Fjölgar í hópi EGOT-verðlaunahafa

Jennifer Hudson varð í gærkvöldi 17. manneskjan til að vinna alslemmu á stærstu verðlaunahátíðunum í skemmtanabransanum á ferlinum. Hildur Guðnadóttir er í fámennum hópi þeirra sem einungis vantar ein verðlaun til þess að klára EGOT.

Jennifer Hudson á rauða dregli Tony-verðlaunanna á sunnudagskvöld.
Jennifer Hudson á rauða dregli Tony-verðlaunanna á sunnudagskvöld.
Auglýsing

Banda­ríska leik- og söng­konan Jenni­fer Hud­son hlaut í gær­kvöldi Tony-verð­laun fyrir aðkomu sína að söng­leiknum A Strange Loop en Hud­son var ein af fram­leið­endum söng­leiks­ins sem var val­inn besti söng­leikur árs­ins. Tony-verð­launin eru ein eft­ir­sótt­ustu sviðs­lista­verð­laun Banda­ríkj­anna og eru veitt þeim leik­sýn­ingum og söng­leikjum sem þykja skara fram úr á Broa­d­way.

Söng­leik­ur­inn A Strange Loop var til­nefndur til alls 11 verð­launa og hlaut tvenn verð­laun, áður­nefnd verð­laun fyrir besta söng­leik árs­ins sem og verð­laun fyrir besta söng­leikja­hand­rit árs­ins. Í hópi fram­leið­anda ásamt Hud­son má finna fleiri þekkt nöfn úr banda­rískri dæg­ur­menn­ingu, til dæmis þau RuPaul Charles, Don Chea­d­le, Mindy Kal­ing, Billy Porter og Alan Cumm­ing.

Auglýsing

Með sigri A Strange Loop komst Hud­son í ansi eft­ir­sóttan og fámennan félags­skap þeirra sem hlotið hafa alslemmu á stærstu verð­launa­há­tíð­unum í skemmt­ana­brans­anum vest­an­hafs, hinna svoköll­uðu EGOT-verð­launa­hafa. EGOT er skamm­stöfun fyrir virt­ustu verð­laun í sjón­varpi, tón­list, kvik­myndum og sviðs­listum í Banda­ríkj­un­um: Emmy, Gram­my, Oscar og Tony. Hópur EGOT-verð­launa­hafa telur nú alls sautján eftir að Hud­son bætt­ist í hóp­inn, ell­efu verð­launa­hafar eru á lífi en sex látn­ir.

Ric­hard Rod­gers fyrstur til að klára EGOT árið 1962

Hud­son hlaut Ósk­arsverð­laun fyrir besta leik í auka­hlut­verki í kvik­mynd­inni Dream­girls sem kom út árið 2006. Hún hefur hlotið tvenn Grammy verð­laun, árið 2009 hlaut hún verð­launin fyrir bestu ryþma­blús plötu árs­ins sem ein­fald­lega hét Jenni­fer Hud­son og árið 2017 hlaut plata með tón­list úr söng­leiknum The Color Purple verð­launin fyrir bestu söng­leikja­plötu árs­ins en Hud­son var á meðal ein­söngv­ara á plöt­unni. Í fyrra hlaut Hud­son Emmy-verð­laun sem fram­leið­andi fyrir teikni­mynd­ina Baba Yaga. Hún lok­aði svo EGOT hringnum í gær­kvöldi þegar hún hlaut Tony-verð­launin fyrir A Strange Loop.

Þrír af söngleikjum þeirra Richard Rodgers og Oscar Hammerstein hlutu Tony-verðlaun sem besti söngleikur ársins. Rodgers sem er vinstra meginn á myndinni hlaut alls sex Tony-verðlaun en hann varð fyrstur til að klára EGOT árið 1962.

Fyrsti mað­ur­inn til að hljóta öll EGOT-verð­launin var tón­skáldið Ric­hard Rod­gers sem er einna helst þekktur fyrir frjótt sam­starf sitt með Oscar Hammer­stein. Saman sömdu þeir suma af þekkt­ustu söng­leikjum sem settir hafa verið upp á Broa­d­way, söng­leiki á borð við Okla­homa!, South Pacific og The Sound of Music. Ric­hard Rod­gers hlaut Ósk­arsverð­laun árið 1945 fyrir besta lag árs­ins, lagið It Might as Well Be Spring úr kvik­mynd­inni State Fair. Hann varð EGOT-verð­launa­hafi árið 1962 þegar hann hlaut sín fyrstu Emmy-verð­laun fyrir tón­list sem hann samdi fyrir sjón­varps­þátta­ser­í­una Vali­ent Years sem fjall­aði um líf og störf Win­stons Churchills. Til við­bótar við Emmy- og Ósk­arsverð­launin hlaut Ric­hard Rod­gers tvenn Gram­my-verð­laun og alls sex Tony-verð­laun.

