Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis

Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.

Plasthaugur
Auglýsing

Heild­ar­magn umbúða­úr­gangs hér á landi nam rúmum 53,7 þús­und tonnum árið 2019, sem sam­svarar um 151 kílói af umbúðum á hvern ein­stak­ling á árinu. Alls voru 25,4 þús­und tonn af umbúða­úr­gangi send til úrvinnslu og því nam end­ur­vinnslu­hlut­fall 47,3 pró­sentum árið 2019. Hlutafllið lækkar á milli ára en það var 51 pró­sent árið 2018. Þetta kemur fram í tölum frá Hag­stofu Íslands.

Á vef Hag­stof­unnar segir að að með umbúða­úr­gangi sé átt við hvers konar papp­írs- og pappa­um­búð­ir, sem og plast-, við­ar-, gler- og málm­um­búðir sem ber úrvinnslu­gjald sem hægt er að end­ur­heimta ef umbúðum er skilað til end­ur­vinnslu. „Efni telst end­ur­unnið þegar það er mót­tekið af við­ur­kenndum end­ur­vinnslu­að­ila. Til­fallandi umbúð­ar­úr­gangur er áætl­aður út frá meðal inn­flutn­ingi umbúða síð­ustu þriggja ára,“ segir í grein Hag­stof­unn­ar.

Auglýsing

Mjög lítið end­ur­unnið hér inn­an­lands

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru 528 tonn end­urunnin eða end­ur­nýtt hér á landi en afgang­ur­inn, tæp 25 þús­und tonn, fluttur til end­ur­vinnslu erlend­is. End­ur­vinnsla inn­an­lands dregst tölu­vert saman á milli ára en 855 tonn voru end­urunnin eða end­ur­nýtt inn­an­lands árið 2018.

Mest fellur til af papp­írs- og pappa­um­búðum hér á landi, alls rétt rúm­lega 21 þús­und tonn. Það eru rúm­lega 39 pró­sent af heild­ar­þunga umbúða­úr­gangs sem fellur til hér­lend­is. End­ur­vinnslu­hlut­fall slíkra umbúða var 83 pró­sent árið 2019 sem er til­tölu­lega hátt í sam­an­burði við hina flokk­ana.

Magn umbúðaúrgangs sem til fellur hér á landi hefur aukist á undanförnum árum. Mynd: Hagstofa Íslands

Til sam­an­burðar skil­aði ein­ungis um fjórð­ungur plast­um­búða sér til end­ur­vinnslu eða um 4.406 tonn af þeim 17.492 tonnum sem til féllu af plast­úr­gangi á árinu 2019. End­ur­vinnslu­hlut­fall plast­um­búða minnkar á milli ára en það var rúm 29 pró­sent árið 2018.

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar fór öll end­ur­vinnsla fram erlendis á þeim papp­írs- og pappa­um­búðum sem til féllu hér­lend­is. Um 172 tonn af plast­um­búðum voru end­urunnin hér inn­an­lands en 4234 tonn voru end­urunnin erlend­is.

En hvað verður um það sem skilar sér í end­ur­vinnslu?

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Sorpu eru örlög umbúða sem rata í end­ur­vinnslu ólík. Plast sem kemur til Sorpu er pressað og baggað áður en það er flutt til Sví­þjóðar þar sem það er flokkað eftir teg­und­um. „Plast­teg­und­irnar PET, LDPE, HDPE og PP (oft­ast merkt með núm­er­unum 1, 2, 4 og 5 í end­ur­vinnslu­þrí­hyrn­ingi) fara til end­ur­vinnslu. Einnig sam­sett filma úr PP/PE. Plast af öðrum teg­und­um, s.s. PVC, PS og EPS og umbúðir sem eru laminer­að­ar, svartar eða sam­settar úr fleiri en einni teg­und plasts eru aðeins hæfar til orku­vinnslu þegar þær koma í bland við aðrar plast­teg­und­ir. Þær nýt­ast þá til varma- og raf­magns­fram­leiðslu í Sví­þjóð,“ segir á vef Sorpu.

Fyrsta skref fyrir papp­írs- og pappa­um­búðir er það sama og plast­s­ins, það er pressað og baggað til þess að draga úr rúm­máli. Síðan er papp­inn fluttur til Sví­þjóðar þar sem hann er flokk­aður enn frek­ar. Úr end­urunnum sléttum pappa er til dæmis hægt að fram­leiða karton sem notað er í nýjar umbúðir en úr end­urunnum bylgju­pappa er fram­leiddur nýr bylgju­pappi.

Glerið er aftur á móti malað og það má nota sem fyll­ing­ar­efni við fram­kvæmdir og nýt­ist þá með svip­uðum hætti á möl. „Þannig má draga úr námu­greftri og áhrifum slíkra fram­kvæmda á umhverf­ið, auk þess sem dregið er úr kostn­að­i,“ segir á vef Sorpu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent