Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis

Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.

Plasthaugur
Auglýsing

Heild­ar­magn umbúða­úr­gangs hér á landi nam rúmum 53,7 þús­und tonnum árið 2019, sem sam­svarar um 151 kílói af umbúðum á hvern ein­stak­ling á árinu. Alls voru 25,4 þús­und tonn af umbúða­úr­gangi send til úrvinnslu og því nam end­ur­vinnslu­hlut­fall 47,3 pró­sentum árið 2019. Hlutafllið lækkar á milli ára en það var 51 pró­sent árið 2018. Þetta kemur fram í tölum frá Hag­stofu Íslands.

Á vef Hag­stof­unnar segir að að með umbúða­úr­gangi sé átt við hvers konar papp­írs- og pappa­um­búð­ir, sem og plast-, við­ar-, gler- og málm­um­búðir sem ber úrvinnslu­gjald sem hægt er að end­ur­heimta ef umbúðum er skilað til end­ur­vinnslu. „Efni telst end­ur­unnið þegar það er mót­tekið af við­ur­kenndum end­ur­vinnslu­að­ila. Til­fallandi umbúð­ar­úr­gangur er áætl­aður út frá meðal inn­flutn­ingi umbúða síð­ustu þriggja ára,“ segir í grein Hag­stof­unn­ar.

Auglýsing

Mjög lítið end­ur­unnið hér inn­an­lands

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru 528 tonn end­urunnin eða end­ur­nýtt hér á landi en afgang­ur­inn, tæp 25 þús­und tonn, fluttur til end­ur­vinnslu erlend­is. End­ur­vinnsla inn­an­lands dregst tölu­vert saman á milli ára en 855 tonn voru end­urunnin eða end­ur­nýtt inn­an­lands árið 2018.

Mest fellur til af papp­írs- og pappa­um­búðum hér á landi, alls rétt rúm­lega 21 þús­und tonn. Það eru rúm­lega 39 pró­sent af heild­ar­þunga umbúða­úr­gangs sem fellur til hér­lend­is. End­ur­vinnslu­hlut­fall slíkra umbúða var 83 pró­sent árið 2019 sem er til­tölu­lega hátt í sam­an­burði við hina flokk­ana.

Magn umbúðaúrgangs sem til fellur hér á landi hefur aukist á undanförnum árum. Mynd: Hagstofa Íslands

Til sam­an­burðar skil­aði ein­ungis um fjórð­ungur plast­um­búða sér til end­ur­vinnslu eða um 4.406 tonn af þeim 17.492 tonnum sem til féllu af plast­úr­gangi á árinu 2019. End­ur­vinnslu­hlut­fall plast­um­búða minnkar á milli ára en það var rúm 29 pró­sent árið 2018.

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar fór öll end­ur­vinnsla fram erlendis á þeim papp­írs- og pappa­um­búðum sem til féllu hér­lend­is. Um 172 tonn af plast­um­búðum voru end­urunnin hér inn­an­lands en 4234 tonn voru end­urunnin erlend­is.

En hvað verður um það sem skilar sér í end­ur­vinnslu?

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Sorpu eru örlög umbúða sem rata í end­ur­vinnslu ólík. Plast sem kemur til Sorpu er pressað og baggað áður en það er flutt til Sví­þjóðar þar sem það er flokkað eftir teg­und­um. „Plast­teg­und­irnar PET, LDPE, HDPE og PP (oft­ast merkt með núm­er­unum 1, 2, 4 og 5 í end­ur­vinnslu­þrí­hyrn­ingi) fara til end­ur­vinnslu. Einnig sam­sett filma úr PP/PE. Plast af öðrum teg­und­um, s.s. PVC, PS og EPS og umbúðir sem eru laminer­að­ar, svartar eða sam­settar úr fleiri en einni teg­und plasts eru aðeins hæfar til orku­vinnslu þegar þær koma í bland við aðrar plast­teg­und­ir. Þær nýt­ast þá til varma- og raf­magns­fram­leiðslu í Sví­þjóð,“ segir á vef Sorpu.

Fyrsta skref fyrir papp­írs- og pappa­um­búðir er það sama og plast­s­ins, það er pressað og baggað til þess að draga úr rúm­máli. Síðan er papp­inn fluttur til Sví­þjóðar þar sem hann er flokk­aður enn frek­ar. Úr end­urunnum sléttum pappa er til dæmis hægt að fram­leiða karton sem notað er í nýjar umbúðir en úr end­urunnum bylgju­pappa er fram­leiddur nýr bylgju­pappi.

Glerið er aftur á móti malað og það má nota sem fyll­ing­ar­efni við fram­kvæmdir og nýt­ist þá með svip­uðum hætti á möl. „Þannig má draga úr námu­greftri og áhrifum slíkra fram­kvæmda á umhverf­ið, auk þess sem dregið er úr kostn­að­i,“ segir á vef Sorpu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent