BBC búið að reka Jeremy Clarkson úr Top Gear-þáttunum

h_50806516-1.jpg
Auglýsing

Jer­emy Clarkson, sem hefur verið einn þriggja þátta­stjórn­enda Top Gear um ára­bil, hefur verið rek­inn, sam­kvæmt frétt CBS frétta­stof­unn­ar.

Mark White, starfs­maður Sky News, tví­taði sömu nið­ur­stöðu fyrr í dag.Bæði The Tel­egraph og The Guar­dian greindu frá því í morgum að Clarkson myndi lík­ast til verða rek­inn fyrir atvik sem átti sér stað á hót­eli fyrir nokkrum vik­um,  eftir langan töku­dag á þátt­un­um. Clarkson lenti þá saman við einn fram­leið­enda þátt­ar­ins, en ekki hefur verið upp­lýst að öllu leyti hvað átti sér stað. Sam­kvæmt frétt Tel­egraph mun æðsti yfir­maður BBC, Tony Hall lávarð­ur, til­kynna það í nán­ustu fram­tíð að Clarkson hafi ráð­ist á fram­leið­and­ann, Oisin Tymon.

Brott­rekstur Clarkson mun lík­ast til þýða enda­lok Top Gear-þátt­anna, sem eru ein vin­sælasta sölu­vara BBC. Þrettán ár eru síðan að þætt­irnir hófu göngu sína. Top Gear eru sýndir á alls 215 svæðum út um allan heim og þátt­ur­inn hal­aði inn yfir 30 millj­arða króna í tekjur fyrir BBC World­wide á síð­asta ári.

Sam­kvæmt frétt The Guar­dian mun BBC reyna að end­ur­hanna þátt­inn í kringum hina tvo þátta­stjórn­end­urna, Ric­hard Hamm­ond og James May. Breskir fjöl­miðlar virð­ast þó flestir sam­mála um að það sé mis­ráð­ið. Clarkson hafi alltaf verið þunga­miðja þátt­anna.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None