Fjármálalæsisvika sett: Ráðherra og rektor með örfyrirlestra

kauphoell4.jpg
Auglýsing

Alþjóð­leg fjár­mála­læs­isvika var sett í dag, mánu­dag, í annað sinn á Íslandi. Hátíðin er haldin í yfir eitt hund­rað löndum en mark­mið vik­unnar er að vekja ungt fólk til umhugs­unar um fjár­mál sín, og gefa þeim tól og tæki til að móta eigin fram­tíð. Í til­efni af hátíð­inni verður fjöl­breytt dag­skrá, allt frá kennslu í grunn­skól­um, til örráð­stefnu og opins húss í Seðla­bank­an­um. Það var Máni Mar Stein­björns­son, fjár­má­laung­ling­ur­inn úr þátt­unum Ferð til fjár, sem setti vik­una form­lega þegar hann hringdi Kaup­hall­ar­bjöll­unni ásamt for­eldrum sín­um.

Í til­kynn­ingu frá Stofnun um fjár­mála­læsi, sem stendur að vik­unni á Íslandi í sam­starfi við fleiri fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, er sér­stak­lega bent á svo­kall­aða Pop-up ráð­stefnu í Háskól­anum í Reykja­vík mið­viku­dag­inn 11. mars. Þar verða haldin stutt og hnit­miðuð erindi, öll innan við fimm mín­útur að lengd, og gefst áhorf­endum tæki­færi til að spyrja fyr­ir­les­ara um efnið að flutn­ingi lokn­um. Dag­skrá ráð­stefn­unn­ar, sem hefst klukkan 12:00 og verður einnig streymt á vef RÚV, er eft­ir­far­andi:

Auglýsing


Fjár­mála­læsi og háskóla­mennt­un“ - Ari Krist­ins­son, rektor Háskól­ans í Reykja­vík„Er Lottó góð fjár­fest­ing?“ - Jón Þór Sturlu­son, aðstoð­ar­for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins„Fjár­mála­vit“ - Kristín Lúð­víks­dóttir verk­efn­is­stjóri hjá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja„Greiðslu­vandi – Hvað geri ég?“- Svan­borg Sig­mars­dóttir upp­lýs­inga­full­trúi Umboðs­manns skuld­ara„Ungir fjár­festar – til­gangur og starf­semi félags­ins“ - Ungir fjár­fest­ar: Alex­ander Jen­sen Hjálm­ars­son„Virði pen­inga, verð­lag og verð­trygg­ing“ - Lúð­vík Elí­as­son sér­fæð­ingur hjá Seðla­banka Íslands„Fjár­fest­ing í fræðslu“- Baldur Thor­laci­us, for­stöðu­maður eft­ir­lits­sviðs Kaup­hall­ar­innar„Tæknin og fjár­mál­in?“- Georg Lúð­víks­son, for­stjóri Meniga„Gagn­sæi mark­að­ar­ins“ - nán­ari upp­lýs­ingar síðar„Fjár­mála­læsi“ - Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herraÁ Íslandi er það Stofnun um fjár­mála­læsi sem stendur að vik­unni ásamt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, Fjár­mála­ráðu­neyt­inu, Kaup­höll­inn­ni, Meniga, Seðla­banka Íslands, Umboðs­manni skuld­ara, Við­skipta­ráði, Arion banka, Neyt­enda­stofu, Ungum fjár­fest­um, Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja og RÚV.­is.Alþjóð­lega fjár­mála­læs­isvikan er haldin að frum­kvæði sam­tak­anna Child and Youth Fin­ance International og er þetta í fjórða sinn sem hún er haldin á alþjóða­vísu, en í annað sinn á Íslandi. Frek­ari upp­lýs­ingar má finna á vef­síð­unni fml.is, á Fés­bók­ar­síð­unni Fjár­mála­vika og á erlendu vef­síð­unni globalmo­neyweek.org.

Hér má sjá dag­skrá vik­unn­ar:

Mánu­dagur 9. mars9:30 Máni Mar Stein­björns­son fjár­mála-ung­lingur hringir inn vik­una í Kaup­höll­inni13:00 Fjár­mála­vit fyrir nem­endur Val­húsa­skóla.Þriðju­dagur 10. marsSeðla­bank­inn13:00 Fjár­mála­vit fyrir nem­endur Val­húsa­skóla13.30 til 15.30 Leið­sögn um mynt­safn Seðla­banka og Þjóð­minja­safns, Kalkofnsvegi 1 (við Arn­ar­hól). Síma­númer Seðla­bank­ans er 569 9600.Mið­viku­dagur 11. mars12:10 13:10 ÖRRÁЭSTEFNA Í HÁSKÓL­ANUM Í REYKJA­VÍK. AÐGANGUR ÖLLUM OPINN12:45 Fjár­mála­vit fyrir nem­endur Árbæj­ar­skóla.13.30 til 15.30 Leið­sögn um mynt­safn Seðla­banka og Þjóð­minja­safns, Kalkofnsvegi 1 (við Arn­ar­hól).Fimmtu­dagur 12. mars12:50 Fjár­mála­vit fyrir nem­endur Haga­skóla.13.30 til 15.30 Leið­sögn um mynt­safn Seðla­banka og Þjóð­minja­safns, Kalkofnsvegi 1 (við Arn­ar­hól).Föstu­dagur 13. mars9:50 Fjár­mála­vit fyrir nem­endur Áslands­skóla.ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None