Erlendir gestir á Iceland Airwaves 125 prósent fleiri en 2010

8156602700-1e993b8bbc-k1.jpg
Auglýsing

Gestir á Iceland Airwa­ves hátíð­inni í ár verða rúm­lega níu þús­und, að sögn Gríms Atla­son­ar, fram­kvæmda­stjóra henn­ar. Upp­selt er á hátíð­ina, sem fer fram dag­anna 5-9 nóv­em­ber næst­kom­andi, níunda árið í röð. Í fyrra voru gestir hennar tæp­lega átta þús­und tals­ins. Þeim fjölgar því tæp þrettán pró­sent á milli ára. Miði á hátíð­ina kost­aði 18.500 krónur í almennri sölu. Hafi allir miðar á hátíð­ina farið á því verði væri miða­sölu­hagn­aður af henni 166,5 millj­ónir króna.

Erlendir gestir rúm­lega tvö­falt fleiriGrímur segir að um 4.000 Íslend­ingar og rúm­lega 5.000 erlendir gest­ir hafi tryggt sér miða á hátíð­ina í ár. Fjöldi gesta hefur vaxið hratt und­an­farin ár. Þeir voru alls um 6.300 árið 2010, 6.800 árið eftir og um 7.000 árið 2012. Í fyrra voru þeir síðan 7.974 alls. Fjöldi seldra miða hefur því auk­ist um 2.700 frá árinu 2010, eða um 30 pró­sent.

Er­lendum gestum hefur fjölgað gríð­ar­lega á síð­ustu árum. Árið 2010 komu 2.215 slíkir á Iceland Airwa­ves. Í ár eru þeir yfir 5.000

Erlendum gestum hefur fjölgað gríð­ar­lega á síð­ustu árum. Árið 2010 komu 2.215 slíkir á Iceland Airwa­ves. Í ár eru þeir yfir 5.000. Fjöldi þeirra hefur því meira en tvö­fald­ast á síð­ustu árum.  Flestir erlendu gest­anna koma frá Banda­ríkj­un­um, Þýska­landi og Bret­landi. Það er enda ein af þremur meg­in­stoðum hátíð­ar­inn­ar, sem er haldin í sam­starfi við Icelandair og Reykja­vík­ur­borg, að fjölga ferða­mönnum í höf­uð­borg­inni utan háann­ar­tíma. Hinar tvær stoð­irnar eru að koma íslenskri tón­list á fram­færi erlendis og að halda tón­list­ar­há­tíð á heims­mæli­kvarða.

Auglýsing

Eyða fullt af pen­ingum í Reykja­víkEfna­hags­lega skiptir koma allra þess­arra erlendu ferða­manna líka miklu máli. Árið 2012 eyddu gestir Iceland Airwa­ves alls um 1,1 millj­arði króna innan Reykja­vík­ur, sam­kvæmt könnun sem aðstand­endur hátíð­ar­innar og Útón gerðu. Með­al­gest­ur­inn sem kemur á Iceland Airwa­ves var, sam­kvæmt sömu könn­un, 30 ára gam­all. Hann gisti á hót­eli eða gisti­heim­ili og eyddi að með­al­tali 200 þús­und krónum í Reykja­vík á meðan að hann dvaldi í henni, sem er um 6,7 dagar að með­al­tali. Auk þess eyða gest­irnir tölu­verðum fjár­munum utan Reykja­vík­ur, til dæmis í Bláa lón­inu.

Alls munu 220 tón­list­ar­menn koma fram á Iceland Airwa­ves í ár. Til við­bótar við hátíð­ina sjálfa eru haldnir alls 674 svo­kall­aðir „off-venue“ tón­leikar á hátíð­inni í ár. Þeir eru haldnir víðs­vegar um Reykja­vík og  búast aðstand­endur við að fjöldi þeirra sem muni sækja þá tón­leika verði á bil­inu 50 til 60 þús­und manns.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None