Donald Trump hótar sjálfstæðu framboði

h_52009318-1.jpg
Auglýsing

Auð­kýf­ing­ur­inn og ólík­inda­tólið Don­ald Trump úti­lokar ekki að bjóða sig fram án aðkomu Repúblíkana­flokks­ins, njóti hann ekki sann­gjarnar með­ferðar í for­kosn­inga­bar­áttu repúblik­ana til for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum 2016. Þannig gæti far­ið, hljóti Trump ekki útnefn­ingu í for­vali repúblikana, að hann bjóði sig engu að síður fram til for­seta Banda­ríkj­anna, gegn fram­bjóð­anda Demókra­ta­flokks­ins og fram­bjóð­anda Repúblikana­flokks­ins.

Að mati Trumps hefur fram­kvæmda­stjórn Repúblikana­flokks­ins ekki sýnt fram­boði hans mik­inn stuðn­ing til þessa. Við­tök­urnar hafi verið aðrar en þegar hann hefur lagt flokknum til stuðn­ingsfé í gegnum tíð­ina.

Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað um mögu­legt fram­boð Trumps á eigin veg­um, meðal ann­ars Polit­ico og Business Insider. Blaða­maður Business Insider segir að sjálf­stætt fram­boð hans gæti reynst martröð fyrir Repúblikana­flokk­inn, þar sem Trump myndi sækja fylgi sitt í raðir sömu kjós­enda.

Auglýsing

Kosn­inga­bar­átta Trumps hefur á köflum verið lyg­inni lík­ust. Hann hefur ráð­ist harka­lega að virtum flokks­fé­lög­um, meðal ann­ars John McCain fyrrum for­seta­efni flokks­ins, og látið afar gagn­rýni­verð ummæli falla um inn­flytj­endur í Banda­ríkj­un­um. En þótt margir hristi haus­inn yfir illa ígrund­uðum ummælum hans þá fellur póli­tísk sýn hans vel í kramið hjá mörgum Banda­ríkja­mönn­um. Í könn­unum mælist hann lang­vin­sæl­asti fram­bjóð­and­inn í for­vali Repúblikana­flokks­ins, en alls eru sextán í fram­boði.

Miklar vin­sældir og sýni­leiki Trumps hafa valdið öðrum fram­boðum nokkrum áhyggj­um, ekki síst vegna þess að með miklum látum þá stýrir Trump í raun kosn­inga­bar­átt­unni. Á sama tíma og margir Repúblikanar vilja ráð­ast að fram­boði Trumps, þá eru aðrir sem telja það óráð. Í nýlegri grein NY Times er fjallað um stöð­una og bent á að ef Trump verður hrak­inn burt þá aukast lík­urnar á sjálf­stæðu fram­boði hans.

Til marks um að varla líði sá dagur án þess að Trump vekji á sér athygli, þá lét hann And­er­son Cooper, frétta­mann CNN, heyra það í við­tali sem birt var í gær, mið­viku­dag. „Ég get sagt þér að fólk treystir þér ekki og það treysta ekki fjöl­miðl­u­m,“ sagði Trump, sak­aði fjöl­miðla um að vera óheið­ar­legir og Cooper sér­stak­lega um að spyrja sig ein­göngu um nei­kvæða hluti.

Við­talið má sjá hér að neð­an.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None