Er COVID orðið svipuð heilsufarsógn meðal bólusettra og inflúensa?

Þær eru farnar að hlaðast upp – vísbendingarnar um að ómíkron sé mun vægara en fyrri afbrigði. Blaðamaður New York Times segir að þar með virðist COVID-19 jafnvel minni ógn við heilsu aldraðra og bólusettra en inflúensa.

Maður skokkar fram hjá minnisvarða um þá sem látist hafa úr COVID-19 í Bretlandi.
Maður skokkar fram hjá minnisvarða um þá sem látist hafa úr COVID-19 í Bretlandi.
Auglýsing

Er ómíkron-af­brigði kór­ónu­veirunnar greind­ist í lok nóv­em­ber biðu stjórn­völd ríkja um allan heim ekki boð­anna og hertu aðgerðir sam­stund­is. Reyndu með ýmsum ráðum að halda veirunni úti, jafn­vel með því að setja á ferða­bann fólks frá löndum í sunn­an­verðri Afr­íku þar sem ómíkron var fyrst rað­greint. Við­brögðin voru að vissu leyti skilj­an­leg. Fram var komið nýtt afbrigði sem hafði fleiri stökk­breyt­ingar en áður hafði sést, sumar hverjar þær sömu og önnur afbrigði höfðu haft og nýtt til að kom­ast hjá vörnum lík­am­ans.

Við­brögðin voru líka yfir­drif­in. Full­ljóst er orðið að ferða­bönn stöðva ekki veiruna. Ómíkron hefur stungið sér niður með leift­ur­hraða í hverju land­inu á fætur öðru. Það er nú að finna í flestum ríkjum heims. Smit­hæfni afbrigð­is­ins opin­ber­að­ist fljótt. Spurn­ingum um áhrif þess á heilsu okkar var hins vegar ekki ger­legt að svara með vissu fyrst í stað.

Auglýsing

Ein­kenni ómíkron eru nú sífellt að koma betur í ljós. Og nið­ur­stöð­urnar eru upp­örvandi. Hvort sem litið er til töl­fræði um smit, sjúkra­húsinn­lagnir og dauðs­föll í ýmsum löndum eða til nýrra nið­ur­staðna úr dýra­rann­sókn­um. Þær rann­sóknir benda til að ómíkron sýki efri önd­un­ar­veg en fjölgi sér ekki auð­veld­lega í lungna­vef líkt og fyrri afbrigði hafa gert með skað­legum afleið­ing­um. Allar þessar rann­sóknir og öll fyr­ir­liggj­andi töl­fræði virð­ist benda til hins sama: Ómíkron er hættu­m­inna en delta-af­brigð­ið.

Hins vegar mun hin gríð­ar­lega mikla smit­hæfni ómíkron valda miklu álagi á sjúkra­hús. Þetta er þegar að koma á dag­inn, m.a. í Banda­ríkj­un­um, þar sem COVID-­sjúk­lingar eru farnir að fylla sjúkra­hús­in.

­Yf­ir­völd í Suð­ur­-Afr­íku, þar sem ómíkron upp­götv­að­ist fyrst í lok nóv­em­ber, til­kynntu mán­uði síðar að toppi ómíkron-­bylgj­unnar væri náð. Á sama tíma til­kynntu stjórn­völd í Englandi að fólk sem smit­ast af ómíkron væri helm­ingi ólík­legra til að þurfa á inn­lögn að halda og það sem smit­ast af delta.

Öll þessi töl­fræði er ýmsum breytum háð. Í fyrsta lagi þá hafa fjöl­margir smit­ast af COVID-19 frá upp­hafi far­ald­urs­ins, lík­lega mun fleiri en grein­ingar segja til um. Þótt end­ur­sýk­ing af ómíkron sem algeng gæti fólk hafa myndað ein­hvers konar mótefni gegn alvar­legum veik­ind­um. Þá eru bólu­setn­ingar auð­vitað að hafa gríð­ar­leg áhrif og ljóst að þær eru að gagn­ast gegn ómíkron, sér­stak­lega hjá þeim sem fengið hafa örv­un­ar­skammt.

Ná ekki að fjölga sér í lungum

En er þá ómíkron í raun væg­ara en delta, ef ekki væri fyrir mótefni og bólu­setn­ing­ar?

Til að svara þess­ari spurn­ingu hafa vís­inda­menn gert rann­sóknir á dýrum og ein­angr­uðum veirum á rann­sókn­ar­stof­um. Mich­ael Diamond, veiru­fræð­ingur við Was­hington-há­skóla í St. Lou­is, og teymi hans sýktu hamstra og mýs með ómíkron sem og öðrum afbrigð­um. Mun­ur­inn var gíf­ur­leg­ur: Eftir nokkra daga var magn veira í lungum dýr­anna sem sýkt voru með ómíkron að minnsta kosti tíu sinnum minna en þau sem sýkt höfðu verið með öðrum afbrigðum kór­ónu­veirunn­ar. Fleiri sam­bæri­legar rann­sóknir ann­arra vís­inda­manna hafa leitt hið sama í ljós.

Diamond segir í sam­tali við vís­inda­tíma­ritið Nat­ure að SAR­S-CoV-2 veir­urnar hafi hingað til valdið mestum skaða í lung­um. Lungna­sýk­ing setji svo af stað mikið ónæm­is­við­bragð hjá sjúk­lingum sem aftur valdi vefja­skemmdum og súr­efn­is­skorti. Hann segir því að þeim mun færri frumur í lungum sýk­ist þeim mun minni séu sjúk­dóms­ein­kenni.

Ómíkron kemur sér hins vegar fyrir í meira magni en fyrri afbrigði í efri hluta önd­un­ar­veg­ar­ins sem Diamond segir geta skýrt hina miklu smit­hæfni þess. Veiran gæti þess vegna átt auð­veld­ara með að kom­ast frá nefi og munni smit­aðra og yfir í annað fólk. Nið­ur­stöð­urnar séu jákvæðar engu að síður þótt enn hafi hegðun ómíkron ekki verið afhjúpuð að fullu.

Samanburður á smitum (rauð lína), innlögnum (gul lína) og dauðsföllum (grá lína) í Bandaríkjunum nú og í delta-bylgjunni. Skjáskot: New York Times

Eitt af því sem vís­inda­menn vara við að þessir eig­in­leikar ómíkron, að fjölga sér aðal­lega í efri önd­un­ar­vegi, gæti sett ung börn í meiri hættu en áður. Audrey John, sér­fræð­ingur í smit­sjúk­dómum barna við Barna­spít­al­ann í Fíla­delf­íu, bendir í sam­tali við Nat­ure á að nef­kok ungra barna sé þröngt og ung­börn andi ein­göngu í gegnum nef­ið. Það gæti þýtt alvar­legri sjúk­dóms­ein­kenni COVID-19 hjá börnum en hjá full­orðn­um. Vís­bend­ingar um þetta sjá­ist þó ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, í tölum um inn­lagnir barna á sjúkra­hús í Banda­ríkj­un­um.

Þrátt fyrir að vís­inda­menn eigi enn margt eftir ólært um ómíkron segir Ravindra Gupta, veiru­fræð­ingur við háskól­ann í Cambridge í Bret­landi, að ótt­inn sem vakn­aði í upp­hafi vegna fjölda stökk­breyt­inga í ómíkron, hafi verið óþarf­lega mik­ill. Af þessu megi draga þann lær­dóm að það sé erfitt að meta hættu veiru­af­brigða út frá rað­grein­ingu einni sam­an.

David Leon­hardt, blaða­maður New York Times, bendir á í nýjasta pistli sínum að fyrstu tíð­indi af mild­ari ein­kennum af völdum ómíkron frá Suð­ur­-Afr­íku, hafi reynst rétt. Um það vitni læknar í Banda­ríkj­unum sem hann hafi rætt við nýver­ið. Sú bylgja far­ald­urs­ins sem nú gangi yfir vegna ómíkron sé allt öðru­vísi en fyrri bylgj­ur.

Hann til­tekur þrennt sem aðskilur ómíkron frá fyrri afbrigð­um:

Færri sjúkra­húsinn­lagnir

Sá sem smit­ast af ómíkron er ólík­legri til að þurfa á inn­lögn að halda en sá sem smit­ast af fyrri afbrigð­um. Hann vitnar til nýrrar rann­sóknar frá Hou­ston um að um 66 pró­sent minni líkur væru á því að sjúk­lingar smit­aðir af ómíkron þyrftu að leggj­ast inn á sjúkra­hús en þeir sem smit­ast hefðu af delta. Fyrstu nið­ur­stöður frá Bret­andi eru á sömu lund: Fólk með ómíkron er að minnsta kosti helm­ingi ólík­legra til að þurfa sjúkra­hús­með­ferð. Og sam­bæri­legar nið­ur­stöður hafa borist frá Kanada.

Engu að síður er inn­lögnum á sjúkra­hús í Banda­ríkj­unum vegna COVID-19 að fjölga enda gríð­ar­legur fjöldi fólks nú smit­að­ur. Í Mar­yland-­ríki hafa. t.d. aldrei fleiri legið á spít­ala með sjúk­dóm­inn en einmitt núna. Gjör­gæslu­læknir í New York segir í sam­tali við New York Times að sem betur fer séu sjúk­ling­arnir ekki jafn veikir og áður. En rúmin eru engu að síður full af COVID-­sjúk­lingum og það eitt og sér veldur gríð­ar­legu álagi. Svo gæti farið að ekki reyn­ist mögu­legt að veita öllum sem þurfa, COVID-veikum eða öðrum, lækn­is­að­stoð. Það gæti svo aftur leitt til dauðs­falla.

Minni veik­indi inn­lagðra

Það er ekki aðeins ólík­legra að fólk þurfi að leggj­ast inn á sjúkra­hús vegna ómíkron, heldur eru veik­indi þeirra sem leggj­ast inn almennt ekki jafn alvar­leg og áður. Þetta skýrist af því sem áður var rakið að veiran leggst ekki eins mikið á lungun og fyrri afbrigði gerðu. Þess vegna eru hlut­falls­lega færri að leggj­ast inn á gjör­gæslu­deildir vest­an­hafs. Svip­aða sögu er að segja frá Bret­landi. Þar hefur inn­lögnum fjölgað í mik­illi ómíkron-­bylgju en fjöldi gjör­gæslu­sjúk­linga hefur hins vegar staðið nokkurn veg­inn í stað.

Færri dauðs­föll?

Leon­hardt skrifar í sam­an­tekt sinni í New York Times að hingað til í far­aldr­inum hafi dauðs­föllum farið að fjölga um þremur vikum eftir að ný bylgja hefst. Í ómíkron-­bylgj­unni hefur það ekki enn gerst þrátt fyrir að mán­uður sé síðan hún hóf að rísa.

Engu að síður vara læknar við því að dauðs­föllum gæti átt eftir að fjölga á næstu dögum og vikum ekki síst í ljósi þess að millj­ónir full­orð­inna Banda­ríkja­manna eru óbólu­settir og því ber­skjald­aðir fyrir alvar­legum veik­ind­um.

Þó er talið lík­legt að fjöldi dauðs­falla í þess­ari bylgju verði mun minni en í delta-­bylgj­un­um. Ef litið er til Suð­ur­-Afr­íku má sjá að mun færri dauðs­föll hafa orðið þar en síð­ustu miss­eri far­ald­urs­ins.

Þurfum áfram að vera á varð­bergi

Þrátt fyrir allar þessar vís­bend­ingar um að ómíkron sé ekki jafn skætt og delta vara sér­fræð­ingar við væru­kærð. Tempra þurfi útbreiðsl­una til að draga úr álagi á heil­brigð­is­kerfi. Leana Wen, fyrr­ver­andi yfir­maður heil­brigð­is­mála í Baltimore, skrif­aði í grein í Was­hington Post nýverið að nú þurfi að feta milli­veg­inn milli harðra aðgerða og athafna­frels­is. „Það er óskyn­sam­legt að ætl­ast til þess að bólu­settir haldi aftur af sér við athafnir sem ástund­aðar voru fyrir far­ald­ur­inn,“ skrifar Wen. „Þeirra ein­stak­lings­bundna áhætta er jú lítil og það er hátt gjald sem greiða þarf fyrir að halda nem­endum frá skól­um, loka veit­inga­stöðum og versl­un­um, stöðva ferða­lög og við­skipt­i.“

Hins vegar hvetur hún alla til að fá örv­un­ar­bólu­setn­ingu og að bera grím­ur. Einnig hvetur hún stjórn­völd til að koma á bólu­setn­ing­ar­skyldu. Allar þessar aðgerðir munu draga úr útbreiðslu COVID-19 og þar með úr álagi á sjúkra­hús og dauðs­föll­um. Þeir sem hafi und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, hafi farið í líf­færa­ígræðslu og eru í krabba­meins­með­ferð, ættu áfram að fara mjög var­lega.

Auglýsing

Áður en ómíkron kom til sög­unnar voru lík­urnar á að 75 ára full­bólu­settur Banda­ríkja­maður myndi deyja úr COVID-19 svip­aðar og að deyja úr inflú­ensu. Hin árlega inflú­ensa er auð­vitað mis­jafn­lega skæð á milli ára en talið er að vest­an­hafs deyi að með­al­tali 1 af hverjum 160-200 sem hana fá.

„Ómíkron hefur breytt þessum útreikn­ing­um,“ skrifar blaða­mað­ur­inn Leon­hardt í New York Times. Af því að ómíkron er mild­ara afbrigði veirunnar „þá virð­ist COVID núna vera minni ógn við heilsu flestra eldri bólu­settra ein­stak­linga en hin árlega inflú­ensa.“

Það má hins vegar ekki gera lítið úr hætt­unni sem eldra fólki stafar af inflú­ensu. Árið 2017 lét­ust að minnsta kosti átján úr henni hér á landi. Tíu árið á eft­ir. Flest ár deyja innan við tíu vegna inflú­ensu hér á landi en á því eru þó und­an­tekn­ing­ar. Árið 2005 voru dauðs­föllin 29 enda flensan mis­mun­andi skæð frá ári til árs. Vet­ur­inn 2019-2020 lét­ust um 20 þús­und manns úr inflú­ensu í Banda­ríkj­unum.

„Það er enn mjög góð ástæða fyrir eldra fólk að halda áfram að reyna að kom­ast hjá COVID-­sýk­ing­u,“ segir Shelli Far­hadi­an, læknir við Yale-há­skóla, við New York Times, þar sem hætta á alvar­legum veik­indum sé að lík­indum enn mikil í þeim ald­urs­hópi.

Góð tíð­indi frá Íslandi

Björn Rúnar Lúð­víks­son, yfir­læknir ónæm­is­fræði­deildar Land­spít­ala og pró­fessor í ónæm­is­fræði við lækna­deild Háskóla Íslands, færir okkur Íslend­ingum einnig jákvæð tíð­indi eftir að hafa rýnt í töl­fræði síð­ustu daga. „Í fyrsta lagi þá virð­ist það vera að af þeim sem eru óbólu­sett­ir, eru svona 2,4-2,5 pró­sent sem eru að leggj­ast inn á spít­ala,“ sagði hann í við­tali við Bylgj­una. „Sem er nátt­úr­lega allt of hátt en það er hins vegar helm­ingi minna en var á fyrri stigum þannig að við erum að ná greini­lega betri tökum held ég á með­ferð­inni og árang­ur­inn á Covid-­göngu­deild­inni að skila sér þarna.“

Björn Rúnar Lúðvíksson Mynd: Þorkell Þorkelsson/Landspítali

Þá sagði Björn Rúnar að miðað við töl­fræð­ina þá væri inn­lagn­ar­tíðni hjá bólu­settum ekki nema 0,2 pró­sent. „Það er tífalt minna heldur en hjá þeim sem eru óbólu­sett­ir.“

Með ákveðnum fyr­ir­vara sagði hann einnig lík­legt að þessi tala væri enn lægri hjá þrí­bólu­sett­um. Þetta væru slá­andi, en ánægju­legar nið­ur­stöð­ur, sam­an­borið við fyrri bylgj­ur.

„Þeir sem eru þrí­bólu­settir eru lægstir þannig að lík­lega er inn­lagn­ar­tíðnin hjá þrí­bólu­settum enn lægri heldur en þetta. Þetta eru mjög slá­andi nið­ur­stöður en ánægju­legt og þetta er tölu­vert minna en var hjá bólu­settum í fyrri bylgj­un­um, eig­in­lega tífalt lægra inn­lagn­ar­hlut­fall. Þetta er miklu miklu lægra heldur en hefur verið að birt­ast erlendis þannig að við erum greini­lega að gera eitt­hvað gott hérna á Ísland­i,“ sagði Björn Rún­ar.

Af 5.300 manns sem hefðu greinst smit­aðir frá því 29. des­em­ber hefðu aðeins ell­efu þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús. Af þeim 2.000 óbólu­settum sem greinst hefðu á sama tíma­bili hefðu hins vegar 52 þurft sjúkra­húsinn­lögn.

Langstærsti hluti þeirra sem þarf á gjör­gæslu að halda vegna COVID-19 væri óbólu­sett­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar