Fiskistofa að liðast í sundur vegna óvissuástands

10054236135-893266a0bd-z.jpg
Auglýsing

Eyþór Björns­son Fiski­stofu­stjóri segir að vís­bend­ingar séu um að stofn­unin sé byrjuð að lið­ast í sundur vegna langvar­andi óvissu­á­stands um fram­tíð stofn­un­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Eins og fram hefur komið í fréttum verður Fiski­stofa ekki flutt norður til Akur­eyrar á þessu ári eins og til stóð. Í sam­tali við Morg­un­blaðið segir Eyþór að ákvörðun Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, að fresta flutn­ingi stofn­un­ar­innar ekki hafa komið á óvart.

„Það sem kom mér hins vegar gjör­sam­lega í opna skjöldu og veru­lega á óvart voru þau orð ráð­herr­ans, að hann legði ekk­ert höf­uð­kapp á að koma frum­varp­inu um flutn­ing á Fiski­stofu í gegn á yfir­stand­andi þing­i,“ segir Eyþór í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Auglýsing

Eyþór segir að sér lít­ist illa á að ekki sé stefnt á að koma frum­varp­inu í gegn á yfir­stand­andi þing­i. „Á­stæðan fyrir því er sú að við þolum ekki þessa óvissu leng­ur. Það er ann­að­hvort að hætta við flutn­ing­inn eða taka skrefið og klára það að taka ákvörð­un. Við erum búin að vera í helj­ar­g­reipum óvissunnar frá því í júní í fyrra. Við höfum ekki getað ráðið í allar stöður sem hafa losnað og verið í enda­lausum redd­ing­um, þegar fólk hefur hætt, til þess að setja undir lek­ana og bjarga okkur tíma­bund­ið, af því að við höfum alltaf verið að bíða eftir nið­ur­stöð­u,“ er haft eftir Eyþóri í frétt Morg­un­blaðs­ins.

Fiski­stofu­stjóri segir að ítrekað hafi verið full­yrt í sín eyru að ekki yrði hvikað frá áformum um flutn­ing stofn­un­ar­innar til Akur­eyr­ar. „Mér var talin trú um það fram í des­em­ber­mánuð í fyrra að lög yrðu sett fyrir ára­mót og ákvörðun tek­in. Bæði fram að því og síðan hef ég ítrekað vakið athygli á því að það séu blikur á lofti. Það hringja hér við­vör­un­ar­bjöllur um alla stofn­un, vegna þess að við erum að missa út fólk. Það eru ákveðnar vís­bend­ingar um það að stofn­unin sé að byrja að lið­ast í sundur vegna þessa lang­dregna óvissu­á­stands. [...] Það er ekki hægt að bíða leng­ur. Ef menn ætla að bíða með laga­setn­ingu fram á haust­þing og setja lög fyrir ára­mót, þá verður þessi stofnun farin á hlið­ina,“ segir Eyþór Björns­son í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None