Fá loforð um breytingar í kosningastefnu Vinstri grænna

Kosningastefna Vinstri grænna er fremur almennt orðuð um flesta hluti, nema helst loftslagsmál, þar sem vilji er til að ganga lengra en nú er. Flokkurinn vill að barnabætur nái til fleiri en þær gera í dag og skoða þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt.

Bjarni Jónsson oddviti VG í NV-kjördæmi og Katrín Jakobsdóttir flokksformaður á landsþinginu um liðna helgi.
Bjarni Jónsson oddviti VG í NV-kjördæmi og Katrín Jakobsdóttir flokksformaður á landsþinginu um liðna helgi.
Auglýsing

Efst á blaði í kosn­inga­á­herslum Vinstri grænna, sem mark­aðar voru á lands­þingi flokks­ins um liðna helgi, er að það skipti máli hverjir stjórni, en það var einnig yfir­skrift lands­þings­ins sjálfs. Flokk­ur­inn segir að það þurfi að „láta verkin tala, leysa úr ágrein­ingi og vera reiðu­búin að gera mála­miðl­anir til að árangri fyrir sam­fé­lagið allt.“

Í kosn­inga­stefnu flokks­ins er margt almennt orðað og fá bein­hörð lof­orð um aðgerðir sett fram, en hið sama á raunar við um kosn­inga­stefnur hinna stjórn­ar­flokk­anna tveggja, sem hafa nýverið verið kynnt­ar.

Kjarn­inn kíkti á það helsta sem Vinstri græn settu inn í kosn­inga­stefnu­skrá sína á dög­un­um.

Skoða skuli þrepa­skipt­ingu fjár­magnstekju­skatts

Um skatta­mál segir að skatt­kerfið eigi að nýta að til að jafna kjör og meta skuli kosti þess að taka upp þrepa­skipt­ann fjár­magnstekju­skatt, líkt og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og flokks­for­maður viðr­aði fyrir skemmstu.

Einnig segir að skatt­kerfið eigi að styðja við mark­mið Íslands í lofts­lags­mál­um, án þess að það sé nánar útskýrt. Skatt­kerfið á sömu­leiðis að vera rétt­látt og ekki veita nein tæki­færi á skattaund­anskot­um, sam­kvæmt stefnu flokks­ins.

Vilja minnka losun um 60 pró­sent fyrir 2030

Vinstri græn segja að Ísland eigi að vera í far­ar­broddi er kemur að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, „með tíma­settri áætlun um orku­skipti í sam­göng­um, þunga­flutn­ing­um, sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og bygg­ing­ar­iðn­að­i,“ sem miði að því að Ísland verði óháð jarð­efna­elds­neyti árið 2045. Það er einna helst í þessum kafla kosn­inga­á­herslna VG sem finna má ein­hver tölu­sett mark­mið.

Vinstri græn segj­ast vilja að mark­mið Íslands um sam­drátt í losun verði upp­færð og stefnt verði að því að minnka losun um a.m.k. 60 pró­sent árið 2030 og að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust eigi síðar en árið 2040.

Flokk­ur­inn segir að leggja skuli áherslu á fjöl­breytta sam­göngu­máta og að tryggja þurfi orku­skipti í almenn­ings­sam­göngum sam­hliða efl­ingu þeirra.

Auglýsing

„Græn teng­ing milli höf­uð­borg­ar­svæðis og Kefla­vík­ur­flug­vallar verði eitt af for­gangs­mál­un­um. Flýta þarf upp­bygg­ingu Borg­ar­línu. Efla þarf almenn­ings­sam­göngur um land allt og gera þær að raun­hæfum val­kost­i,“ segir í kosn­inga­á­herslum flokks­ins.

Barna­bætur nái til fleiri

Vinstri græn segj­ast vilja vinna gegn fátækt barna og bæta hag tekju­lægri fjöl­skyldna með því að láta barna­bætur ná til fleiri en þær gera í dag. Ekki kemur fram í stefn­unni hver skerð­ing­ar­mörk barna­bóta ættu að vera, að mati flokks­ins.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig vilja auka stuðn­ing við félags­legt hús­næði, fjölga almennum íbúðum og gera rétt­látar úrbætur á fram­færslu­kerfi öryrkja, þar sem tekju­lægstu hóp­arnir og öryrkjar með börn verði í for­gangi.

Vinstri græn segj­ast sömu­leiðis vilja efla opin­bera heil­brigð­is­kerfið og lækka kostnað sjúk­linga með því að afnema öll komu­gjöld í heilsu­gæsl­unni og lækka gjöld fyrir aðra heil­brigð­is­þjón­ustu, lyf og hjálp­ar­tæki. Þá seg­ist flokk­ur­inn vilja auð­velda sveigj­an­leg starfs­lok og stuðla að „sam­tali kyn­slóð­anna um stór og lítil mál“ auk þess að vinna gegn ein­mana­leika aldr­aðra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG. Mynd: Steinþór Rafn Matthíasson

Flokk­ur­inn seg­ist vilja skapa ný og fjöl­breytt græn störf og koma í veg fyrir atvinnu­leysi. Einnig vilja Vinstri græn halda áfram að styrkja rann­sókn­ir, nýsköpun og skap­andi greinar og segja næsta skref eiga að vera „að styrkja enn betur við Rann­sókna­sjóð og Tækni­þró­un­ar­sjóð og gera var­an­legar breyt­ingar til að fjölga starfs­launum lista­manna.“

Vinstri græn segja háskóla vera und­ir­stöðu sterk­ari þekk­ing­ar­geira og að tryggja þurfi sam­bæri­lega fjár­mögnun þeirra og tíðkast ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Þetta áherslu­mál er í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, en markið var sett á að ná þessu tak­marki fyrir árið 2025. Það er „komið vel á veg“, sam­kvæmt mati stjórn­valda sjálfra.

Flokk­ur­inn segir að styðja þurfi betur við inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu, vinna tíma­setta áætlun um efl­ingu líf­rænnar fram­leiðslu, auka stuðn­ing við græn­met­is­rækt og tryggja mat­væla­ör­yggi þjóð­ar­inn­ar.

„Sann­gjarnt gjald“ af nýt­ingu auð­linda

Í stefnu Vinstri grænna segir að þau sem nýta auð­lindir í þjóð­ar­eign, „hvort sem það er land, orka, sjáv­ar­auð­lindin eða ann­að, þurfa að greiða sann­gjarnt gjald af þeirri nýt­ingu“ og að Alþingi eigi að tryggja auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá ásamt skýru ákvæði um umhverf­is- og nátt­úru­vernd.

Eins og fjallað hefur verið um hefur orða­lagið í lands­fund­ar­sam­þykktum flokks­ins varð­andi stjórn­ar­skrár­breyt­ingar verið túlkað sem „kúvend­ing“ Vinstri grænna í stjórn­ar­skrár­mál­um, en Katrín Odds­dóttir for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins benti á það um helg­ina að í stefnu flokks­ins frá árinu 2017 hefði verið fjallað um að ljúka þeirri vinnu sem hófst með þjóð­fund­inum 2010 og klára nýja stjórn­ar­skrá sem byggði á til­lögum stjórn­laga­ráðs.

Verndun 30 pró­sent svæða á landi og hafi fyrir 2030

Vinstri Græn segja Ísland geta náð „ein­stökum árangri í nátt­úru­vernd á alþjóða­vísu með því að vernda óbyggð víð­erni“ og vill flokk­ur­inn stefna að því að 30 pró­sent svæða á landi og hafi verði vernduð fyrir árið 2030.

„Áfram þarf að vinna að stofnun þjóð­garðs á mið­há­lendi Íslands og þjóð­garðs á Vest­fjörð­um. Slíkir þjóð­garðar eru einnig mik­il­vægir til að tryggja vernd jarð­fræði­legrar og líf­fræði­legrar fjöl­breytn­i,“ segir í kosn­inga­stefnu flokks­ins.

Auglýsing

Þar segir einnig að afgreiða þurfi 3. áfanga ramma­á­ætl­unar og end­ur­skoða lög­gjöf­ina um ramma­á­ætl­un. Einnig segir flokk­ur­inn að það þurfi að end­ur­skoða stærð­ar­við­mið virkj­ana­fram­kvæmda þar sem „mega­vött eru ómark­tækur mæli­kvarði á umhverf­is­á­hrif“, auk þess sem halda þurfi áfram að end­ur­skoða reglu­verk vegna vind­orku.

Rétt­ar­staða brota­þola verði betur tryggð

Vinstri græn segj­ast vilja halda áfram því verk­efni að útrýma kyn­bundnu ofbeldi og tryggja betur rétt­ar­stöðu þolenda kyn­bund­ins ofbeld­is, kyn­ferð­is­of­beldis og áreitni með „skýrum laga­breyt­ingum og mark­vissri fram­kvæmd.“

Flokk­ur­inn seg­ist líka vilja stíga „stór skref“ í að útrýma kyn­bundnum launa­mun, meðal ann­ars með því að „end­ur­meta störf kvenna­stétta“ og tryggja það að Ísland standi við heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna um fullt jafn­rétti kynj­anna fyrir árið 2030.

Þá seg­ist flokk­ur­inn vilja brúa bilið á milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Næsta skrefið í þeim efn­um, nú þegar búið er að lengja fæð­ing­ar­or­lof­ið, sé „að gera tíma­setta áætlun í sam­starfi við sveit­ar­fé­lögin um hvernig leik­skól­arnir geta tekið við börnum að loknu fæð­ing­ar­or­lofi.“

Þá segir flokk­ur­inn að tryggja þurfi aðgengi að iðn- og verk­námi um allt land og að stefna skuli að því að leggja af sér­stök skóla­gjöld í list­námi. Vinstri græn vilja líka að fram­halds­skóla­nemar hafi meiri sveig­an­leika í lengd náms, til þess að þeir hafi aukið svig­rúm til fjöl­breytni og félags­starfs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent