Einn eigenda Austurs heimtar að Borgun hætti að þjónusta staðinn

16608353029_05c4736361_c.jpg
Auglýsing

Kamran Keivanlou, sem á helmningshlut í einkahlutafélaginu 101 Austurstræti, sem er rekstraraðili og leyfishafi skemmtistaðarins Austur, krefst þess að kortafyrirtækið Borgun hætti viðskiptum við félagið Austurstræti 5, þar sem núverandi rekstur skemmtistaðarins sé ekki í samræmi við útgefið rekstrarleyfi.

Eins og Kjarninn hefur greint ítarlega frá standa yfir miklar deilur á milli tveggja eigendahópa 101 Austurstrætis ehf., annars vegar félagsins Alfacom Trading, sem er í eigu áðurnefnds Kamran Keivanlou, og fjölmiðla- og athafnamannsins Ásgeirs Kolbeinssonar og félags í eigu Styrmis Þór Bragasonar hins vegar.

Austur logar í illdeilum


Ásgeir og Styrmir hafa stefnt Alfacom vegna vanefnda á samningi um kaup á 101 Austurstræti, og félagið hefur set fram gagnstefnu þar sem krafist er riftunar á kaupssamningi. Þá hefur Kamran Keivanlou kært Ásgeir Kolbeinsson og fjármálastjóra skemmtistaðarins til lögreglu og sérstaks saksóknara fyrir fjárdrátt og önnuf meint fjármálamisferli. Ásgeir hefur sömuleiðis kært Kamran fyrir hótanir í sinn garð og fjölskyldu sinnar. Hljóðupptaka af meintum hótunum hefur verið afhent lögreglu, en Kamran vísar ásökunum á bug og neitar að hann sé á upptökunni.

Deilur eigendanna urðu til þess að Íslandsbanki sagði upp bankaviðskiptum við 101 Austurstræti og þá sagði Borgun sömuleiðis upp þjónustusamningi við félagið. Félagið Austurstræti 5 hefur hins vegar gert saming við kortafyrirtækið og tekur við greiðslum vegna reksturs Austurs.

Sýslumaður veitti viðvörun


Sýslumaðurinn í Reykjavík veitti forsvarsmönnum Austurs viðvörun í síðustu viku, þar sem félagið Austurstræti 5 hafi ekki tilskylin leyfi fyrir rekstri skemmtistaðarins. Í bréfi Alfacoms til Borgunar er vísað í formlegt bréf frá sýslumanni þessa efnis. Forsvarsmaður Alfacom hefur krafist þess að lögregla loki skemmtistaðnum, á meðan deilur um kaupsamning og meint lögbrot standa yfir.

Auglýsing

Í svari Borgunar við kröfu Alfacom þann 4. febrúar síðastliðinn taldi kortafyrirtækið sig ekki geta orðið við kröfu félagsins, og vísaði meðal annars til þess að ekki lægju fyrir nægjanleg gögn til stuðnings kröfugerðinni.

 

Alfacom ítrekaði kröfu sína við Borgun bréfleiðis á föstudaginn, og hefur sent Fjármálaeftirlitinu erindi vegna málsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None