Deutsche Bank: Peningar fjárfesta streyma út úr gríska hagkerfinu

h_51805363-1.jpg
Auglýsing

Eig­endur fjár­magns sem verið hefur í gríska hag­kerf­inu virð­ast nú reyna allt sem þeir geta til að koma fjár­magn­ingu ann­að. Hvert skiptir ekki öllu máli, bara að það sé ekki í Grikk­landi. Á síð­ustu sex mán­uðum hefur fjár­fest­ing, inn­lán og annað slíkt í eigu fjár­festa dreg­ist saman um 25 pró­sent af lands­fram­leiðslu Grikk­lands. Frá febr­ú­ar­mán­uði 2015 hefur um 51 millj­arður dala, rúm­leg 6.700 millj­arðar íslenskra króna, af fjár­magni í eigu einka­að­ila flúið gríska hag­kerf­ið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minn­is­blaði frá grein­ing­ar­að­ilum þýska stór­bank­ans Deutsche Bank sem sent var á valda við­skipta­vini hans í gær. Business Insider greinir frá.

Það eru ekki bara útlend­ingar sem eru að flýja með pen­ing­anna sína frá Grikk­landi. Inn­lendir fjár­festar eru að gera það líka, tæpur helm­ingur þess fjár­magns sem hefur farið út úr hag­kerf­inu var í eigu grískra fjár­festa.

Til að setja þann mikla flótta fjár­magns sem átt hefur sér stað í Grikk­landi síð­asta hálfa árið í sam­hengi  er hægt að bera stöð­una þar saman við önnur lönd Evr­ópu sem hafa upp­lifað miklar fjár­hags­legar þreng­ing­ar. Sam­dráttur fjár­fest­inga, inn­lána og ann­arra slíkra, eigna verið rétt yfir sex pró­sent af lands­fram­leiðslu á Ital­íu, undir fimm pró­sent á Spáni og hefur auk­ist um tæp fimm pró­sent í Portú­gal.

Auglýsing

Vand­ræði með að mæta gjald­dögum



Rótt­tæki vinstri­flokk­ur­inn Syr­iza vann stór­sigur í grísku þing­kosn­ing­unum í jan­úar síð­ast­liðn­um, meðal ann­ars á grund­velli lof­orða um að hætta að starfa eftir rík­is­fjár­mála­á­ætl­unum í sam­starfi við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn og Evr­ópu­sam­band­ið.

Það hefur hins vegar gengið illa hjá Grikkjum að ná sínu fram í við­ræðum við þessa aðila og samn­inga­við­ræður um aukin neyð­ar­lán, sem eru rík­inu nauð­syn­leg, hafa að mestu farið fram á for­sendum lán­veit­end­anna, ekki Grikkja. Nokkrum sinnum hefur stefnt í að Grikkir myndu ekki ná að mæta stórum gjald­dögum á lánum sem þegar var búið að veita rík­inu, en því hefur alltaf verið afstýrt á síð­ustu stundu.

Undir lok apríl lof­aði for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, Alexis Tsipras, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um skulda­sam­komu­lag við Evr­ópu­sam­bandið ef það yrði ekki í sam­ræmi við kosn­ing­ar­lof­orð Syr­iza.

Grikkir hafa mætt tveimur stórum gjald­dögum í þessum mán­uði og komu mörgum mark­aðs­að­ilum á óvart með því að greiða Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum 770 millj­ónir evra síð­ast­lið­inn þriðju­dag. Margir þeirra höfðu búist við að slík upp­hæð væri ein­fald­lega ekki til í gríska rík­is­kass­an­um. Fleiri gjald­dagar eru hins vegar framund­an.

Stjórn­endur og almenn­ingur vilja Grikki út úr evr­unni



Veg­ferð grískra stjórn­valda um skulda­eft­ir­gjöf og nýja samn­inga um lána­kjör er ekki vin­sæl hjá almenn­ingi í stærstu löndum evru­svæð­is­ins. Sér­stak­lega ekki í því stærsta, Þýska­landi.

Fyrr í þessum mán­uði gerði þýska við­skipta­blaðið Hand­el­blatt könnun á meðal stjórn­enda helstu fyr­ir­tækja í land­inu um hvort Grikkir ættu að yfir­gefa evr­una.

Í henni kom í ljos að 44 pró­sent þeirra 673 stjórn­enda þýskra fyr­ir­tækja sem spurðir voru um málið vildu að Grikkir hefðu frum­kvæði að því að hætta með evru sem gjald­mið­il.

Átta af hverjum tíu þýskum stjórn­endum telja að ef Grikkir myndu yfir­gefa evr­una þá myndi það ekki hafa nei­kvæð áhrif á önnur ríki sem eru hluti af mynt­sam­starf­inu og minna en fimmt­ungur aðspurðra hafði áhyggjur af efna­hags­legri keðju­verkun þess.

Það eru ekki bara fyr­ir­tækin í Þýska­landi sem hafa þá skoðun að Grikkir ættu að yfir­gefa mynt­sam­starf­ið. Í könnun sem fram­kvæmd var í mars kom í ljós að rúmur helm­ingur almenn­ings er á þeirri skoðun líka.

Í Grikk­landi er staðan hins vegar allt önn­ur. Þar vill meiri­hluti lands­manna vera áfram hluti af evru­svæð­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None