Deilur innan Viðreisnar vegna ályktunar um að hætta skerðingum og hækka bætur

Á landsþingi Viðreisnar var samþykkt ályktun um að skerðingum verði hætt og lífeyrir hækkaður. Þungavigtarfólk innan flokksins gagnrýnir ályktunina harðlega og segja hana óábyrga. Formaðurinn segir að það verði að skoða hana í samhengi við grunnstefnu.

Landsþing Viðreisnar fór ffram með rafrænum hætti um síðustu helgi. Þar var samþykkt málefnaskrá og stjórnmálaályktun fyrir komandi kosningar.
Landsþing Viðreisnar fór ffram með rafrænum hætti um síðustu helgi. Þar var samþykkt málefnaskrá og stjórnmálaályktun fyrir komandi kosningar.
Auglýsing

Ályktun sem heil­brigð­is- og eft­ir­lits­nefnd Við­reisnar sam­þykkti á nýliðnu lands­þingi flokks­ins, og felur í sér að eng­inn líf­eyr­is­þegi almanna­trygg­inga fái lægri heild­ar­tekjur en sem nemur lág­marks­laun­um, að líf­eyr­is­kerfi almanna­trygg­inga skal ein­faldað og skerð­ingum hætt, hefur valdið deilum innan flokks­ins. 

Þunga­vigt­ar­fólk innan Við­reisnar hefur sagt álykt­un­ina í and­stöðu við grunn­stefnu Við­reisnar um ábyrgð í rík­is­fjár­málum þar sem fullt afnám skerð­inga og hækkun á líf­eyri myndi kosta rík­is­sjóð 100-120 millj­arða króna á ári. Fyrr­ver­andi vara­for­maður Við­reisnar sagði í umræðum í lok­uðum umræðu­hópi flokks­manna að í hans huga liggi „hér trú­verð­ug­leiki flokks­ins und­ir.“

Orð­rétt er álykt­unin eft­ir­far­andi: „Við­reisn leggur áherslu á að fólk eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði ein­fald­ari og sveigj­an­legri. Eng­inn líf­eyr­is­þegi almanna­trygg­inga fái lægri heild­ar­tekjur en sem nemur lág­marks­laun­um. Líf­eyr­is­kerfi almanna­trygg­inga skal ein­faldað og skerð­ingum hætt.“

Auglýsing
Þorgerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að það eigi ekki að túlka álykt­un­ina þannig að til standi að afnema allar skerð­ingar með til­heyr­andi kostn­aði. „Ég túlka þetta þannig að við erum lýð­ræð­is­legur flokkur sem er að stækka og ýmis sjón­ar­mið og áherslur eru að koma fram. Það er ekki hægt að taka eina ályktun út fyrir sviga heldur verður að lesa aðrar álykt­anir og grunn­stefnu flokks­ins. Það verður ekki í sundur slit­ið. Það er alveg ljóst að skýr­ustu skila­boð okkar eru þau að við verðum að sýna ábyrgð í rekstri rík­is­sjóðs. Það er stærsta og erf­ið­asta verk­efni næstu rík­is­stjórn­ar. Það er úti­lokað á minni vakt að við förum fram með kosn­inga­lof­orð án inn­stæðu sem munu til lengri tíma sliga rík­is­sjóðs.“

Hún segir að á hinn bóg­inn megi benda á að Við­reisn hafi farið fram með slag­orð­ið: hægri hag­stjórn, vinstri vel­ferð, fyrir kosn­ing­arnar 2016 og 2017. Þor­gerður Katrín segir að hún taki þessa ályktun sem sam­þykkt var á lands­þing­inu sem skýr skila­boð til for­ystu flokks­ins um að afnema ein­hverjar skerð­ingar og gera kerfin rétt­lát­ari og ein­fald­ari. „Vissu­lega er þetta skýrt ákall um að það þurfi að taka á skerð­ing­um.“

Sagt óhemju­dýrt og rang­látt

Miklar umræður hafa spunn­ist um álykt­un­ina um að skerð­ingum verði hætt, sem sam­þykkt var á lands­þingi flokks­ins, á lok­uðu Face­book-um­ræðu­svæði Við­reisn­ar. Kjarn­inn hefur undir höndum ýmis ummæli fólks sem hefur verið áhrifa­mikið í starfi flokks­ins þar sem álykt­unin er harð­lega gagn­rýnd. 

Umræðan hófst þegar Haukur Egg­erts­son, með­limur í Við­reisn sem starfar hjá Trygg­inga­stofn­un, setti inn­legg inn á lokað vef­svæði Við­reisnar á Face­book á sunnu­dag. Þar sagð­ist hann telja að heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­nefnd flokks­ins hefði gert mis­tök með lands­fund­ar­á­lykt­un­inni um að hætta skerð­ingum og hækka bætur innan félags­lega kerf­is­ins veu­lega.

Haukur sagði þrennt aðal­lega orka tví­mælis við sam­þykkt­ina: hún væri rang­lát, gengi gegn grunn­stefnu Við­reisnar og væri óhemju­dýr. 

Hann sagði að trú­verð­ug­leiki Við­reisnar sem ábyrgs flokks væri í húfi, enda hefði flokk­ur­inn talað fyrir „að­haldi í rík­is­fjár­mál­um, gegn þarf­lausri útþenslu bákns­ins og nauð­syn þess að láta hags­muna­sam­tök ekki leika lausum  hala á kostnað almenn­ings.“

Innlegg Þorsteins Pálssonar.

Einn þetta sem leggur orð í belg er Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, for­sæt­is­ráð­herra og nú áhrifa­maður í Við­reisn. Hann skrif­aði að eitt væri að draga úr skerð­ingum svo þær virki ekki í jafn ríkum mæli sem hem­ill á atvinnu­þátt­töku. „Annað er að afnema allar skerð­ingar og hækka skatta til auka við líf­eyri þeirra sem hafa við­un­andi eft­ir­laun frá líf­eyr­is­sjóð­um. Það er hvorki rétt­látt né skyn­sam­leg­t.“

„Þetta er stór­slys“

Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi vara­for­maður og þing­maður Við­reisn­ar, sagði í inn­leggi sem birt­ist á mánu­dag að nýja stefnan fæli í sér, var­lega áætl­að, yfir 100 millj­arða króna kostnað fyrir rík­is­sjóð á ári. „Að bæta stöðu aldr­aðra ein­stak­linga með lágar tekjur er mik­il­vægt enda er þar hópur fólks sem býr við sára fátækt. Það er hins vegar rétt að hafa í huga að í hópi aldr­aðra er einnig að finna mjög vel stætt fólk sem ekki þarf á fram­færslu frá hinu opin­bera að halda. Af 50 þús­und elli­líf­eyr­is­þegum í dag eru aðeins um 1.500 sem aðeins fá greiðslur frá Trygg­inga­stofnun en 35 þús­und með bland­aðar greiðslur og 12.500 aðeins með greiðslur frá líf­eyr­is­sjóð­um, þ.e. tekjur þeirra hafa skert opin­beran elli­líf­eyri að fullu. Það sýnir best hvað almenn hækkun fjár­hæða og afnám skerð­inga er ómark­viss og dýr leið til að bæta kjör hinna verst stödd­u.“

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður og varaformaður Viðreisnar, gagnrýndi ályktunina harðlega.

Þor­steinn spurði hvernig það mætti vera að flokkur sem gagn­rýndi harð­lega aðra flokka fyrir fjórum árum fyrir slíka stefnu og fyrir að greina ekki frá kostn­aði við slíka breyt­ingu, hefði nú tekið slíka stefnu upp á sína arma? Í mínum huga liggur hér trú­verð­ug­leiki flokks­ins und­ir.“

Þorsteinn Víglundsson kallaði ályktunina „stórslys sem flokkur sem hefur ábyrgð í ríkisfjármálum að leiðarljósi getur ekki haft á stefnuskrá sinni.“

Síðar segir hann að í til­lög­unni felist grund­vall­ar­breyt­ing á stefnu Við­reisnar og upp­taka á tvö­földu líf­eyr­is­kerfi. „Breyt­ing sem þessi felur í sér gríð­ar­lega aukn­ingu rík­is­út­gjalda. Þetta er stór­slys og flokkur sem hefur ábyrgð í rík­is­fjár­málum að leið­ar­ljósi getur ekki haft slíkt á stefnu­skrá sinni. Hvers vegna ætti ein­stak­lingur með háar tekjur af eigin líf­eyr­is­sparn­aði að fá óskertan líf­eyri frá rík­inu því til við­bót­ar?“

Nær ekki yfir allt

Guð­brandur Ein­ars­son, odd­viti Við­reisnar í Suð­ur­kjör­dæmi, er sá sem lagði fram breyt­ing­ar­til­lög­una við álykt­un­ina um afnám skerð­inga og hækkun bóta sem var sam­þykkt á lands­þing­inu.

Innlegg Guðbrands Einarssonar.

Hann sagði í umræðum um málið á lok­uðu svæði Við­reisnar á Face­book að til­gang­ur­inn hafi fyrst og fremst verið sá að „ná ein­hverri sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um upp­haf­lega text­ann sem fjall­aði um skerð­ingar vegna launa­tekna og síðan til­lögu um veru­lega hækkun á skerð­ing­ar­mörkum vegna greiðslna úr líf­eyr­is­sjóð­um. „Kom­andi úr verka­lýðs­hreyf­ing­unni fagna ég því að nið­ur­staðan hafi orðið þessi þ.e. upp­runi tekna skipti ekki máli.“

Síðar í sama inn­leggi seg­ist Guð­brandur ekki hafa setið í heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­nefnd og ekki hafa tekið þátt í að móta álykt­un­ina sem slíka. „Ég er hins vegar sáttur við hana en hún nær að sjálf­sögðu ekki yfir allt sem við höfum að segja í heil­brigðis og vel­ferð­ar­mál­um. Ég hef heldur ekki kostn­að­ar­töl­una á hreinu en vil benda á að við eigum að nota skatt­kerfið til að afla tekna og tekju­jafna en ekki milli­færslu­kerf­in. Og ef það er ein­hver vilji til að horfa til fátæku kon­unnar með börnin þá er skatt­kerfið leið­in.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent