CCP með allt að tvöfalda endurgreiðslu frá Skattinum

Skattafrádráttur tölvuleikjafyrirtækisins CCP á síðustu tveimur árum var langt umfram lögbundinn hámarksfrádrátt á hvert fyrirtæki, þar sem CCP hefur sótt um frádrátt í gegnum tvö einkahlutafélög.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
Auglýsing

Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP fékk sam­tals 480 millj­ónir króna í skatta­frá­drátt vegna nýsköp­un­ar­verk­efna á árunum 2019 og 2020.

Frá­dráttur fyr­ir­tæk­is­ins var mun hærri en sá hámarks­frá­dráttur sem lög kveða á um að hvert fyr­ir­tæki geti fengið vegna nýsköp­un­ar­verk­efna sinna bæði árin, þar sem CCP sótti um hann í gegnum tvö einka­hluta­fé­lög, CCP ehf. og CCP Develop­ment ehf. Upp­lýs­ingar um þetta má finna á heima­síðu Skatts­ins.

Hámarks­frá­dráttur á hvert fyr­ir­tæki

Sam­kvæmt lögum sem hafa verið í gildi frá árinu 2010 eiga nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki rétt á skatta­frá­drætti. Fyr­ir­tækin geta sótt um slíkan frá­drátt hjá Rannís vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efna sinna, en stofn­unin tekur svo ákvörðun um það hvort verk­efnin upp­fylli skil­yrði um skatta­frá­drátt.

Auglýsing

Hins vegar er hámark á því hversu mik­ill slíkur frá­dráttur getur ver­ið. Í fyrra gat hann að hámarki orðið 180 millj­ónir króna, en árið 2019 nam hámarkið 90 millj­ónum króna. Hins veg­ar, þar sem CCP sótti um skatta­frá­drátt vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efna sinna í gegnum tvö félög var frá­dráttur fyr­ir­tæk­is­ins sam­tals 300 millj­ónir króna í fyrra og 180 millj­ónir króna árið 2019. Skatta­frá­dráttur CCP var því tvö­falt meiri en lög­bundið hámark á hvert fyr­ir­tæki árið 2019 og helm­ingi hærra en hámarkið árið 2020.

Telur styrk­inn eiga við hvert verk­efni

Eldar Ást­þórs­son, upp­lýs­inga­full­trúi CCP, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að þessar tvær umsóknir fyr­ir­tæk­is­ins eigi sér ein­falda útskýr­ingu, þar sem CCP vinni að tveimur rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efnum hér­lend­is. Báðar umsókn­irnar séu lagðar fram með gagn­sæjum hætti og í sam­ræmi við regl­ur, auk þess sem þær séu yfir­farnar af Rannís, sem sam­rýmir alla kostn­að­ar­liði.

Sam­kvæmt Eld­ari mætti bera þennan skatta­frá­drátt saman við styrki til kvik­mynda­geirans að ein­hverju leyti, þar sem styrkjum er úthlutað eftir verk­efnum en ekki eftir fyr­ir­tækj­um.

Líkt norska kerf­inu

Davíð Lúð­víks­son, sér­fræð­ingur hjá Rannís, segir hins vegar í sam­tali við Kjarn­ann að hámarkið sé hugsað á hvert fyr­ir­tæki. Þetta stað­festir einnig emb­ætti rík­is­skatt­stjóra í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Aðspurður um mat hans á því hvernig þetta hámark sé skil­greint, segir hann að sú ákvörðun sé fyrst og fremst í höndum lög­gjafans, svo lengi sem það rúmist innan þess heim­ild­ar­ramma sem við­kom­andi stuðn­ings­kerfi byggir á.

Sam­kvæmt Davíð er hönnun stuðn­ings­kerfa til nýsköp­unar nokkuð mis­mun­andi á milli OECD-­ríkja, en kerfið hér­lendis sé að ein­hverju leyti sam­bæri­legt því norska. Hann bætir við að mikil sam­keppni sé í gangi milli landa um að laða til sín fólk og fyr­ir­tæki í nýsköpun með skatta­legum hvöt­um. Slík stuðn­ings­kerfi innan aðild­ar­ríkja EES þurfa þó öll að fara í gegnum sam­þykkt­ar­ferli hjá ESA, sem er eft­ir­lits­stofnun EFTA-­ríkj­anna, sem hefur eft­ir­lit með að rík­is­að­stoð­ar­reglur og und­an­þágu­heim­ildir í tengslum við slík kerfi séu virtar í hverju aðild­ar­ríki EES.

Ekki van­þörf á eft­ir­liti

Rík­is­skatt­stjóri hafði ýmsar athuga­semdir við fram­kvæmd nýsköp­un­ar­styrkj­anna í umsögn sem hann skil­aði til efna­hags- og við­skipta­nefndar alþingis fyrr í ár. Sam­kvæmt umsögn­inni er ekki van­þörf á eft­ir­liti með þessum mála­flokki, þar sem almennur rekstr­ar­kostn­aður er oft tal­inn fram sem rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­ur. Að mati Skatts­ins væri því mik­il­vægt að styrkja reglu­verkið sem snýr að þessum styrkjum ef hið opin­bera hyggst auka umfang þeirra til fram­búð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent