Boris Johnson sektaður vegna Partygate

Breska lögreglan hefur ákveðið að sekta forsætisráðherra og fjármálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar vegna Partygate-hneykslisins svokallaða, samkvæma sem bresk yfirvöld stóðu fyrir á meðan strangar sóttvarnareglur voru í gildi vegna heimsfaraldursins.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Auglýsing

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, og Rishi Sunak, fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, eiga von á sekt frá lög­reglu fyrir að hafa verið við­staddir sam­kvæmi á vegum yfir­valda þegar útgöngu­bann vegna COVID-19 var í gildi.

For­sæt­is­ráðu­neytið stað­festir að John­son og Sunak hafi verið til­kynnt að þeir eigi yfir höfði sér sekt. Fyrstu 20 sekt­irnar voru gefnar út í byrjun mán­að­ar­ins en þær telja nú 50 tals­ins. John­son var búinn að gefa það út að hann hyggð­ist upp­lýsa um það yrði hann sektað­ur.

Auglýsing

Tals­maður for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins segir í sam­tali við BBC að ráð­herr­arnir hafi ekki verið upp­lýstir hvaða sam­kvæmi um ræðir þar sem brot áttu sér stað.

Breska lög­­reglan hefur rann­sakað tólf sam­­kvæmi á vegum breskra yfir­­­valda á þeim tíma sem strangar sótt­­varna­­reglur voru í gildi vegna heims­far­ald­­urs kór­ón­u­veirunn­­ar.

Starfs­fólk Down­ing­strætis 10 stóð fyrir tveimur sam­kvæmum kvöldið áður en jarð­ar­för Fil­ippusar prins fór fram. Tveggja vikna þjóð­­ar­sorg hafði verið lýst yfir í Bret­landi vegna frá­­­falls drottn­ing­­ar­­manns­ins.

Boris John­­son for­­sæt­is­ráð­herra var í hvor­ugu sam­­kvæm­inu en hefur beðist afsök­unar á að þau hafi farið fram. Hann var hins vegar staddur í um þrjá­­­tíu manna veislu í Down­ing­­­stræti rúmum mán­uði síðar þegar útgöng­u­­­­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi. Veislu­höldin fóru fram í garði Down­ing­­­stræti og var hund­rað boðs­­­gestum meðal ann­­­ars bent á að „hafa eigið áfengi með­­­­­ferðis til að njóta góða veð­­­ur­s­ins eins best væri á kos­ið“. Um 30 manns þekkt­ust boð­ið, þar á meðal John­­­son sjálfur og Carrie John­­­son, eig­in­­­kona hans. Á því hefur hann einnig beðist afsök­un­­ar, sem og eigin afmæl­is­­veislu sem kona hans skipu­lagði í íbúð þeirra í Down­ing­stræti 19. júní 2020 og kveðju­hófi í nóv­­em­ber sama ár þegar sér­­stakur ráð­gjafi for­­sæt­is­ráð­herra lét af störf­­um.

Leið­togi Verka­manna­flokks­ins segir ráð­herrana þurfa að víkja

Keir Star­mer, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, segir John­son og Sunak verða að segja af sér vegna Par­tyga­te-hneyksl­is­ins. „Boris John­son og Rishi Sunak hafa brotið lögin ítrekað og logið að breskum almenn­ing­i,“ segir Star­mer, sem telur þá algjör­lega óhæfa til að starfa í rík­is­stjórn. „Bret­land á betra skil­ið.“

Tólf sam­komur eru til rann­­­sóknar hjá lög­­­­­reglu en í skýrslu Gray er fjallað um að minnsta kosti 16. Gray segir að henni hafi verið settar miklar skorður vegna lög­reglu­rann­sókn­ar­innar og því er enn nokkuð í að end­an­­­leg og „þýð­ing­­­ar­­­mik­il“ skýrsla verði gefin út. John­­son full­yrðir að end­an­­leg skýrsla Gray um „Par­tyga­te“ verði gerð opin­ber.

Ekki liggur fyrir hversu há sektin sem John­son og Sunak fá en frá því að henni verður fram­vísað hafa þeir 28 til að greiða sekt­ina. Ákveði þeir að mót­mæla sekt­inni mun lög­regla taka málið til end­ur­skoð­unar og í kjöl­farið annað hvort draga sekt­ina til baka eða láta reyna á lög­mæti hennar fyrir dóm­stól­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokki