Borgun íhugar að krefjast rannsóknar á bankaleka

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Stjórn­endur greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­is­ins Borg­unar íhuga nú að krefj­ast þess að rann­sakað verði hvernig upp­lýs­ingar um úttekt fyr­ir­tæk­is­ins af reikn­ingi hjá Spari­sjóði Vest­manna­eyja röt­uðu í fjöl­miðla. Þeir telja að mögu­lega hafi banka­leynd verið rofin með því.

„Þessi leki er þess eðlis að okkur þykir fyllsta ástæða til að hann verði rann­sak­að­ur,“ segir Haukur Odds­son, for­stjóri Borg­un­ar, í sam­tali við DV í dag.

Borgun tók út rúmar 200 millj­ónir króna úr spari­sjóðnum í áhlaupi á bank­ann í mars. Það var um þriðj­ungur heild­ar­upp­hæð­ar­innar sem var tekin út í áhlaup­inu, en heild­ar­upp­hæðin nam um 700 millj­ónum króna. Fréttir bár­ust af slæmri stöðu sjóðs­ins og vís­bend­ingar voru um mikla virð­is­rýrnun lána­safns spari­sjóðs­ins, sem hefði getað leitt til gjald­þrots. Í kjöl­far áhlaups­ins tók Lands­bank­inn Spari­sjóð Vest­manna­eyja yfir.

Auglýsing

Það var Morg­un­blaðið sem greindi svo fyrst frá úttektum Borg­un­ar, tveimur dögum eftir að yfir­taka lands­bank­ans var heim­il­uð, og vitn­aði til ónafn­greindra heim­ilda. Haukur stað­festi þetta svo við fjöl­miðla.

Eins og fram kemur í frétt DV væri rann­sókn á þessu máli á hendi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins ætla að fara yfir málið á næstu dögum og ákveða þá vænt­an­lega hvort rann­sóknar verður kraf­ist.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None