Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 34,5 prósent í janúar á milli ára

flugstod-leifs-eirkissonar-1.jpg
Auglýsing

Um 62.700 erlendir ferða­menn fóru frá land­inu í jan­úar sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu í Flug­stöð Leifs Eiríks­son­ar. Það eru um 16.100 fleiri erlendir ferða­menn en í jan­úar á síð­asta ári. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Ferða­mála­stofu Íslands.

Aukn­ingin nemur 34,5 pró­sentum á milli ára, en adrei hafa fleiri ferða­mann mælst í jan­úar frá því að mæl­ingar Ferða­mála­stofu hófust.

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu eru Bretar og Bandaríkjamenn helmingur ferðamanna. Sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu eru Bretar og Banda­ríkja­menn helm­ingur ferða­manna.

Auglýsing

Hátt í átta­tíu pró­sent ferða­manna í jan­úar voru af tíu þjóð­ern­um. Bretar voru fjöl­menn­astir eða 34,6 pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um, en næst fjöl­menn­astir voru Banda­ríkja­menn eða 14,9 pró­sent.

Þar á eftir fylgdu Frakkar (5,1 pró­sent), Þjóð­verjar (4,7 pró­sent), Jap­anir (3,4 pró­sent) og Danir (3,4 pró­sent).

Bret­um, Banda­ríkja­mönnum og Frökkum fjölg­aði mest á milli ára en 5.110 fleiri Bretar komu í jan­ú­ar­mán­uði síð­ast­liðnum en í sama mán­uði í fyrra. Þá komu 2.607 fleiri Banda­ríkja­menn til lands­ins í jan­úar en árið áður og 1.225 fleiri Frakk­ar. Þessar þrjár þjóðir báru að mestu uppi aukn­ing­una sem varð í jan­úar eða um 55,5 pró­sent af heild­ar­aukn­ing­unni.

Á síð­ustu fimm árum hefur fjöldi ferða­manna í jan­úar nærri þre­faldast, en þar munar mestu um mikla fjölgun Breta, en fjöldi ferða­manna frá Bret­landseyjum hefur fimm­fald­ast frá árinu 2010.

Loks má geta þess að um 27 þús­und Íslend­ingar héldu utan í jan­ú­ar, eða 1.800 fleiri en í sama mán­uði árið 2014. Það er aukn­ing upp á sjö pró­sent á milli ára.

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None