Bjarnfreður Ólafsson kominn með lögmannsréttindin aftur

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Bjarn­freður Ólafs­son er kom­inn með lög­manns­rétt­indi sín á nýjan leik en hann hann missti þau tíma­bundið þegar hann hlaut dóm í Hæsta­rétti, 13. mars í fyrra. Ingi­mar Inga­son, fram­kvæmda­stjóri Lög­manna­fé­lags Íslands, stað­festi þetta við Kjarn­ann í dag, og er nafn Bjarn­freðs komið aftur inn á lög­manna­lista félags­ins sem aðgengi­legur er á vef­síðu þess.

Bjarn­freður var dæmdur í sex mán­aða fang­elsi, þar af þrjá skil­orðs­bundna, og missti lög­manns­rétt­indi sín í eitt ár, eins og áður sagði. Hann var dæmdur  fyrir að hafa sent ranga til­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­skrár í hinu svo­kall­aða Exista-­máli. Þá var til­kynnt um hluta­fjár­aukn­ingu upp á 50 millj­arða í lok árs 2008, en aðeins var greitt fyrir það um einn millj­arður króna.

Lýður Guð­munds­son fjár­fest­ir, oft kenndur við Bakka­vör, var einnig dæmdur í mál­inu, í átta mán­aða fang­elsi. Þar af voru fimm mán­uðir skil­orðs­bundn­ir.

Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hafði áður dæmt Lýð til að greiða tveggja millj­óna króna sekt. Bjarn­freður var hins vegar sýkn­aður af sínum þætti máls­ins í hér­aði.

 

 

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None