CCP með allt að tvöfalda endurgreiðslu frá Skattinum

Skattafrádráttur tölvuleikjafyrirtækisins CCP á síðustu tveimur árum var langt umfram lögbundinn hámarksfrádrátt á hvert fyrirtæki, þar sem CCP hefur sótt um frádrátt í gegnum tvö einkahlutafélög.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
Auglýsing

Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP fékk sam­tals 480 millj­ónir króna í skatta­frá­drátt vegna nýsköp­un­ar­verk­efna á árunum 2019 og 2020.

Frá­dráttur fyr­ir­tæk­is­ins var mun hærri en sá hámarks­frá­dráttur sem lög kveða á um að hvert fyr­ir­tæki geti fengið vegna nýsköp­un­ar­verk­efna sinna bæði árin, þar sem CCP sótti um hann í gegnum tvö einka­hluta­fé­lög, CCP ehf. og CCP Develop­ment ehf. Upp­lýs­ingar um þetta má finna á heima­síðu Skatts­ins.

Hámarks­frá­dráttur á hvert fyr­ir­tæki

Sam­kvæmt lögum sem hafa verið í gildi frá árinu 2010 eiga nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki rétt á skatta­frá­drætti. Fyr­ir­tækin geta sótt um slíkan frá­drátt hjá Rannís vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efna sinna, en stofn­unin tekur svo ákvörðun um það hvort verk­efnin upp­fylli skil­yrði um skatta­frá­drátt.

Auglýsing

Hins vegar er hámark á því hversu mik­ill slíkur frá­dráttur getur ver­ið. Í fyrra gat hann að hámarki orðið 180 millj­ónir króna, en árið 2019 nam hámarkið 90 millj­ónum króna. Hins veg­ar, þar sem CCP sótti um skatta­frá­drátt vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efna sinna í gegnum tvö félög var frá­dráttur fyr­ir­tæk­is­ins sam­tals 300 millj­ónir króna í fyrra og 180 millj­ónir króna árið 2019. Skatta­frá­dráttur CCP var því tvö­falt meiri en lög­bundið hámark á hvert fyr­ir­tæki árið 2019 og helm­ingi hærra en hámarkið árið 2020.

Telur styrk­inn eiga við hvert verk­efni

Eldar Ást­þórs­son, upp­lýs­inga­full­trúi CCP, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að þessar tvær umsóknir fyr­ir­tæk­is­ins eigi sér ein­falda útskýr­ingu, þar sem CCP vinni að tveimur rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efnum hér­lend­is. Báðar umsókn­irnar séu lagðar fram með gagn­sæjum hætti og í sam­ræmi við regl­ur, auk þess sem þær séu yfir­farnar af Rannís, sem sam­rýmir alla kostn­að­ar­liði.

Sam­kvæmt Eld­ari mætti bera þennan skatta­frá­drátt saman við styrki til kvik­mynda­geirans að ein­hverju leyti, þar sem styrkjum er úthlutað eftir verk­efnum en ekki eftir fyr­ir­tækj­um.

Líkt norska kerf­inu

Davíð Lúð­víks­son, sér­fræð­ingur hjá Rannís, segir hins vegar í sam­tali við Kjarn­ann að hámarkið sé hugsað á hvert fyr­ir­tæki. Þetta stað­festir einnig emb­ætti rík­is­skatt­stjóra í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Aðspurður um mat hans á því hvernig þetta hámark sé skil­greint, segir hann að sú ákvörðun sé fyrst og fremst í höndum lög­gjafans, svo lengi sem það rúmist innan þess heim­ild­ar­ramma sem við­kom­andi stuðn­ings­kerfi byggir á.

Sam­kvæmt Davíð er hönnun stuðn­ings­kerfa til nýsköp­unar nokkuð mis­mun­andi á milli OECD-­ríkja, en kerfið hér­lendis sé að ein­hverju leyti sam­bæri­legt því norska. Hann bætir við að mikil sam­keppni sé í gangi milli landa um að laða til sín fólk og fyr­ir­tæki í nýsköpun með skatta­legum hvöt­um. Slík stuðn­ings­kerfi innan aðild­ar­ríkja EES þurfa þó öll að fara í gegnum sam­þykkt­ar­ferli hjá ESA, sem er eft­ir­lits­stofnun EFTA-­ríkj­anna, sem hefur eft­ir­lit með að rík­is­að­stoð­ar­reglur og und­an­þágu­heim­ildir í tengslum við slík kerfi séu virtar í hverju aðild­ar­ríki EES.

Ekki van­þörf á eft­ir­liti

Rík­is­skatt­stjóri hafði ýmsar athuga­semdir við fram­kvæmd nýsköp­un­ar­styrkj­anna í umsögn sem hann skil­aði til efna­hags- og við­skipta­nefndar alþingis fyrr í ár. Sam­kvæmt umsögn­inni er ekki van­þörf á eft­ir­liti með þessum mála­flokki, þar sem almennur rekstr­ar­kostn­aður er oft tal­inn fram sem rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­ur. Að mati Skatts­ins væri því mik­il­vægt að styrkja reglu­verkið sem snýr að þessum styrkjum ef hið opin­bera hyggst auka umfang þeirra til fram­búð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent