Búið að semja reglugerð sem heimilar slit á félögum sem skila ekki ársreikningi

Fimm ár eru síðan að ákvæði var sett í lög sem heimilaði slit á þeim félögum sem skiluðu ekki ársreikningi innan 14 mánaða frá lokum reikningsárs. Það hefur aldrei verið virkt þar sem reglugerð skorti. Hún hefur nú verið lögð fram til umsagnar.

Það er ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sem samdi drögin að reglugerðinni.
Það er ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sem samdi drögin að reglugerðinni.
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið hefur birt drög að reglu­gerð í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem heim­ilar árs­reikn­inga­skrá skatts­ins að slíta félögum sem hafa ekki skilað árs­reikn­ingum 14 mán­uðum eftir að reikn­ings­ári lýk­ur. 

Ákvæði sem heim­ilar slit á félögum sem sinna ekki lög­bund­inni skila­skyldu á árs­reikn­ingum hefur verið til staðar í lögum frá árinu 2016. Kjarn­inn greindi nýverið frá því að henni hefði aldrei verið beitt, vegna þess að það ráðu­neyti sem stýrir mála­flokkn­um,, sá hluti atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins sem heyrir undir Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, hafi ekki gefið út reglu­gerð sem virkjar það. 

Því hefur ákvæðið verið dauður stafur í fimm ár og engu félagi sem virt hefur lögin um skil á árs­reikn­ingi að vettugi hefur fyrir vikið verið slit­ið. 

Drögin verða til umsagnar í sam­ráðs­gátt­inni til 20. sept­em­ber næst­kom­andi. Að óbreyttu mun reglu­gerðin taka sam­stundis gildi að þeim tíma liðnum og því ætti að vera mögu­legt að beita ákvæð­inu sam­stundis gagn­vart þeim félögum sem hafa ekki skilað inn árs­reikn­ingum fyrir árið 2019 og fyrr og strax í byrjun mars á næsta ári gagn­vart þeim sem hafa þá enn ekki skilað reikn­ingum vegna árs­ins 2020.

Hægt að sekta félög um 600 þús­und krónur

Það hefur lengi verið vanda­mál að fá íslensk félög til að skila árs­reikn­ingum inn til Skatts­ins á réttum tíma. Sam­kvæmt lögum á að skila slíkum átta mán­uðum eftir að reikn­ings­ári lýk­ur, en í flestum til­fellum rennur sá frestur út 1. sept­em­ber á ári hverju. Árið 2007 höfðu ein­ungis 15,4 pró­sent félaga í land­inu sem áttu að skila inn árs­reikn­ingi gert það á réttum tíma. 

Auglýsing
Árið 2016 voru inn­leidd í lög við­ur­lög við því að skila ekki inn árs­reikn­ingi á réttum tíma. Ann­ars vegar átti að vera hægt að sekta félög um 600 þús­und krónur ef þau skil­uðu ekki innan átta mán­aða og hins vegar átti að vera hægt að slíta þeim ef árs­reikn­ingar hefðu enn ekki borist sex mán­uðum eftir að átta mán­aða frest­ur­inn rann út, eða 14 mán­uðum eftir að reikn­ings­ári lauk. 

Fyrir flest félög er 600 þús­und króna sekt ekki erfið viður­eignar og því lá ljóst fyrir að hótun um slit á félagi myndi virka sem meiri hvati til skila en sekt­ar­greiðsl­an. 

Kjarn­inn spurði Skatt­inn að því í síð­asta mán­uði hversu oft stofn­unin hefði beitt ákvæð­inu um slit á félagi frá því að það var leitt í lög fyrir fimm árum. Í svari stofn­un­ar­innar kom fram að það hefði aldrei verið gert þar sem ákvæðið væri í raun óvirkt. Ástæð­an: ráðu­neytið sem stýrir mála­flokknum hafði aldrei sett reglu­gerð sem virkj­aði það. 

Þegar Kjarn­inn leit­aði skýr­inga hjá ráðu­neyt­inu feng­ust þau svör, í síð­ustu viku, að unnið hefði verið að gerð reglu­gerðar um nokk­urt skeið í sam­starfi við Skatt­inn og að hún væri á loka­metr­un­um. Í svör­unum sem Skatt­ur­inn sendi Kjarn­anum um málið í ágúst kom ekk­ert fram um að hann hefði unnið að gerð reglu­gerðar í sam­starfi við ráðu­neyt­ið. 

Fá frest eftir að frest­ur­inn er lið­inn

Í drög­unum sem birt voru í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í gær kemur fram að þegar 14 mán­aða frest­ur­inn er lið­inn muni árs­reikn­inga­skrá senda til­kynn­ingu til við­kom­andi félags, þar sem veittur verður fjög­urra vikna frestur til þess að skila árs­reikn­ingi eða eftir atvikum sam­stæðu­reikn­ingi sem upp­fyllir kröfur laga. Ekki verða veittir frek­ari frestir af hálfu árs­reikn­inga­skrár. 

Ef þessi loka­frestur er virtur að vettugi mun árs­reikn­inga­skrá senda hér­aðs­dómi beiðni um að félag verði tekið til skipta.

Dóm­ari mun svo meta fram­lagða kröfu og taka ákvörðun um með­ferð henn­ar. „Ef stjórn félags eða fram­kvæmda­stjóri mætir til fyrstu fyr­ir­töku getur dóm­ari orðið við beiðni félags um allt að tveggja mán­aða frest á með­ferð kröf­unn­ar[...]Ef full­nægj­andi árs­reikn­ingi og sam­stæðu­reikn­ingi ef við á, er skilað til árs­reikn­inga­skrár eftir að krafa um skipti hefur komið fram en áður en úrskurður um skipti er kveð­inn upp, aft­ur­kallar árs­reikn­inga­skrá kröfu um skipti á félagi. Skil­yrði aft­ur­köll­unar kröfu um skipti, er að félag hafi greitt allan kostnað vegna skipta, sem og álagða sekt vegna van­rækslu á réttum skilum árs­reikn­ing.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent