Fiskistofa að liðast í sundur vegna óvissuástands

10054236135-893266a0bd-z.jpg
Auglýsing

Eyþór Björns­son Fiski­stofu­stjóri segir að vís­bend­ingar séu um að stofn­unin sé byrjuð að lið­ast í sundur vegna langvar­andi óvissu­á­stands um fram­tíð stofn­un­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Eins og fram hefur komið í fréttum verður Fiski­stofa ekki flutt norður til Akur­eyrar á þessu ári eins og til stóð. Í sam­tali við Morg­un­blaðið segir Eyþór að ákvörðun Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, að fresta flutn­ingi stofn­un­ar­innar ekki hafa komið á óvart.

„Það sem kom mér hins vegar gjör­sam­lega í opna skjöldu og veru­lega á óvart voru þau orð ráð­herr­ans, að hann legði ekk­ert höf­uð­kapp á að koma frum­varp­inu um flutn­ing á Fiski­stofu í gegn á yfir­stand­andi þing­i,“ segir Eyþór í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Auglýsing

Eyþór segir að sér lít­ist illa á að ekki sé stefnt á að koma frum­varp­inu í gegn á yfir­stand­andi þing­i. „Á­stæðan fyrir því er sú að við þolum ekki þessa óvissu leng­ur. Það er ann­að­hvort að hætta við flutn­ing­inn eða taka skrefið og klára það að taka ákvörð­un. Við erum búin að vera í helj­ar­g­reipum óvissunnar frá því í júní í fyrra. Við höfum ekki getað ráðið í allar stöður sem hafa losnað og verið í enda­lausum redd­ing­um, þegar fólk hefur hætt, til þess að setja undir lek­ana og bjarga okkur tíma­bund­ið, af því að við höfum alltaf verið að bíða eftir nið­ur­stöð­u,“ er haft eftir Eyþóri í frétt Morg­un­blaðs­ins.

Fiski­stofu­stjóri segir að ítrekað hafi verið full­yrt í sín eyru að ekki yrði hvikað frá áformum um flutn­ing stofn­un­ar­innar til Akur­eyr­ar. „Mér var talin trú um það fram í des­em­ber­mánuð í fyrra að lög yrðu sett fyrir ára­mót og ákvörðun tek­in. Bæði fram að því og síðan hef ég ítrekað vakið athygli á því að það séu blikur á lofti. Það hringja hér við­vör­un­ar­bjöllur um alla stofn­un, vegna þess að við erum að missa út fólk. Það eru ákveðnar vís­bend­ingar um það að stofn­unin sé að byrja að lið­ast í sundur vegna þessa lang­dregna óvissu­á­stands. [...] Það er ekki hægt að bíða leng­ur. Ef menn ætla að bíða með laga­setn­ingu fram á haust­þing og setja lög fyrir ára­mót, þá verður þessi stofnun farin á hlið­ina,“ segir Eyþór Björns­son í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None