Bóluefni loks á leiðinni en sprauturnar vantar

5,6 prósent Afríkubúa eru fullbólusettir. Efnaðri þjóðir hafa ekki staðið við stóru orðin og afhent það magn bóluefna sem þau lofuðu en nú þegar skriður virðist loks kominn á það blasir við annar skortur.

Bólusetning gengur hægt í Afríku en nokkur lönd skera sig úr, m.a. Túnis, Marokkó og Máritanía.
Bólusetning gengur hægt í Afríku en nokkur lönd skera sig úr, m.a. Túnis, Marokkó og Máritanía.
Auglýsing

Enn eitt vanda­málið er í upp­sigl­ingu varð­andi bólu­setn­ingu íbúa Afr­íku. Nú þegar hyllir loks undir að bólu­efni gegn COVID-19 fari að koma þangað í umtals­verðu magni eru tafir á bólu­setn­ingum fyr­ir­sjá­an­legar vegna skorts á spraut­um.

UNICEF og Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin vara við þessu og spá því að 2,2 millj­arða einnota sprauta muni vanta upp á til að gefa fólki bólu­efna­skammt­ana þegar þeir koma. Þá er með­tal­inn fyr­ir­sjá­an­legur skortur á sér­stökum sprautum sem not­aðar eru til að gefa bólu­efni Pfiz­er-BioNtech.

WHO telur að sprautu­skort­ur­inn verði við­var­andi fram á að minnsta kosti fyrsta fjórð­ung næsta árs. „Snemma á næsta ári munu COVID-­bólu­efni fara að streyma til Afr­íku en skortur á sprautum gæti lamað bólu­setn­inga­ferlið,“ sagði Mats­hi­diso Moeti, yfir­maður WHO í Afr­íku á blaða­manna­fundi. Veru­lega inn­spýt­ingu vanti í fram­leiðslu sprauta á bæði heims­vísu en einnig í Afr­íku. „Ótelj­andi líf Afr­íku­búa eru í húfi.“

Auglýsing

Ótt­ast er að með sama áfram­haldi muni aðeins fimm Afr­íku­ríki ná því tak­marki að bólu­setja tíu pró­sent borg­ara sinna fyrir árs­lok en mark­miðið er 40 pró­sent.

Afr­íku­sam­bandið hyggst kaupa 110 milljón skammta af bólu­efni lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Moderna. Var það sam­komu­lag gert með milli­göngu banda­rískra stjórn­valda og munu fyrstu send­ing­arnar vera skammtar sem Banda­ríkin höfðu tryggt sér með samn­ing­um. Fyrsta send­ingin mun þó ekki ber­ast fyrr en í lok árs og frek­ari send­ingar eru ekki áform­aðar fyrr en í upp­hafi þess næsta. Moderna seg­ist vera með áætl­anir um að byggja verk­smiðju til fram­leiðslu bólu­efn­is­ins í Afr­íku árið 2023.

Íbúar Afr­íku eru um 1,2 millj­arð­ar. Um 5,6 pró­sent þeirra eru full­bólu­sett­ir. 54 pró­sent Evr­ópu­búa eru bólu­settir að fullu.

Töl­fræði vegna far­ald­urs­ins er víða óáreið­an­leg í Afr­íku. Sem dæmi voru tekin 287 sýni í Úganda í gær, sam­kvæmt upp­lýs­ingum stjórn­valda, og reynd­ust þau öll jákvæð. Íbúar Úganda eru yfir 40 millj­ón­ir.

8,5 millj­ónir stað­fest til­felli hafa greinst í Afr­íku frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Yfir 218 þús­und dauðs­föll eru rakin til COVID-19 en þessar tölur eru taldar veru­lega van­metn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent