla, allir fyrir einn. Með öðrum orð­um, hversu langt hann getur geng­ið.“

Í áður­nefndu við­tali segir And­ers Fogh það mikið áhyggju­efni að á sama tíma og Rússar stór­auki fjár­veit­inga til her­mála skeri NATO þjóð­irnar meira og meira nið­ur. Það sé umhugs­un­ar­vert og fram­kvæmda­stjór­inn fyrr­ver­andi klikkti út með að segja „það gengur ekki að loka aug­unum og vona það besta, Evr­ópa hefur áður farið flatt á því.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None