Bankasýsla Ríkisins stendur við ásakanir um afskipti ráðuneytisstjóra

j.n.gunnar.j.nsson_.jpg
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins segir að þau afskipti sem Guð­mundur Árna­son, ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, hafi reynt að hafa af skipan stjórn­ar­for­manns spari­sjóðs sem ríkið á hlut í í fyrra­sumar falli ekki undir afskipti sem lög heim­ila. Stofn­unin stendur við fyrri ásak­anir um óeðli­legt afskipti ráðu­neyt­is­ins. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu á vef stofn­un­ar­innar sem var birt í dag.

Í umsögn um frum­varp um lög um með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum, sem skilað var inn á mið­viku­dag, seg­ir Jón Gunnar Jóns­son,  for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, að Guð­mundur Árna­son, ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, hafi reynt að hlut­ast til um skipan stjórn­ar­for­manns spari­sjóðs ­sem ríkið á eign­ar­hlut í með sím­tölum við sig í júní og júlí 2014. Hann hafi einnig reynt að fá stjórn­ar­fundi í sama fyr­ir­tæki frestað. Jón Gunnar seg­ist hafa mót­mælt þessum afskiptum sem hann taldi ekki í sam­ræmi við lög og að hann hafi auk þess upp­lýst stjórn stofn­un­ar­innar um þau. Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í gær sagði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið að því fari fjarri að það hafi beint til­mælum til Banka­sýslu rík­is­ins sem hafi falið í sér til­raun til að reyna að hlut­ast til um skipan stjórn­ar­for­manns fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefði óskað eftir því við ráðu­neyt­is­stjór­ann að óánægju Bol­vík­inga með sam­ein­ingu spari­sjóðs bæj­ar­ins við annan yrði komið á fram­færi með þessum hætti.

Í yfir­lýs­ingu Banka­sýslu rík­is­ins segir að hún standi við það sem fram kom í umsögn stofn­un­ar­innar um afskipti fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

Yfir­lýs­ing­una í heild sinni má lesa hér:"Í til­efni af frétt sem birt­ist á mbl.is dags. 28. maí sl. þar sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafnar ásök­unum um afskipti ráðu­neyt­is­stjóra fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is, áréttar Banka­sýsla rík­is­ins að stofn­unin stendur við það sem fram kemur í umsögn stofn­un­ar­innar um afskipti ráðu­neyt­is­stjóra fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is.Lög nr. 88/2009 um Banka­sýslu rík­is­ins gera ráð fyrir því að stofn­unin starfi á sjálf­stæðan hátt og án afskipta fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is, að því und­an­skildu að ráð­herra er í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum heim­ilt að beina til­mælum til stjórnar Banka­sýslu rík­is­ins sam­kvæmt 3. mgr. 2. gr. lag­anna, en þá skal efna­hags- og við­skipta­nefnd gerð grein fyrir til­mæl­un­um. Ljóst er að þau afskipti ráðu­neyt­is­stjór­ans sem Banka­sýsla rík­is­ins víkur að í umsögn sinni falla ekki undir þau heim­ilu afskipti sem lög gera ráð fyr­ir, sbr. áður­nefnda 3. mgr. 2. gr. lag­anna.  Þaðan af síður hefði Banka­sýslu rík­is­ins verið heim­ilt að verða við beiðnum ráðu­neyt­is­stjór­ans að því leyti sem þær fælu í sér óeðli­leg afskipti af starf­semi umrædds fjár­mála­fyr­ir­tækis í and­stöðu við verka­skipt­ingu á vett­vangi stjórnar þess einka­rétt­ar­lega fyr­ir­tæk­is.Halda verður því til haga að umfjöllun um þetta efni í umsögn Banka­sýslu rík­is­ins er sett fram í til­efni af fram­komnu frum­varpi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis þar sem lagt er upp með að komið verði á fót umsýslu­ein­ingu félaga í eigu rík­is­ins innan ráðu­neyt­is­ins. Við­ur­kennt er í frum­varp­inu að slíku fyr­ir­komu­lagi geti fylgt hags­muna­á­rekstrar milli eig­anda­hlut­verks og stefnu­mót­un­ar­hlut­verks ráðu­neyt­is­ins. Til að bregð­ast við þeim hags­muna­á­rekstrum segir í athuga­semdum með laga­frum­varp­inu um umsýslu­ein­ing­una að hlut­verk „slíkrar ein­ingar yrði skýr­lega aðgreint frá öðrum hlut­verkum ráðu­neyt­is­ins sem bein­ast að fjár­mála­fyr­ir­tækjum almennt og með því móti dregið úr mögu­legum hags­muna­á­rekstrum vegna ólíkra hlut­verka“.Það er í þessu sam­hengi sem Banka­sýsla rík­is­ins vekur máls á afskiptum ráðu­neyt­is­stjór­ans, enda gefa áður­nefnd afskipti hans til kynna að hætta leiki á því að hann kunni að hlut­ast til um starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja með fyr­ir­mælum til und­ir­manna sinna innan ráðu­neyt­is­ins verði frum­varpið að lög­um. Slíkt gengur gegn þeim grunn­rök­semdum sem búa að baki núver­andi fyr­ir­komu­lagi eigna­um­sýslu, sem eru að ríkið skuli „vera trú­verð­ugur eig­andi fjár­mála­fyr­ir­tækja og hlut­verk þess hafið yfir vafa um póli­tísk afskipti af dag­legum ákvörð­unum fyr­ir­tækj­anna“, sbr. athuga­semdir með frum­varpi því er varð að lögum nr. 88/2009."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None