Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 34,5 prósent í janúar á milli ára

flugstod-leifs-eirkissonar-1.jpg
Auglýsing

Um 62.700 erlendir ferða­menn fóru frá land­inu í jan­úar sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu í Flug­stöð Leifs Eiríks­son­ar. Það eru um 16.100 fleiri erlendir ferða­menn en í jan­úar á síð­asta ári. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Ferða­mála­stofu Íslands.

Aukn­ingin nemur 34,5 pró­sentum á milli ára, en adrei hafa fleiri ferða­mann mælst í jan­úar frá því að mæl­ingar Ferða­mála­stofu hófust.

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu eru Bretar og Bandaríkjamenn helmingur ferðamanna. Sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu eru Bretar og Banda­ríkja­menn helm­ingur ferða­manna.

Auglýsing

Hátt í átta­tíu pró­sent ferða­manna í jan­úar voru af tíu þjóð­ern­um. Bretar voru fjöl­menn­astir eða 34,6 pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um, en næst fjöl­menn­astir voru Banda­ríkja­menn eða 14,9 pró­sent.

Þar á eftir fylgdu Frakkar (5,1 pró­sent), Þjóð­verjar (4,7 pró­sent), Jap­anir (3,4 pró­sent) og Danir (3,4 pró­sent).

Bret­um, Banda­ríkja­mönnum og Frökkum fjölg­aði mest á milli ára en 5.110 fleiri Bretar komu í jan­ú­ar­mán­uði síð­ast­liðnum en í sama mán­uði í fyrra. Þá komu 2.607 fleiri Banda­ríkja­menn til lands­ins í jan­úar en árið áður og 1.225 fleiri Frakk­ar. Þessar þrjár þjóðir báru að mestu uppi aukn­ing­una sem varð í jan­úar eða um 55,5 pró­sent af heild­ar­aukn­ing­unni.

Á síð­ustu fimm árum hefur fjöldi ferða­manna í jan­úar nærri þre­faldast, en þar munar mestu um mikla fjölgun Breta, en fjöldi ferða­manna frá Bret­landseyjum hefur fimm­fald­ast frá árinu 2010.

Loks má geta þess að um 27 þús­und Íslend­ingar héldu utan í jan­ú­ar, eða 1.800 fleiri en í sama mán­uði árið 2014. Það er aukn­ing upp á sjö pró­sent á milli ára.

Ari Trausti Guðmundsson
Lagabreyting er varðar fiskeldi
Kjarninn 21. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Íslendingar borga þriðjung af því sem Danir borga fyrir kalda vatnið
Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum.
Kjarninn 20. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
Kjarninn 20. október 2018
Árni Finnsson
Verndarhagsmunir og sjálfbærni hvalveiða
Kjarninn 20. október 2018
Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.
Kjarninn 20. október 2018
„Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal“
Stjórnendur síðunnar Karlar gera merkilega hluti hafa sent frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 20. október 2018
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Ekki farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Það tók borgarlögmann 14 mánuði að vinna álit sem kallað var eftir í ágúst 2017. Samkvæmt því var endurbygging braggans við Nauthólsveg 100 ekki útboðsskylt en aftur á móti hafi ekki verið farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 20. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None