Enn bólar ekkert á ársreikningi félagsins sem hélt utan um Namibíustarfsemina

Átta mánuðum eftir að Samherji Holding átti að skila inn ársreikningi til íslenskra yfirvalda þá hefur hann ekki borist. Félagið heldur utan um erlenda starfsemi samstæðunnar, meðal annars þann hluta sem er til rannsóknar í Namibíu.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Samherji Holding ehf., sá hluti samstæðu Samherja sem heldur utan um erlenda starfsemi, hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2019 þrátt fyrir að tæpir átta mánuðir séu síðan að lögbundinn frestur til að skila slíkum inn til ársreikningaskrár rann út. Samkvæmt lögum eiga öll félög að skila inn ársreikningum fyrir 31. ágúst á hverju ári. 

Hinn hluti samstæðunnar, Samherji hf. sem heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og í Færeyjum, skilaði sínum ársreikningi í byrjun október í fyrra. Sá hluti átti eigið fé upp á 63 milljarða króna. 

Samherji Holding átti eigið fé upp á rúma 58 milljarða króna á núvirði í lok árs 2018, síðasta ársins sem félagið hefur skilað ársreikningi fyrir.

Samanlagt eigið fé Samherjasamstæðunnar, sem er í eigu tveggja fjölskyldna að nær öllu leyti, er því að minnsta kosti um 120 milljarðar króna, og líkast til meira.

Sé ársreikningi ekki skilað á að sekta félög vegna vanskila á ársreikningi til ársreikningaskrár.

Verður skilað þegar hann er tilbúinn

Kjarninn spurðist fyrir um ástæður þess að tafir höfðu verið að skilum á ársreikningi Samherja Holding hjá félaginu í byrjun árs. Sú fyrirspurn var send á Margréti Ólafsdóttur, aðstoðarkonu forstjóra félagsins, og Björgólf Jóhannsson, sem þá var annar forstjóra þess ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni. Björgólfur lét af störfum sem forstjóri í febrúarmánuði og hefur Þorsteinn Már haldið einn um forstjórataumanna síðan þá, líkt og hann gerði áður en Björgólfur kom til starfa síðla árs 2019.

Í svari Samherja, sem barst 7, janúar 2021, sagði að enn væri unnið að gerð ársreiknings fyrir Samherja Holding, og að sú vinna hefði tafist af ýmsum ástæðum. „Það eru ákveðnar og skýrar reglur um það þegar ársreikningum er ekki skilað á tilætluðum tíma. Frestur á skilum ársreikninga hlutafélaga var framlengdur til byrjun október 2020 fyrir öll hlutafélög. Ársreikningi 2019 fyrir Samherja Holding ehf. verður skilað þegar hann er tilbúinn, sem verður innan ekki langs tíma.“

Auglýsing
Samherji Holding skilaði ársreikningi sínum fyrir árið 2018 inn til ársreikningaskrár fyrir lok ágústmánaðar 2019. Það hefur aldrei gerst síðan að félagið var stofnað, árið 2012, að ársreikningi þess hafi ekki verið skilað innan rúmlega ellefu mánaða frá því að uppgjörsári lauk, þar til nú. 

Samherji Holding er að uppistöðu í eigu Þorsteins Más, Helgu S. Guðmundsdóttur fyrrverandi eiginkonu hans, og Kristjáns Vilhelmssonar. Inni í þeim hluta starfseminnar erueignarhlutir Sam­herja í dótt­­ur­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­fest­inga­­fé­lagi á Ísland­i. Þar eru þó einnig íslenskir hagsmunir, meðal annars 27,36 prósent hlutur í Eimskip. Í byrjun árs 2021 var greint frá því að Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más, hafi verið falið að leiða útgerðarstarfsemi Samherja í Evrópu, sem fer fram í gegnum Samherja Holding. 

Inni í þeim hluta er líka fjár­fest­inga­fé­lagið Sæból, sem hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­ur­fé­lög, Esju Shipping Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­festi á Kýp­ur. Þau félög héldu meðal ann­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­íu, þar sem sam­stæðan og stjórn­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­ast yfir ódýran kvóta. 

Saksóknari með gögnin frá KPMG

KPMG var endurskoðandi Samherja Holding árum saman, og raunar Samherjasamstæðunnar allrar. Í fyrrahaust var greint frá því að Samherji hefði ákveðið að skipta um endurskoðunarfyrirtæki og fara með viðskipti sín til BDO ehf., lítt þekkts endurskoðunarfyrirtækis. Stundin fjallaði um þessi vistaskipti í lok október og byrjun nóvember í fyrra. 

Kjarninn greindi frá því í byrjun febrúar 2021 að KPMG hafi verið gert að láta emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara í té upp­lýs­ingar og gögn varð­andi bók­hald og reikn­ings­skil allra félaga Sam­herj­a­sam­stæð­unnar á árunum 2011 til 2020. Einnig þarf fyr­ir­tækið að láta hér­aðs­sak­sókn­ara hafa upp­lýs­ingar og gögn sem varða eina til­tekna skýrslu sem KPMG vann um starf­semi Sam­herja á árunum 2013 og 2014. 

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur kvað upp úrskurð sinn um þetta í byrjun des­em­ber. Dóm­ur­inn féllst á kröfur hér­aðs­sak­sókn­ara um að KPMG yrði skyldað til að láta gögnin af hendi og núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­mönnum félags­ins yrði sömu­leiðis gert skylt að veita emb­ætt­inu þær upp­lýs­ingar sem þeir búa yfir.

Stjórnendur Samherja voru ekki ánægðir með þessa niðurstöðu og sögðu vinnubrögð saksóknara og héraðsdómara í málinu vera „ótrúleg“. 

Fyr­ir­tækið sagði í yfirlýsingu að með úrskurð­inum hafi ekki ein­ungis lög­bund­inni þagn­ar­skyldu verið aflétt af end­ur­skoð­endum KPMG, heldur einnig rof­inn trún­aður lög­manna, enda hafi gögn sem emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara fékk með úrskurð­inum ver­ið „í vörslum bæði end­ur­skoð­enda og lög­manna hjá KPMG og dótt­ur­fé­lög­um.“

Í kjölfarið kærði KPMG, dótturfélag þess og endurskoðandi Samherja sem starfar hjá KPMG úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á aðfinnslur þeirra í febrúar síðastliðnum, ógilti úrskurðinn og vísaði málinu aftur heim í hérað.

Í mars kvað héraðsdómari upp nýjan úrskurð þar sem gagnaöflunin var sögð lögmæt. Samherji reyndi á að fara fram á að gögnunum yrði eytt en því máli var vísað frá fyrr í þessum mánuði vegna aðildarskorts, enda Samherji ekki eigandi gagnanna heldur KPMG.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent