Fjögur hundruð fréttaskýringar í hús

Eftir átta ár er komið að þeim merku tímamótum að fjögur hundraðasta umfjöllun Borgþórs Arngrímssonar hefur litið dagsins ljós á Kjarnanum.

Borgþór hefur varla misst úr viku síðan hann byrjaði að skrifa fyrir Kjarnann fyrir um átta árum.
Borgþór hefur varla misst úr viku síðan hann byrjaði að skrifa fyrir Kjarnann fyrir um átta árum.
Auglýsing

Borg­þór Arn­gríms­son blaða­maður hefur skrifað 400 frétta­skýr­ingar fyrir Kjarn­ann en sú fjögur hund­rað­asta birt­ist fyrr í dag og fjallar um varp­hænur og hvernig líf þeirra sé ekk­ert sæld­ar­líf.

Hann starf­aði lengi sem frétta­maður á Rík­is­út­varp­inu en hann er mennt­aður leik­hús­fræð­ingur og starf­aði í um tutt­ugu ár sem fram­halds­skóla­kenn­ari í Kefla­vík.

Fyrsta frétta­skýr­ingin sem Borg­þór skrif­aði fyrir Kjarn­ann birt­ist rúmum mán­uði eftir stofnun mið­ils­ins eða þann 26. sept­em­ber 2013. Borg­þór hefur allar götur síðan skrifað viku­legar frétta­skýr­ingar fyrir Kjarn­ann um hin ýmsu mál um allt milli him­ins og jarðar – með áherslu á mál­efni tengd Dan­mörku.

Auglýsing

Sú fyrsta fjall­aði um Danske Bank, langstærsta banka Dan­merkur og vand­ræði hans á þeim tíma en Borg­þór bjó í Dan­mörku á þeim tíma. Í frétta­skýr­ing­unni fjall­aði hann um mis­heppn­aðar aug­lýs­inga­her­ferð­ir, flótta­við­skipta­vina frá bank­anum og brott­rekstur banka­stjóra sem hafði aðeins setið í hálft annað ár.

Fyrsta fréttaskýringin birtist þann 26. september 2013 í veftímariti Kjarnans.

Hót­elið á hafs­botni, frægastur danskra leik­ara og skuggar for­tíðar í stúlkna­kór

Vin­sælasta frétta­skýr­ing Borg­þórs til þessa árið 2021 fjall­aði um að í ára­tugi hefðu gengið sögur um að á hafs­botni norðan við Hels­ingja­borg í Sví­þjóð lægi stærðar steypu­hlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hót­els á Norð­ur­lönd­um. Í umfjöllun sinni um málið fór hann yfir það hvort þetta væri rétt.

Aðra vel lesna umfjöllun skrif­aði Borg­þór í byrjun maí á þessu ári en hún fjall­aði um fræg­asta leik­ara Dana: Mads Mikk­el­sen. Hann fædd­ist í Kaup­manna­höfn, lærði ball­ett og var atvinnu­dans­ari í 10 ár. Þrí­tugur að aldri lauk hann leik­ara­námi og er óum­deil­an­lega í dag frægastur allra danskra leik­ara. Borg­þór fór meðal ann­ars yfir það að gleymska hefði einu sinni næstum orðið honum dýr­keypt.

Í júní fjall­aði Borg­þór um skugga for­tíðar í stúlkna­kór. Mich­ael Bojes­en, einn þekkt­asti hljóm­sveit­ar­stjóri Dan­merkur og núver­andi for­stjóri Malmö óper­unnar var þá kom­inn í ótíma­bundið leyfi. Ástæðan var frá­sagnir stúlkna sem voru í Stúlkna­kór danska útvarps­ins undir hans stjórn frá 2001 til 2010.

Burt með gettó­in, Casa­nova hand­tek­inn og list­gjörn­ingur eða skemmd­ar­verk

Í gegnum árin hefur umfjöll­un­ar­efnið verið fjöl­breytt og sjaldn­ast er komið að tómum kof­anum hjá Borg­þóri. Í nóv­em­ber 2020 skrif­aði hann um atvik er brjóst­mynd af Frið­riki V Dana­kóngi eyði­lagð­ist þegar deild­ar­stjóri við Kon­ung­lega fag­ur­lista­skól­ann í Kaup­manna­höfn, ásamt hópi nem­enda, henti stytt­unni sem var í sam­komu­sal skól­ans í sjó­inn. „List,“ sagði deild­ar­stjór­inn sem var sendur heim í kjöl­far­ið.

Borg­þór átti þriðju mest lesnu frétta­skýr­ingu Kjarn­ans árið 2019. „Hann var bara svo sjar­­mer­andi og umhyggju­­sam­­ur,“ sagði dönsk kona um unga Ísra­el­ann sem sagð­ist vera vopna- og dem­anta­sali, fyrr­ver­andi orr­ustuflug­­mað­­ur, og millj­­arða­­mær­ing­­ur. Hvorki hún, né aðrar konur sem ungi mað­­ur­inn heill­aði, grun­aði hann um græsku í upp­­hafi en svo kom önnur hlið í ljós.

Í mars 2018 fjall­aði Borg­þór um áætlun dönsku rík­is­stjórn­ar­innar um að upp­ræta hin svoköll­uðu gettó. Átta danskir ráð­herrar storm­uðu inn á Mjølnerpar­ken á Norð­ur­brú í Kaup­manna­höfn en slíkt var ekki dag­legur við­burð­ur. Til­efnið var að kynna fyrr­nefnda áætl­un.

„Hygge“, kór­ónu­frum­varp og sígauna­fjöl­skyldan sem lifði sæld­ar­lífi

Borg­þór velti því fyrir sér, eins og svo margir Íslend­ing­ar, í októ­ber 2017 hvað danska hug­takið hygge þýddi. „Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitt­hvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sér­staka danska heim­speki?“

Í apríl 2016 fjall­aði Borg­þór svo um svo­kallað „kór­ónu­frum­varp“ – og nei, ekki um veiruna, heldur frum­varp sem danski menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann lagði fram á danska þing­inu. Frum­varpið fjall­aði um til­tekið tákn, svo­nefnda lok­aða kór­ónu. „Kór­ón­u­mál­ið“ eins og það er kallað komst í frétt­irnar um heim allan og þeim sem áttu hags­muna að gæta varð­andi þetta frum­varp fannst það hreint ekk­ert smott­erí heldur stór­mál sem varð­aði bæði heiður og sögu­lega hefð.

Borg­þór átti mest lesnu frétta­skýr­ingu Kjarn­ans árið 2015: „Sígauna­fjöl­skylda hefur lifað sæld­ar­lífi á „danska kerf­inu“ í ára­tug­i.“ Hún fjall­aði um það að árið 1972 hefði júgóslav­nesk sígauna­fjöl­skylda komið til Kaup­manna­hafnar á gömlum Opel bíl með hrör­legt hjól­hýsi í eft­ir­dragi. Fjöl­skyldan kom sér fyrir á tjald­stæði í borg­inni og fékk hlýjar mót­tökur hjá borg­ar­yf­ir­völd­um. Engan grun­aði þá að 43 árum síð­ar, og marg­falt stærri, yrði fjöl­skyldan enn á fram­færi danskra skatt­borg­ara, eng­inn úr þessum hópi myndi nokkru sinni sjá sér far­borða með laun­aðri vinnu og hún hefði þegið jafn­gildi 1.600 millj­óna íslenskra króna frá dönskum skatt­borg­ur­um.

Borg­þór er hvergi nærri hættur en hægt er að lesa nýj­ustu frétta­skýr­ingu hans hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent