Finnst að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn „nokkurs konar framkvæmdastjóri Íslands“

Páll Magnússon segir að í Sjálfstæðisflokknum hafi skapast andrými fyrir þá skoðun að þeir sem gagnrýna forystu hans séu að bregðast flokknum. Sjálfstæðismenn hljóti að ræða hvort það sé fullreynt að ná árangri með núverandi formanni.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, segir að honum finn­ist stundum eins og flokkur sinn sé orð­inn nokk­urs konar fram­kvæmda­stjóri Íslands. Ástæða þess sé að flokk­ur­inn hafi verið svo lengi í rík­is­stjórn og for­maður hans, Bjarni Bene­dikts­son, svo lengi í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, en Bjarni hefur setið þar frá vor­inu 2013 að und­an­skildum nokkrum mán­uðum á árinu 2017 þegar hann var for­sæt­is­ráð­herra. Að mati Páls hefur þessi staða orsakað það að hug­sjónir og raun­veru­leg stjórn­mál víki fyrir skrif­finnsku og emb­ætt­is­ræði.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í við­tali við Pál í Frétta­blað­inu í dag

Þar ræðir Páll meðal ann­ars blaða­grein sem hann skrif­aði í sumar þar sem hann setti fram marg­hátt­aða gagn­rýni á Sjálf­stæð­is­flokk­inn, og vakti mikla athygli fyr­ir. Páll sagði að helstu vanda­mál flokks­ins fælust ann­ars vegar í klofn­ingi í báða enda og hins vegar í víð­tækum trú­verð­ug­leika­bresti vegna umsvifa fjöl­skyldu for­manns­ins í við­skipta­líf­inu og tengsla sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra við Sam­herja.

Páll, sem er sitj­andi odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi, hafði þá þegar ákveðið að bjóða sig ekki fram til end­ur­kjörs í kom­andi kosn­ing­um. Þetta leiddi til þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri fastur í fylgi sem væri sögu­lega lít­ið, en flokk­ur­inn mæld­ist með 23,6 pró­sent fylgi í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans. Yrði það nið­ur­staða kosn­inga væri um að ræða verstu nið­ur­stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sögu hans.

Hljóta að ræða hvort full­reynt sé að ná árangri með Bjarna

Í við­tal­inu í Frétta­blað­inu segir Páll að honum finn­ist að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eigi að taka frum­kvæðið í að laga agnúa á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu. Hingað til hafi flokk­ur­inn hins vegar staðið vörð um óbreytt kerfi, sem minnki ekki grun­semdir um hags­muna­á­rekst­ur, sér­stak­lega þegar Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hafi sterk tengsl við stærstu útgerð lands­ins, Sam­herja. „Þegar kemur að grund­vall­ar­at­vinnu­vegi þjóð­ar­innar á Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki að sitja hjá aðgerða­laus.“ 

Auglýsing
Hann segir í við­tal­inu að greinin sem hann skrif­aði í sumar hafi verið þannig að flestir sem höfðu sam­band væru sam­mála inni­haldi henn­ar. Sumir hafi þó verið ósáttir við birt­ing­una, jafn­vel þó að þeir væru sam­mála efn­inu. „Í Sjálf­stæð­is­flokknum hefur skap­ast and­rými fyrir þá skoðun að þú sért að bregð­ast flokknum með því að gagn­rýna for­yst­una [...] Ég vil hins vegar meina að þú sért að bregð­ast með því að gera það ekki þegar þörf er á, eins og nú er. [...] Holl­usta við for­mann má ekki breyt­ast í með­virkni, því þá er hún skað­leg. Sjálf­stæð­is­menn hljóta að ræða hvort það sé full­reynt að ná árangri með núver­andi for­manni og for­yst­u.“

Sagði flokk­inn ekki hafa skírskotun til almennra kjós­enda

Við­talið við Pál, þar sem hann bætir í gagn­rýni sína á Sjálf­stæð­is­flokk­inn, kemur í kjöl­far þess að fyrr­ver­andi þing­maður hans, Vil­hjálmur Bjarna­son, birti grein í Morg­un­blað­inu í gær þar sem hann fer hörðum orðum um ástand flokks síns. Vil­hjálmur sótt­ist eftir því að vera ofar­lega á lista Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í próf­kjöri fyrr á árinu en var hafn­að.

Í grein­inni sagði Vil­hjálmur að hann hafi nú lokið afskiptum að stjórn­málum og það gefi honum færi á að láta ýmis­legt frá sér fara eftir að hafa spurt sig áleit­inna spurn­inga. „Fyrsta spurn­ingin er sú hvort hin „lýð­ræð­is­lega“ aðferð próf­kjöra hafi skilað sig­ur­strang­legum fram­boðs­list­um? Horf­andi á mál utan frá og spurt þá sem ekki eru inn­múr­að­ir, segja kjós­end­ur: Þetta fólk höfðar ekki til mín! Þetta fólk hefur enga skírskotun til mín! Þetta fólk hefur orðið til í kosn­ingamask­ín­unni inni í Sjálf­stæð­is­flokkn­um! Engin skírskotun til almennra kjós­enda!“

Hann sagði enn fremur að fjöl­breytni hafi verið úthýst úr Sjálf­stæð­is­flokknum og að spyrja mætti hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé að verða eins máls flokkur þar sem „hag­kvæmni“ fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­is­ins ræður för? 

„For­ysta flokks­ins tók þá afstöðu árið 2014, eftir að hafa lofað „þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu“ um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, að aft­ur­kalla aðild­ar­um­sókn, sem að öðru leyti lá í svefni og skað­aði eng­an. Þetta leiddi til þess að stór hópur í atvinnu­rek­enda­liði Flokks­ins sagði skilið við Flokk­inn og gekk til liðs við nýjan smá­flokk! Góð leið til að minnka stjórn­mála­flokk! Það er einnig góð leið til að minnka flokk að við­halda óskilj­an­legri umræðu um full­veldi á plani frá 1918! Hvernig má það vera að flokk­ur, sem var með 40% kjör­fylgi, telur það ásætt­an­legt að fá 25% kjör­fylg­i?“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent