Bitcoin „alls ekki nýr gjaldmiðill“ og hin svokallaða rafmynt „alls ekki heldur peningar“

Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum fjallar meðal annars um bálkakeðjur og bitcoin í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Ásgeir Brynjar Torfason
Ásgeir Brynjar Torfason
Auglýsing

Bitcoin er alls ekki nýr gjald­mið­ill og hin svo­kall­aða raf­mynt eða aðrar líkar sýnd­ar­eign­ir, sem til eru í a.m.k. 18.000 mis­mun­andi útgáf­um, eru alls ekki heldur pen­ing­ar. Þessi fyr­ir­bæri skal miklu frekar kalla áhættu­sama fjár­fest­ingu í óljósri eign eða jafn­vel eitt­hvað í lík­ingu við hol­lenska túlíp­ana frá 17. öld, eins og franski seðla­banka­stjór­inn Gal­hau sagði í ræðu fyrir fáeinum mán­uð­um.

Þetta skrifar doktor í fjár­mál­um, Ásgeir Brynjar Torfa­son, í grein sem birt­ist í nýjastu Vís­bend­ingu í síð­ustu viku.

Hann bendir á að þessar sýnd­ar­eignir sem nú falla hratt í verði dragi skýrt fram þörf­ina fyrir örugga og almenna upp­gjörs­eign sem hafi einnig orðið ljóst á 18. og 19. öld eftir að vandi mynd­að­ist meðal banka sem gáfu þá út sínar eigin mynt­ir. „Kjöl­festan í hinni öruggu eign sem fæst við myndun seðla­banka­pen­ing­anna er almanna­gæði sem að standa þarf vörð um. Þó vissu­lega geti ýmsir þættir hinna nýstár­legu fjár­mála­gjörn­inga og sýnd­ar­eigna, á borð við túlíp­ana, falið í sér marg­vís­leg lík­indi við pen­inga, alveg eins og þegar kaupa mátti heila húsa­röð fyrir einn lauk,“ skrifar hann.

Auglýsing

Ásgeir Brynjar bendir á að hug­takið stig­veldi sé mik­il­vægt þegar hugsað er um pen­inga­kerfið og að það sé erfitt fyrir marga að hugsa sér hvaða eign trónir á toppi þess þegar gull er ekki lengur sá fótur sem pen­ingar byggja á. Inn­stæður í við­skipta­bönkum séu ígildi pen­inga en í raun bara krafa á ekta pen­inga sem eru gefnir út af seðla­bönkum og tróna hæst í stig­veld­inu.

„Þrátt fyrir að útgefnir seðlar séu á skulda­hlið efna­hags­reikn­ings seðla­banka, þá má ekki gleyma því að í sam­stæðu reikn­ings­skila rík­is­ins þá standa allar eignir rík­is­ins þar að baki og geta orð for­sæt­is­ráð­herra dugað til að tryggja allar inn­stæður í bönkum upp í topp eins og frægt varð,“ skrifar hann.

Almennur aðgangur að raf­rænum seðla­banka­pen­ingum mikið til umræðu

Ásgeir Brynjar segir jafn­framt í grein­inni að stór hluti stór­greiðslu­miðl­unar eigi sér þegar stað í gegnum raf­eyri seðla­bank­anna en almennur aðgangur að raf­rænum seðla­banka­pen­ingum sé nú mikið til umræðu og skuli ekki rugla við Bitcoin. Til þess að fá íslenskt sjón­ar­horn geti verið áhuga­vert að horfa á pall­borðsum­ræður í lok gagn­legs fundar KPMG á Íslandi um fram­tíð raf­mynta sem fram fór í júní síð­ast­liðn­um.

„Ljóst er af umræð­unni þar að sumir telja alls enga þörf á því að hið opin­bera komi að því að byggja upp hið staf­ræna pen­inga­kerfi. Sé hin alþjóð­lega umræða skoðuð er hins vegar sá skiln­ingur nokkuð almennur að kjöl­festa pen­inga­kerfa fram­tíð­ar­innar verður aðeins tryggð hjá seðla­bönk­um.

Það breytir því ekki að fjár­tækni­fyr­ir­tækjum og við­skipta­bönkum verður falin aðkoma og til­teknir þættir í rekstri þeirra kerfa sem almanna­gæði pen­ing­anna byggj­ast á. Sér­stak­lega varð­andi greiðslu­miðl­un­ar­þátt­inn (e. medium of exchange) en það hlut­verk sem snýr að vörslu verð­mætis (e. store of value) pen­inga verður að tryggja með opin­berum rekstri og sam­eign okkar í seðla­banka. Þriðja grund­vall­ar­hlut­verki pen­inga sem grunn­ein­ingu bók­halds­ins (e. unit of account) verður ekki hægt að hreyfa við með nokkrum tækninýj­ung­um,“ skrifar hann.

„Skap­andi eyði­legg­ing“

Ásgeir Brynjar bendir jafn­framt á að ný tækni kosti oft bæði bólu og hrun til að skila sér til okk­ar. „„Skap­andi eyði­legg­ingu“ kall­aði Schumpeter það í upp­hafi síð­ustu ald­ar, líkt og mann­fræð­ing­ur­inn og blaða­mað­ur­inn Gillian Tett bendir á í góðri yfir­lits­grein um fram­tíð sýnd­ar­eigna sem nýlega hafa verið kall­aðar raf­mynt­ir. Áhan­gendur sýnd­ar­eign­anna líta lík­leg­ast á verð­fall og brott­hvarf sumra stöð­ug­leika­mynta (e. stablecoin) sem skap­andi eyði­legg­ingu í anda Schumpet­ers. Aðrir sem lengi hafa verið í heimi sýnd­ar­eigna eru vanir sveiflum og geta talið þetta verð­fall fela í sér kauptæki­færi.

Fallið á virði Bitcoin og ann­arra sýnd­ar­eigna á bálka­keðjum hefur þó fallið tölu­vert í skugg­ann af öðrum sam­hliða en ótengdum krís­um. Verð eða gengi sýnd­ar­eign­anna hefur hrunið um tvo þriðju hluta frá topp­inum í nóv­em­ber síð­ast­liðnum eða sam­tals úr 3T$ í um 1T$.“

Hann segir að ein afleið­ing verð­falls Bitcoin og ann­arra fjár­mála­gjörn­inga sé að þannig geti raun­veru­legt pen­inga­magn minnk­að. Það sama ger­ist einnig við aukna skatt­heimtu sem hafi þann jákvæða fylgi­fisk umfram raf­mynt að halli rík­is­sjóða minnk­ar. Verð­bólga sé vissu­lega stundum álitin ákveðin teg­und skatt­heimtu en hún skili í raun ekki betri afkomu hins opin­bera og legg­ist auk þess mjög ójafnt á þegna lands­ins. Þá sé ekki óvar­legt að ætla að skyn­sam­legt gæti verið að auka skatt­heimtu af breið­ari stofni en hæstu tekju­tí­und­inni ein­vörð­ungu.

Hægt er að lesa grein Ásgeirs Brynjars í heild sinni með því að ger­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent