Dagur: „Þetta heitir að kunna ekki að skammast sín“

14471454313_5d118e43e8_z.jpg
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, segir á Face­book-­síðu sinni að hann geti ekki orða bund­ist, vegna gagn­rýni sem kemur fram hjá Júl­íusi Vífli Ingv­ars­syni, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á störf Jóns Gnarr, í loka­verk­efni Jóns Júl­í­usar Karls­son­ar í MPA námi við Háskóla Íslands. Nútím­inn fjall­aði um loka­verk­efnið í dag, en í því leit­að­ist Jón Júl­íus við að svara því hvort Jón Gnarr hefði í reynd verið borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur.

Í nið­ur­stöðu loka­verk­efn­is­ins kemur fram að Jón Gnarr hafi mótað emb­ættið með sínum hætti og fært völd til emb­ætt­is­manna og aukið völd þeirra, og sann­ar­lega verið borg­ar­stjóri, sam­kvæmt end­ur­sögn Nútím­ans.

Júl­íus Víf­ill segir að Jón hafi verið veikur stjórn­mála­leið­togi. „Ef ég á að líta á störf hans í heild sinni þá nátt­úru­lega skorti þann þátt þessa emb­ættis sem að lítur að stjórn borg­ar­inn­ar. […] Jón var veikur stjórn­mála­leið­togi, gerði ekki skýrar línur sem rekstr­ar­legur leið­togi þar sem emb­ætt­is­menn tóku yfir starfs­skyldur hans. Það er eng­inn sem tekur á rekstr­inum á þessum tíma. … Slík stjórn­un, eins og var á síð­asta kjör­tíma­bili, gengur auð­vitað ekki upp.“

Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir á Face­book síðu sinni að þessi gagn­rýni Júl­í­usar komi úr hörð­ustu átt, og að hann kunni ekki að skamm­ast sín. Hann segir Jón hafa verið afburða­góðan borg­ar­stjóra.

„Get ekki orða bund­ist. Eftir kjör­tíma­bil þar sem fyrri meiri­hluti þurfti að taka á honum stóra sínum við að reisa Orku­veitu Reykja­víkur og fjár­mál borg­ar­innar úr rúst­um, þá leyfir Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son borg­ar­full­trúi Sjá­fltæð­is­flokks­ins sér að velja þáver­andi borg­ar­stjóra, Jón Gnarr, þessa ein­kunn."Þarna var hann kom­inn á stað sem að krafð­ist ein­beit­ingar og setja sig inn í störf sem snér­ust ekki beint um hann sjálfan heldur um hag ann­arra. Ég held að það hafi reynst honum of flókið að gera það, segir hann." Þetta heitir að kunna ekki að skamm­ast sín. Jón Gnarr er einn magn­að­ist maður sem ég hef kynn­st, með skarpara inn­sæi og meiri gáfur en fólk flest Hann er frá­bær mann­eskja og var afburða­góður borg­ar­stjóri.“

 

 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None