Báðir ríkisbankarnir búnir að hækka húsnæðisvexti vegna stýrivaxtahækkunar

Stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósent 19. maí síðastliðinn. Á morgun munu breytilegir óverðtryggðir húsnæðisvextir Íslandsbanka hækka um 0,25 prósentustig og sömu vextir hjá Landsbankanum um 0,15 prósentustig.

img_4592_raw_0710130530_10191449535_o.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, hefur ákveðið að hækka breyti­lega vexti á óverð­tryggðum hús­næð­is­lánum um 0,15 pró­sentu­stig.

Á­kvörð­unin er tekin í kjöl­far þess að Seðla­banki Íslands ákvað að hækka stýri­vexti um 0,25 pró­sentu­stig – upp í eitt pró­sent – þann 19. maí síð­ast­lið­inn. Ný vaxta­tafla tekur gildi á morg­un, 1. jún­í. 

Við þetta hækka breyti­legir vextir á óverð­tryggðum hús­næð­is­lánum Lands­bank­ans, sem hafa verið þeir lægstu sem í boði eru hér­lendis á grunn­lánum (fyrir allt að 70 pró­sent af virði keyptrar eign­ar), úr 3,3 í 3,45 pró­sent. Fastir vextir á óverð­tryggðum hús­næð­is­lánum verða óbreytt­ir, en þeir eru nú 4,05 pró­sent af láni upp að 50 pró­sent af virði eignar og svo 4,25 pró­sent af láni fyrir næstu 20 pró­sentu­stigum af virði henn­ar.

Þetta er minni hækkun en varð hjá hinum rík­is­bank­an­um, Íslands­banka, vegna vaxta­á­kvörð­unar Seðla­bank­ans. Hann til­kynnti fyrir helgi að breyti­legir vextir óverð­tryggðra hús­næð­is­lána um 0,25 pró­sent. Íslands­banki hækk­aði einnig vexti á föstum óverð­tryggðum vöxt­um.

Mun bíta heim­ilin í land­inu í veskið

Ljóst má vera að þessi hækk­un, og hækkun á íbúða­lána­vöxtum ann­arra lán­veit­enda sem búast má við í kjöl­far þess að stýri­vextir voru hækk­að­ir, mun hafa áhrif á veskið hjá mörgum heim­ilum í land­inu. Þau hafa flykkst yfir í óverð­tryggð lán á síð­ustu miss­erum, og þar hafa breyti­legir vextir notið mestra vin­sælda, enda bera þau lán lægstu vext­ina. Ný óverð­tryggð hús­næð­is­lán banka til heim­ila lands­ins námu til að mynda 135,5 millj­örðum króna á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins 2021. Frá upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hér­lendis í mars í fyrra, þegar vextir tóku að hríð­ar­lækka sem leiddu til stór­auk­innar lán­töku til hús­næð­is­kaupa, hafa heim­ili lands­ins tekið 495,8 millj­arða króna í ný óverð­tryggð lán hjá Lands­banka, Íslands­banka og Arion banka að frá­dregnum upp­greiðslum og umfram­greiðsl­u­m. 

Auglýsing
Það er rúm­lega 98 millj­örðum krónum meira en heim­ili lands­ins tóku í óverð­tryggð hús­næð­is­lán hjá bönk­unum þremur frá byrjun árs 2013 og til loka febr­úar 2020, eða á sjö árum og tveimur mán­uð­um. Á þeim tíma tóku heim­ilin alls 397,2 millj­arða króna í óverð­tryggð lán til að kaupa sér hús­næði.

Það er rúm­lega 98 millj­örðum krónum meira en heim­ili lands­ins tóku í óverð­tryggð hús­næð­is­lán hjá bönk­unum þremur frá byrjun árs 2013 og til loka febr­úar 2020, eða á sjö árum og tveimur mán­uð­um. Á þeim tíma tóku heim­ilin alls 397,2 millj­arða króna í óverð­tryggð lán til að kaupa sér hús­næði.

Lands­bank­inn er þó líka að hækka verð­tryggða vexti, bæði breyti­lega og fasta. 

Tugir þús­unda á ári

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, sagði fyrr í mán­uð­inum að rétt væri að hafa áhyggjur af skuld­settum heim­ilum og ekki síst hjá ungu fólki „sem hefur spennt bog­ann til hins ýtrasta til að eign­ast eigið hús­næði“ í ljósi þess að stýri­vextir færu nú hækk­andi. Þar benti hann á að í ný­legri hag­spá Lands­bank­ans sé því spáð að stýri­vextir verði orðnir 2,75 pró­sent í lok árs 2023.

„Ein­hverjum kann að þykja að vaxta­hækk­unin nú, um 0,25 pró­sentu­stig, sé létt­væg. Svo er alls ekki. Sá sem skuldar t.d. 30 millj­ónir þarf að greiða 75.000 kr. meira í vexti á hverju ári og því miður er lík­legt að frek­ari vaxta­hækk­anir fylgi í kjöl­far­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent