Bóluefni loks á leiðinni en sprauturnar vantar

5,6 prósent Afríkubúa eru fullbólusettir. Efnaðri þjóðir hafa ekki staðið við stóru orðin og afhent það magn bóluefna sem þau lofuðu en nú þegar skriður virðist loks kominn á það blasir við annar skortur.

Bólusetning gengur hægt í Afríku en nokkur lönd skera sig úr, m.a. Túnis, Marokkó og Máritanía.
Bólusetning gengur hægt í Afríku en nokkur lönd skera sig úr, m.a. Túnis, Marokkó og Máritanía.
Auglýsing

Enn eitt vanda­málið er í upp­sigl­ingu varð­andi bólu­setn­ingu íbúa Afr­íku. Nú þegar hyllir loks undir að bólu­efni gegn COVID-19 fari að koma þangað í umtals­verðu magni eru tafir á bólu­setn­ingum fyr­ir­sjá­an­legar vegna skorts á spraut­um.

UNICEF og Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin vara við þessu og spá því að 2,2 millj­arða einnota sprauta muni vanta upp á til að gefa fólki bólu­efna­skammt­ana þegar þeir koma. Þá er með­tal­inn fyr­ir­sjá­an­legur skortur á sér­stökum sprautum sem not­aðar eru til að gefa bólu­efni Pfiz­er-BioNtech.

WHO telur að sprautu­skort­ur­inn verði við­var­andi fram á að minnsta kosti fyrsta fjórð­ung næsta árs. „Snemma á næsta ári munu COVID-­bólu­efni fara að streyma til Afr­íku en skortur á sprautum gæti lamað bólu­setn­inga­ferlið,“ sagði Mats­hi­diso Moeti, yfir­maður WHO í Afr­íku á blaða­manna­fundi. Veru­lega inn­spýt­ingu vanti í fram­leiðslu sprauta á bæði heims­vísu en einnig í Afr­íku. „Ótelj­andi líf Afr­íku­búa eru í húfi.“

Auglýsing

Ótt­ast er að með sama áfram­haldi muni aðeins fimm Afr­íku­ríki ná því tak­marki að bólu­setja tíu pró­sent borg­ara sinna fyrir árs­lok en mark­miðið er 40 pró­sent.

Afr­íku­sam­bandið hyggst kaupa 110 milljón skammta af bólu­efni lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Moderna. Var það sam­komu­lag gert með milli­göngu banda­rískra stjórn­valda og munu fyrstu send­ing­arnar vera skammtar sem Banda­ríkin höfðu tryggt sér með samn­ing­um. Fyrsta send­ingin mun þó ekki ber­ast fyrr en í lok árs og frek­ari send­ingar eru ekki áform­aðar fyrr en í upp­hafi þess næsta. Moderna seg­ist vera með áætl­anir um að byggja verk­smiðju til fram­leiðslu bólu­efn­is­ins í Afr­íku árið 2023.

Íbúar Afr­íku eru um 1,2 millj­arð­ar. Um 5,6 pró­sent þeirra eru full­bólu­sett­ir. 54 pró­sent Evr­ópu­búa eru bólu­settir að fullu.

Töl­fræði vegna far­ald­urs­ins er víða óáreið­an­leg í Afr­íku. Sem dæmi voru tekin 287 sýni í Úganda í gær, sam­kvæmt upp­lýs­ingum stjórn­valda, og reynd­ust þau öll jákvæð. Íbúar Úganda eru yfir 40 millj­ón­ir.

8,5 millj­ónir stað­fest til­felli hafa greinst í Afr­íku frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Yfir 218 þús­und dauðs­föll eru rakin til COVID-19 en þessar tölur eru taldar veru­lega van­metn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent