Fjölbreyttir samgöngumöguleikar í vaxandi borg

h_51411748-1.jpg
Auglýsing

Lund­ún­ir, höf­uð­borg Bret­lands, er í stöð­ugum vexti og um miðjan febr­úar mun íbúa­fjöldi borg­ar­innar ná 8,6 millj­ónum sem er mesti fjöldi frá árinu 1939. Hinn vax­andi hópur borg­ar­búa gerir síauknar kröfur um fjöl­breytta og hent­uga ferða­máta til að koma sér á milli staða. Borg­ar­yf­ir­völd hafa komið til móts við bæði borg­ar­búa og ferða­menn með því að bjóða upp á margar öfl­ugar leiðir til ferða­laga innan borg­ar­inn­ar. Þar má nefna bætt strætó­kerfi, víð­femt lest­ar­kerfi bæði neð­an- og ofanjarð­ar, ásamt auk­inni þjón­ustu við hjóla­fólk – en nú í vik­unni var kynnt áætlun um mikla fjölgun hjóla­vega í borg­inni.

Strætó eitt af ein­kennum borg­ar­innarÞeir sem heim­sóttu Lund­únir fyrir alda­mótin síð­ustu muna vel eftir hinum sjar­mer­andi Rou­temaster stræt­is­vagni sem hefur verið eitt af ein­kennum borg­ar­innar ásamt rauða síma­klef­anum og svarta leigu­bílnum (Hackney carri­age). Hoppa mátti upp í vagn­inn að aftan og út aftur þegar hent­aði. Eftir að Routmaster vagn­inn hvarf af götum borg­ar­innar árið 2005 voru ýmsar teg­undir tvegga hæða vagna sem þjón­uðu íbúum borg­ar­inn­ar, en eng­inn þeirra með hurð að aftan sem bauð upp á það frelsi að kom­ast inn og út án afskipta vagn­stjór­ans.

Nýr Rou­temaster strætó á göt­unaÞegar Boris John­son bauð sig fram til borg­ar­stjóra í Lund­únum árið 2008 lof­aði hann að efla strætó­sam­göngur ásamt því að halda hönn­un­ar­sam­keppni um nýjan vagn til að þjóna borg­ar­búum enn bet­ur. Úr því var bætt þegar hinn nýji Rou­temaster vagn, hann­aður af hinu þekkta Heatherwick Studio, var tek­inn í notkun árið 2012. Nú er það stefna borg­ar­yf­ir­valda að vagn­inn sé nýttur á sem flestum leið­um, en nokkur mis­mun­andi fyr­ir­tæki sjá um akstur stræt­is­vagna í borg­inni.

Nýi Rou­temaster vagn­inn er með hurð að framan og um sig miðj­an, líkt og hefð­bundnir vagn­ar, en þar að auki er hann með hurð að aftan líkt og gamli vagn­inn sem opin er á mörgum leið­um. Vel þykir hafa tek­ist til með vagn­inn sem býr yfir loft­kæl­ingu, vand­aðri vín­rauðri inn­rétt­ingu og gull­litum hand­föng­um. Þó hefur verið kvartað yfir því að loft­kæl­ingin sé ekki nægi­lega góð á heitum sum­ar­dög­um, en í eldri vögn­unum gátu far­þegar opnað og lokað gluggum að vild.

Hinn gamli og nýi Routemaster. Hinn gamli og nýi Rou­temast­er.

Auglýsing

Risa hjóla­hrað­braut á milli borg­ar­hlutaSíð­asta ára­tug­inn hefur það færst í auk­ana í Lund­únum að fólk hjóli í og úr vinnu. Um 170 þús­und stakar ferðir eru hjólaðar dag­lega innan borg­ar­markanna sam­kvæmt Peter Hendy sam­göngu­stjóra London. Þetta þykir afar hent­ugur ferða­máti þó slysa­tíðni sé enn sem komið er hærri en góðu hófi gegnir og er þar helst um að kenna að göt­urnar eru almennt ekki hann­aðar fyrir reið­hjól.

Borg­ar­yf­ir­völd hafa sett fram stefnu­mótun fyrir notkun reið­hjóla í borg­inni og sjá hjól­reiða­menn nú fram á bjart­ari tíma því í vik­unni var kynnt fram­kvæmda­á­ætlun fyrir sér­staka hjóla­vegi. Byggð verður eins konar hjóla­hrað­braut, sem mun ná frá vest­ur­hluta borg­ar­innar yfir í aust­ur­hlut­ann. Sam­tals verður veg­ur­inn tæpir 30 kíló­metrar og verður því ein lengsta hrað­braut fyrir hjól í Evr­ópu. Einnig verður gerður hjóla­vegur sem tengir norð­ur­hlut­ann við þann syðri, frá King’s Cross lest­ar­stöð­inni að Elephant and Castle stöð­inni.

h_02548889 (1) Hjól­reiða­maður í Lund­ún­um. Borg­ar­yf­ir­völd hyggj­ast koma til móts við þann sívax­andi fjölda sem not­ast við reið­hjól til að kom­ast ferða sinna í borg­inn­i.

 

Bláu Boris hjólinÁrið 2010 voru hinn svoköll­uðu Boris hjól kynnt til sög­unnar til að auka fjöl­breytni í sam­göngu­mál­um, en form­lega nefn­ist þjón­ustan „Barclays Cycle Hire“. Gælu­nafnið er að sjálf­sögðu í höf­uðið á borg­ar­stjór­anum sem sjálfur er mik­ill hjóla­garp­ur. Not­endum býðst að nota greiðslu­kort til að leigja hjól í sól­ar­hring, en hafa einnig mögu­leika á að skrá sig í lang­tíma­leigu þar sem hver not­andi fær eigin lyk­il.

Verk­efnið er sam­starf borg­ar­yf­ir­valda og Barclays bank­ans, sem er stærsti styrkt­ar­að­ili þess fram á mitt þetta ár. Opn­ast þá hugs­an­legt tæki­færi fyrir íslenska banka til að vekja aftur athygli á sér erlendis líkt og til dæm­is­ var gert með mara­þon­hlaup í Skand­in­avíu á árunum fyrir banka­hrun.

Elsta neð­an­jarð­ar­lesta­kerfi í heimiÞað er senni­lega ekki ofsögum sagt að neð­an­jarð­ar­lesta­kerfið, eða the Tube, sé öfl­ug­asti hlekk­ur­inn í sam­göngu­neti borg­ar­inn­ar. Árið 2013 var því fagnað að 150 ár voru liðin frá því að kerfið var tekið í notk­un, það fyrsta sinnar teg­undar í heim­in­um. Á þeim tíma hefur leið­ar­kerfið þró­ast mikið og eru nú 270 stöðvar á 11 leið­um. Miða­sala er nú orðið að mestu leyti í gegnum hin raf­rænu Oyster kort, en einnig stendur far­þegum til boða að nota snerti­laus greiðslu­kort og greiða þannig beint fyrir far­ið.

Farið verður út í mikla fjár­fest­ingu á næstu árum og hafa meðal ann­ars verið kynntir nýjir vagnar sem munu þjóna fjórum leið­um. Reiknað er með að nýju vagn­arnir verði fyrst teknir í notkun á Piccadilly lín­unni á árinu 2022, en hún tengir meðal ann­ars Heat­hrow flug­völl við borg­ina. Þá er rétt að nefna að síð­ustu ár og ára­tugi hafa mörg af hverfum borg­ar­innar sem gengið hafa í gegnum end­ur­nýjun og upp­bygg­ingu notið góðs af DLR- og Overground lest­unum sem keyra að mestu ofanjarð­ar. Í öllu því fram­kvæmda­ferli sem nú stendur yfir hafa sam­göngu­yf­ir­völd lagt áherslu á góða upp­lýs­inga­miðlun til almenn­ings á vef Tran­sport for London (TfL), með tölvu­pósti og á félags­miðl­um.

Neðanjarðarlestarkerfið í Lundúnum Neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerfið í Lund­únum er það fyrsta sinnar teg­undar í heim­in­um.

Óvinir einka­bíls­ins?Borg­ar­yf­ir­völd hafa lagt mikið upp úr því að tak­marka bíla­um­ferð innan Lund­úna. Rukkað er svo­kallað „Congestion Charge“ gjald fyrir bíla frá klukkan 7 til 18 sem í grunn­inn er um 2.300 krónur (11.5 pund) og er það fyrir þá sem vilja keyra innan aðal gjald­svæðis borg­ar­inn­ar. Þá fellur stór hluti borg­ar­innar jafn­fram undir hið svo­kall­aða „Low Emission Zone“ sem ætlað er að draga úr mengun með því að tak­marka umferð stórra díselknú­inna far­ar­tækja. Kostn­aður við bíla­stæði er einnig nokkuð hár í sam­an­burði við til dæm­is­ Reykja­vík, en í almenn stæði kostar klukku­tím­inn 800 krónur (4 pund).

Nú geta þeir borg­ar­búar sem vilja hafa aðgang að bíl við og við einnig gerst með­limir í bíla­klúbbum (sem dæmi má nefna Zipcar, Carplus og City Car Club) þar sem hægt er að leigja bíl í nágrenni við heim­ili eða vinnu­stað. Kostn­aður við leigu á bíl er frá um 1.000 krónum (5 pund) á klukku­tíma og fer þá eftir stærð bíls­ins og hvort bíll­inn er tekin á leigu á virkum degi eða um helgi. Að sama skapi nýta margir sér hefð­bundna leigu­bíla­þjón­ustu í bland við hina nýju Uber bíla, sem panta má og greiða auð­veld­lega í gegnum snjall­síma.

Fjöl­breyttir far­ar­kostir

Það er því nokkuð ljóst að allir ættu að geta fundið sér far­ar­kost við hæfi í borg­inni sem nú nálg­ast aftur metí­búa­fjölda árs­ins 1939. Að lokum má samt ekki gleyma því að ansi víða má kom­ast um borg­ina á tveimur jafn­fljótum – þegar þreytan segir til sín er svo lítið mál að hoppa inn um bak­hurð­ina á strætó eða næla sér í blátt Boris hjól til að kom­ast á áfanga­stað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None