Fjölgar í hópi EGOT-verðlaunahafa

Jennifer Hudson varð í gærkvöldi 17. manneskjan til að vinna alslemmu á stærstu verðlaunahátíðunum í skemmtanabransanum á ferlinum. Hildur Guðnadóttir er í fámennum hópi þeirra sem einungis vantar ein verðlaun til þess að klára EGOT.

Jennifer Hudson á rauða dregli Tony-verðlaunanna á sunnudagskvöld.
Jennifer Hudson á rauða dregli Tony-verðlaunanna á sunnudagskvöld.
Auglýsing

Banda­ríska leik- og söng­konan Jenni­fer Hud­son hlaut í gær­kvöldi Tony-verð­laun fyrir aðkomu sína að söng­leiknum A Strange Loop en Hud­son var ein af fram­leið­endum söng­leiks­ins sem var val­inn besti söng­leikur árs­ins. Tony-verð­launin eru ein eft­ir­sótt­ustu sviðs­lista­verð­laun Banda­ríkj­anna og eru veitt þeim leik­sýn­ingum og söng­leikjum sem þykja skara fram úr á Broa­d­way.

Söng­leik­ur­inn A Strange Loop var til­nefndur til alls 11 verð­launa og hlaut tvenn verð­laun, áður­nefnd verð­laun fyrir besta söng­leik árs­ins sem og verð­laun fyrir besta söng­leikja­hand­rit árs­ins. Í hópi fram­leið­anda ásamt Hud­son má finna fleiri þekkt nöfn úr banda­rískri dæg­ur­menn­ingu, til dæmis þau RuPaul Charles, Don Chea­d­le, Mindy Kal­ing, Billy Porter og Alan Cumm­ing.

Auglýsing

Með sigri A Strange Loop komst Hud­son í ansi eft­ir­sóttan og fámennan félags­skap þeirra sem hlotið hafa alslemmu á stærstu verð­launa­há­tíð­unum í skemmt­ana­brans­anum vest­an­hafs, hinna svoköll­uðu EGOT-verð­launa­hafa. EGOT er skamm­stöfun fyrir virt­ustu verð­laun í sjón­varpi, tón­list, kvik­myndum og sviðs­listum í Banda­ríkj­un­um: Emmy, Gram­my, Oscar og Tony. Hópur EGOT-verð­launa­hafa telur nú alls sautján eftir að Hud­son bætt­ist í hóp­inn, ell­efu verð­launa­hafar eru á lífi en sex látn­ir.

Ric­hard Rod­gers fyrstur til að klára EGOT árið 1962

Hud­son hlaut Ósk­arsverð­laun fyrir besta leik í auka­hlut­verki í kvik­mynd­inni Dream­girls sem kom út árið 2006. Hún hefur hlotið tvenn Grammy verð­laun, árið 2009 hlaut hún verð­launin fyrir bestu ryþma­blús plötu árs­ins sem ein­fald­lega hét Jenni­fer Hud­son og árið 2017 hlaut plata með tón­list úr söng­leiknum The Color Purple verð­launin fyrir bestu söng­leikja­plötu árs­ins en Hud­son var á meðal ein­söngv­ara á plöt­unni. Í fyrra hlaut Hud­son Emmy-verð­laun sem fram­leið­andi fyrir teikni­mynd­ina Baba Yaga. Hún lok­aði svo EGOT hringnum í gær­kvöldi þegar hún hlaut Tony-verð­launin fyrir A Strange Loop.

Þrír af söngleikjum þeirra Richard Rodgers og Oscar Hammerstein hlutu Tony-verðlaun sem besti söngleikur ársins. Rodgers sem er vinstra meginn á myndinni hlaut alls sex Tony-verðlaun en hann varð fyrstur til að klára EGOT árið 1962.

Fyrsti mað­ur­inn til að hljóta öll EGOT-verð­launin var tón­skáldið Ric­hard Rod­gers sem er einna helst þekktur fyrir frjótt sam­starf sitt með Oscar Hammer­stein. Saman sömdu þeir suma af þekkt­ustu söng­leikjum sem settir hafa verið upp á Broa­d­way, söng­leiki á borð við Okla­homa!, South Pacific og The Sound of Music. Ric­hard Rod­gers hlaut Ósk­arsverð­laun árið 1945 fyrir besta lag árs­ins, lagið It Might as Well Be Spring úr kvik­mynd­inni State Fair. Hann varð EGOT-verð­launa­hafi árið 1962 þegar hann hlaut sín fyrstu Emmy-verð­laun fyrir tón­list sem hann samdi fyrir sjón­varps­þátta­ser­í­una Vali­ent Years sem fjall­aði um líf og störf Win­stons Churchills. Til við­bótar við Emmy- og Ósk­arsverð­launin hlaut Ric­hard Rod­gers tvenn Gram­my-verð­laun og alls sex Tony-verð­laun.

Ætl­aði að hreppa EGOT á fimm árum - ekki fengið eina til­nefn­ingu

Þrátt fyrir að Rod­gers hafi verið orð­inn hand­hafi allra EGOT-verð­laun­anna árið 1962 varð skamm­stöf­unin ekki þekkt fyrr en á níunda ára­tugn­um. Philip Mich­ael Thomas sem vann sér það helst til frægðar að hafa leikið rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­inn Rico Tubbs í sjón­varps­þátt­unum Miami Vice hafði mik­inn auga­stað á EGOT-­nafn­bót­inni. „Von­andi verð ég búinn að vinna öll þess verð­laun innan fimm ára,“ lét Thomas hafa eftir sér í við­tali árið 1984, sama ár og Miami Vice fór í loft­ið. Thomas gekk meira að segja um með háls­men með áletr­un­inni EGOT, svo áfjáður var hann í verð­laun­in.

Nú, tæpum fjöru­tíu árum síð­ar, hefur Thomas ekki hlotið eina ein­ustu til­nefn­ingu til þeirra verð­launa sem saman mynda skamm­stöf­un­ina EGOT. Honum má samt að miklu leyti þakka það að nafn­bótin sé þekkt í dag, ásamt höf­unda­teymi sjón­varps­þátt­anna 30 Rock. Það var fyrst eftir að Tracy Jor­dan, ein af aðal­per­sónum þátt­anna, lék hátt­semi Thomas að miklu leyti eftir sem að EGOT-­nafn­bótin náði inn í meg­in­straum­inn og varð þekkt. Einn hand­rits­höf­unda 30 Rock mundi eftir Thomas og háls­meni hans og höf­unda­teymi þátt­anna fannst það mjög fyndin hug­mynd að láta áður­nefndan Jor­dan verða gagn­tek­inn af til­hugs­un­inni um að vinna EGOT. Háls­men með skamm­stöf­un­inni varð meira að segja hluti af gervi Tracy Jor­dan í þátt­un­um.

Philip Michael Thomas skaust upp á stjörnuhimininn með leik sínum í Miami Vice. Hann langaði mikið til að vinna EGOT.

Þegar Thomas tal­aði fyrstur manna um þessa nafn­bót sem hann lang­aði svo mikið í, árið 1984, hafði EGOT-verð­launa­höfum fjölgað um tvo frá því að Rod­gers kláraði EGOT árið 1962. Þær Helen Hayes og Rita Mor­eno bætt­ust báðar í hóp­inn árið 1977. Hayes var önnur í röð EGOT-verð­launa­hafa en það hefur eng­inn verð­launa­hafi verið jafn lengi að ná sér í öll verð­launin og hún. Hayes hlaut Ósk­arsverð­laun árið 1932 fyrir besta leik í aðal­hlut­verki í kvik­mynd­inni The Sin of Madelon Claudet sem kom út ári áður. Hún lok­aði hringnum 45 árum síðar þegar hún hlaut Gram­my-verð­laun í flokki platna með mæltu máli fyrir plöt­una Great Amer­ican Documents. Á ferli sínum hlaut Hayes sitt­hvor Emmy- og Gram­my-verð­launin og tvenn Ósk­ars- og Tony-verð­laun.

Heið­ursverð­laun ekki talin með

Í hópi þeirra 17 stór­stjarna sem geta stært sig af því að vera EGOT-verð­launa­hafar má meðal ann­ars nefna Audrey Hep­burn, Mike Nichols, Andrew Lloyd Webber, Tim Rice, Mel Brooks, Whoppi Gold­berg og John Legend.

Þau Whoppi Goldberg, John Legend, Mel Brooks og Audrey Hepburn eiga það sameiginlegt að hafa öll unnið EGOT-verðlaunin. Mynd: EPA og Wikimedia Commons.

Þau 17 sem talin eru til EGOT-verð­launa­hafa eiga það sam­eig­in­legt að hafa unnið verð­laun á öllum hátíð­unum fjórum í flokkum þar sem keppt er til verð­launa. Verð­laun sem ekki er keppt um telja ekki með. Væru slík verð­laun talin með myndu fimm nöfn til við­bótar bæt­ast í pott­inn. Nöfnin í þeim hópi eru ekki af verri end­an­um; Barbra Streisand, Liza Minn­elli, James Earl Jones, Harry Belafonte og Quincy Jones. Þau eiga það öll sam­eig­in­legt að hafa hlotið verð­laun á þremur af fjórum verð­launa­há­tíðum í flokkum þar sem keppt er til verð­launa og sér­stök verð­laun sem ekki er keppt um á þeirri fjórðu.

Hildur Guðna­dóttur búin með þrjár hátíðir af fjórum

Hópur þeirra sem vantar aðeins ein verð­laun upp á til að klára EGOT er ekki stór, telur alls 104 ein­stak­linga. Í þeim hópi er eitt tón­skáld sem Íslend­ingar kann­ast vel við, Hildur Guðna­dótt­ir. Hún hlaut bæði Emmy- og Gram­my-verð­laun fyrir tón­list sína í sjón­varps­þátt­unum Cherno­byl sem fóru í loftið á HBO árið 2019. Fyrir tón­list sína í kvik­mynd­inni Joker frá árinu 2019 hlaut Hildur bæði Gram­my- og Ósk­arsverð­laun. Þar að auki hefur Hildur hlotið tvenn BAFTA verð­laun, ein fyrir Cherno­byl og ein fyrir Joker, auk þess sem hún hlaut tón­list­ar­verð­laun Norð­ur­landa­ráðs fyrir tón­list­ina í Cherno­byl.

Hildur Guðnadóttir var í skýjunum með Óskarsverðlaunin þegar hún veitti þeim viðtöku fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker.

Hild­ur, ásamt 30 öðrum hafa fengið Gram­my-, Emmy- og Ósk­arsverð­laun en vantar aðeins Tony-verð­launin til að full­komna EGOT fern­una. Með henni í hópi þeirra sem vantar ein­ungis Tony-verð­laun í safnið til að klára EGOT má til dæmis nefna Julie Andrews, Burt Bacharach, Cher, John Willi­ams, Kate Winslet, Randy Newman og Martin Scor­sese.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent