Aukin hernaðarumsvif Rússa valda ugg og ótta

h_50879512-1.jpg
Auglýsing

Stór­aukið hern­að­ar­brölt Rússa vekur ugg í brjósti margra nágranna þeirra. Ekki þarf að fjöl­yrða um ástandið í Úkra­ínu og þá skálmöld sem þar ríkir og margir telja Rússa bera að miklu leyti ábyrgð á en það er þó ekki allt og sumt. Norð­ur­landa­bú­ar, íbúar Eystra­salts­land­anna, Bretar og fleiri hafa ekki síður áhyggjur af rúss­neska flug­hernum sem að und­an­förnu hefur aukið umsvif sín til mik­illa muna. Rúss­neskar her­flug­vélar eru æ oftar á ferð­inni á svæðum þar sem flug­um­ferð er mik­il, einkum yfir Eystra­salti.

Tvö alvar­leg til­vik á síð­asta ári



Á síð­asta ári skall í tvígang hurð nærri hæl­um. Þann 3. mars mun­aði aðeins hárs­breidd að far­þega­þota frá SAS, sem var nýfarin í loftið frá Kastr­up, og rúss­nesk her­flug­vél rækjust á. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar segir að ein­ungis snar­ræði flug­stjór­anna hjá SAS ásamt góðu skyggni hafi forðað stór­slysi. Aðeins 90 metrar voru milli vél­anna og í þessu sam­hengi er það minna en hárs­breidd!

Alls 132 far­þeg­ar, auk áhafn­ar, voru um borð í far­þega­vél­inni sem var á leið til Róm­ar. Vél­arnar voru skammt fyrir sunnan Malmö þegar þetta gerð­ist. Rúss­nesku flug­menn­irnir höfðu slökkt á rat­sjársvara vél­ar­innar (tran­spond­er) en hann sendir frá sér upp­lýs­ingar um stefnu vél­ar­inn­ar, flug­hæð og hraða. Rúss­neski sendi­herr­ann í Kaup­manna­höfn var kall­aður „á tepp­ið“ hjá danska utan­rík­is­ráð­herr­anum sem sagð­ist hafa sett í brýnnar og talað með þungum áhersl­um.

Rússar héldu því fram að engin hætta hefði verið á ferð­um, tugir kíló­metra hefðu verið á milli vél­anna tveggja.

Auglýsing

Rússar svör­uðu því til að þeirra vél hefði verið á alþjóð­legu flug­svæði og varð­andi rat­sjár­send­inn væri það að segja að í þeim efnum færu þeir eins að og eft­ir­lits-og njósn­a­vélar NATO þegar þær væru á ferð­inni. Hitt atvikið átti sér stað yfir Eystra­salti 12. des­em­ber yfir Eystra­salti. Fimm­tíu ­sæta far­þega­vél Cim­ber flug­fé­lags­ins, á leið frá Kaup­manna­höfn til Pól­lands, fékk þá boð frá flug­um­ferð­ar­stjórn að breyta hæð og flug­stefnu til að forð­ast hugs­an­legan árekstur við rúss­neska her­flug­vél, sem ekki var með kveikt á rat­sjársvar­an­um. Í rann­sókn­ar­skýrslu vegna þess atviks segir að fjar­lægðin milli vél­anna hafi verið allt of lít­il, miðað við þær reglur sem fylgja beri í flug­inu. Rússar héldu því fram að engin hætta hefði verið á ferð­um, tugir kíló­metra hefðu verið á milli vél­anna tveggja.

Áhyggjur og auk­inn við­bún­aður



Und­an­farið hefur mikið verið rætt og ritað um þessi mál í dönskum fjöl­miðl­um. Dönsku utan­rík­is­-og varn­ar­mála­ráð­herr­arnir (og margir ráð­herrar ann­arra Evr­ópu­landa) hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna síauk­inna ferða rúss­neskra her­flug­véla, einkum yfir Eystralsalti en einnig með­fram ströndum Nor­egs og víð­ar.

Á þessu svæði er mikil flug­um­ferð og víða þröngt set­inn bekk­ur­inn í loft­inu ef svo má að orði kom­ast. Yfir­stjórn NATO fylgist líka grannt með og að und­an­förnu hefur margoft verið greint frá því í fréttum að banda­lagið sé að efla við­búnað sinn með ýmsu móti. Sví­ar, Norð­menn og Danir hafa gert marg­hátt­aðar ráð­staf­anir til að fylgj­ast betur með athöfnum Rússa. Danski flug­her­inn her­inn hefur nýlega tekið í notkun nýjan og end­ur­bættan flugradar í aðal­stöðv­unum í Skydstrup á Suð­ur­-Jót­landi. Með þessum nýja radar eykst allt eft­ir­lit á mjög stóru svæði, ekki síst á Norð­ur­slóðum en þangað renna Rússar sem kunn­ugt er hýru auga.

Sænski herinn leitaði að kafbát í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm í október, sem talið var að hefði verið rússneskur. Kafbáturinn fannst hins vegar aldrei. Sænski her­inn leit­aði að kaf­bát í skerja­garð­inum fyrir utan Stokk­hólm í októ­ber, sem talið var að hefði verið rúss­nesk­ur. Kaf­bát­ur­inn fannst hins vegar aldrei.

Hvað vakir fyrir Rússum?



Í við­tali í danska sjón­varp­inu fyrir nokkrum dög­um, þar sem rætt var um þessi mál sagði danskur þing­maður að stundum væri sagt að vegir ást­ar­innar væru órann­sak­an­leg­ir. Það væri sjálf­sagt satt og rétt en þetta ætti ekki síður við um Rússa, ekki síst Pútín for­seta. Pútín hefur reyndar margoft lýst yfir að hann vilji hefja Rúss­land til vegs og virð­ingar á ný; úr öskustónni eins og hann hefur gjarna orðað það. Útgjöld til her­mála hafa verið stór­auk­in, Pútín leggur mikla áherslu á Norð­ur­slóðir og á fundi rúss­neska þjóðar­ör­ygg­is­ráðs­ins í apríl á síð­asta ári kvaðst hann vilja koma á fót sér­stakri stofnun til að sam­hæfa alla þætti og stefnu í mál­efnum rík­is­ins varð­andi þetta mik­il­væga svæði eins og hann komst að orði, Norð­ur­slóða­stofn­un.

Aukin umsvif Rússa áhyggju­efni  



Í við­tali við breska blaðið The Tel­egraph í fyrra­dag lýsti And­ers Fogh Rasmus­sen fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri NATO miklum áhyggjum vegna Pútíns. Hann kvaðst ótt­ast að Pútín blandi sér í inn­an­rík­is­mál Eystra­salts­ríkj­anna með sama hætti og á Krím­skaga og í Úkra­ínu. Það er að segja; egna og styðja Rússa í Eist­landi, Lett­landi og Lit­háen til and­stöðu við stjórn­völd. “Pútín dreymir um gamla Sov­ét” sagði And­ers Fogh. Og ekki nóg með það „með því að Rússar beint og óbeint blandi sér í mál­efni þess­ara fyrrum Sov­étlýð­velda myndi reyna á styrk og sam­stöðu NATO,“ sagði And­ers Fogh og bætti við „Pútín vill nefni­lega gjarna láta reyna á hina svo­nefndu 5. grein NATO sátt­mál­ans, einn fyrir alla, allir fyrir einn. Með öðrum orð­um, hversu langt hann getur geng­ið.“

Í áður­nefndu við­tali segir And­ers Fogh það mikið áhyggju­efni að á sama tíma og Rússar stór­auki fjár­veit­inga til her­mála skeri NATO þjóð­irnar meira og meira nið­ur. Það sé umhugs­un­ar­vert og fram­kvæmda­stjór­inn fyrr­ver­andi klikkti út með að segja „það gengur ekki að loka aug­unum og vona það besta, Evr­ópa hefur áður farið flatt á því.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None