Bjarni Ben: Heilbrigðiskerfið tekið í gíslingu í kjaradeilum

Bjarni-Ben.png
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segir að breyt­ing hafi orðið á beit­ingu verk­falls­rétt­ar, og nú fari til­tölu­lega fámennir hópar í verk­fall þar sem mest er fundið fyrir því, en ekki þannig að verk­fallið bitni „jafnt á báðum aðilum eins og hefur verið fram til þessa.“

Þetta sagði Bjarni í svari við fyr­ir­spurn Katrínar Júl­í­us­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag. „Það er mikið umhugs­un­ar­efni hvernig við höfum lent í því ítrekað á und­an­förnum mán­uðum að grund­vall­ar­stoðir í okkar heil­brigð­is­kerfi eru teknar nán­ast í gísl­ingu til þess að ná fram kröfum í kjara­við­ræð­u­m,“ sagði Bjarni einnig. Það væri svo spurn­ing um hvað væri í raun og veru deilt í kjara­við­ræð­um. „Er kjarni deil­unnar sá að það skorti á að gera betur við þá sem eru lægst­laun­að­ir, eða er það til vitnis um ein­hver önnur sjón­ar­mið þegar stór félög á borð við BHM vilja meina að menntun sé ekki metin nægi­lega til launa og ganga nán­ast svo langt að segja að jöfn­uður hafi auk­ist um of, svo mjög að það borgi sig ekki leng­ur, það skili sér ekki í launa­umslag­ið, að sækja góða mennt­un t.d. með háskóla­göng­u?“

Katrín spurði Bjarna um aðkomu stjórn­valda að kjara­deilum og sagði að hún og Sam­fylk­ingin hefðu miklar áhyggjur af ástand­inu á vinnu­mark­aði. Hún sagði rík­is­stjórn­ina hins vegar skila „full­komn­lega auðu“ í mál­inu, það væri stað­fest með „vanga­velt­um“ fjár­mála­ráð­herra. „Eftir hverju er ríkið að bíða? Hér eru heil­brigð­is­stéttir í verk­falli í á þriðju viku og það eina sem heyr­ist frá rík­is­stjórn­inni er að for­sæt­is­ráð­herra segir að aðilar þurfi að koma sér saman áður en ríkið komi að mál­um. Hvað er verið að segja, ríkið sjálft er við­semj­andi í þess­ari deilu? Menn eru að vísa frá sér ábyrgð. Menn koma sér undan því að svara fyrir þessa stöð­u.“

Auglýsing

Bjarni sagði hins vegar unnið „eftir þeirri hug­mynda­fræði að það sé ein­hvers virði að við­halda stöð­ug­leik­anum sem náðst hef­ur, að það skipti heim­ilin og atvinnu­lífið máli að halda lágri verð­bólgu í land­inu, það skipti bara veru­lega miklu máli. Og við þurfum að halda þannig líka á spil­unum í þess­ari kjara­deilu að menn geri ekki eitt­hvað á einu sviði sem valdi röskun á öðru, að menn velti bara ósætt­inu á undan sér.“

Ástandið jafn­vel verra en í lækna­verk­fall­inuStein­grímur J. Sig­fús­son, þing­maður Vinstri grænna, spurði Bjarna líka um stöðu kjara­mála. „Ekki er aðeins starf­semi spít­al­anna meira og minna lömuð og ástandið jafn­vel verra en í lækna­verk­fall­inu heldur bæt­ast nú við dýra­læknar og fleiri hópar sem lama mat­væla­fram­leiðslu og jafn­vel útflutn­ing, og starfs­menn fjár­sýsl­unnar eru komn­ir í verk­fall. Fjár­mála­ráð­herra hlýtur nú að taka eftir því.“ Stein­grím­ur ­spurði hvernig Bjarni sæi kjara­mál­in, því rík­is­stjórnin bæri almenna ábyrgð í þeim auk þess að vera við­semj­andi.

„Við fylgj­umst vel með því hvernig við­ræðu­lot­unni vindur fram og gerum okkur grein fyrir því að það getur skipt máli hvað ríkið hefur fram að færa,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki verið að bíða eftir neinu frá rík­inu, mest væri verið að ræða málin á vett­vangi rík­is­sátta­semj­ara. Hann sagði ýmis­legt koma til greina sem inn­legg af hálfu stjórn­valda en það væri ekki hægt að gera neitt með launa­kröf­ur ­upp á 50 til 100 pró­sent.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None