Ætl­aði að hreppa EGOT á fimm árum - ekki fengið eina til­nefn­ingu

Þrátt fyrir að Rod­gers hafi verið orð­inn hand­hafi allra EGOT-verð­laun­anna árið 1962 varð skamm­stöf­unin ekki þekkt fyrr en á níunda ára­tugn­um. Philip Mich­ael Thomas sem vann sér það helst til frægðar að hafa leikið rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­inn Rico Tubbs í sjón­varps­þátt­unum Miami Vice hafði mik­inn auga­stað á EGOT-­nafn­bót­inni. „Von­andi verð ég búinn að vinna öll þess verð­laun innan fimm ára,“ lét Thomas hafa eftir sér í við­tali árið 1984, sama ár og Miami Vice fór í loft­ið. Thomas gekk meira að segja um með háls­men með áletr­un­inni EGOT, svo áfjáður var hann í verð­laun­in.

Nú, tæpum fjöru­tíu árum síð­ar, hefur Thomas ekki hlotið eina ein­ustu til­nefn­ingu til þeirra verð­launa sem saman mynda skamm­stöf­un­ina EGOT. Honum má samt að miklu leyti þakka það að nafn­bótin sé þekkt í dag, ásamt höf­unda­teymi sjón­varps­þátt­anna 30 Rock. Það var fyrst eftir að Tracy Jor­dan, ein af aðal­per­sónum þátt­anna, lék hátt­semi Thomas að miklu leyti eftir sem að EGOT-­nafn­bótin náði inn í meg­in­straum­inn og varð þekkt. Einn hand­rits­höf­unda 30 Rock mundi eftir Thomas og háls­meni hans og höf­unda­teymi þátt­anna fannst það mjög fyndin hug­mynd að láta áður­nefndan Jor­dan verða gagn­tek­inn af til­hugs­un­inni um að vinna EGOT. Háls­men með skamm­stöf­un­inni varð meira að segja hluti af gervi Tracy Jor­dan í þátt­un­um.

Philip Michael Thomas skaust upp á stjörnuhimininn með leik sínum í Miami Vice. Hann langaði mikið til að vinna EGOT.

Þegar Thomas tal­aði fyrstur manna um þessa nafn­bót sem hann lang­aði svo mikið í, árið 1984, hafði EGOT-verð­launa­höfum fjölgað um tvo frá því að Rod­gers kláraði EGOT árið 1962. Þær Helen Hayes og Rita Mor­eno bætt­ust báðar í hóp­inn árið 1977. Hayes var önnur í röð EGOT-verð­launa­hafa en það hefur eng­inn verð­launa­hafi verið jafn lengi að ná sér í öll verð­launin og hún. Hayes hlaut Ósk­arsverð­laun árið 1932 fyrir besta leik í aðal­hlut­verki í kvik­mynd­inni The Sin of Madelon Claudet sem kom út ári áður. Hún lok­aði hringnum 45 árum síðar þegar hún hlaut Gram­my-verð­laun í flokki platna með mæltu máli fyrir plöt­una Great Amer­ican Documents. Á ferli sínum hlaut Hayes sitt­hvor Emmy- og Gram­my-verð­launin og tvenn Ósk­ars- og Tony-verð­laun.

Heið­ursverð­laun ekki talin með

Í hópi þeirra 17 stór­stjarna sem geta stært sig af því að vera EGOT-verð­launa­hafar má meðal ann­ars nefna Audrey Hep­burn, Mike Nichols, Andrew Lloyd Webber, Tim Rice, Mel Brooks, Whoppi Gold­berg og John Legend.

Þau Whoppi Goldberg, John Legend, Mel Brooks og Audrey Hepburn eiga það sameiginlegt að hafa öll unnið EGOT-verðlaunin. Mynd: EPA og Wikimedia Commons.

Þau 17 sem talin eru til EGOT-verð­launa­hafa eiga það sam­eig­in­legt að hafa unnið verð­laun á öllum hátíð­unum fjórum í flokkum þar sem keppt er til verð­launa. Verð­laun sem ekki er keppt um telja ekki með. Væru slík verð­laun talin með myndu fimm nöfn til við­bótar bæt­ast í pott­inn. Nöfnin í þeim hópi eru ekki af verri end­an­um; Barbra Streisand, Liza Minn­elli, James Earl Jones, Harry Belafonte og Quincy Jones. Þau eiga það öll sam­eig­in­legt að hafa hlotið verð­laun á þremur af fjórum verð­launa­há­tíðum í flokkum þar sem keppt er til verð­launa og sér­stök verð­laun sem ekki er keppt um á þeirri fjórðu.

Hildur Guðna­dóttur búin með þrjár hátíðir af fjórum

Hópur þeirra sem vantar aðeins ein verð­laun upp á til að klára EGOT er ekki stór, telur alls 104 ein­stak­linga. Í þeim hópi er eitt tón­skáld sem Íslend­ingar kann­ast vel við, Hildur Guðna­dótt­ir. Hún hlaut bæði Emmy- og Gram­my-verð­laun fyrir tón­list sína í sjón­varps­þátt­unum Cherno­byl sem fóru í loftið á HBO árið 2019. Fyrir tón­list sína í kvik­mynd­inni Joker frá árinu 2019 hlaut Hildur bæði Gram­my- og Ósk­arsverð­laun. Þar að auki hefur Hildur hlotið tvenn BAFTA verð­laun, ein fyrir Cherno­byl og ein fyrir Joker, auk þess sem hún hlaut tón­list­ar­verð­laun Norð­ur­landa­ráðs fyrir tón­list­ina í Cherno­byl.

Hildur Guðnadóttir var í skýjunum með Óskarsverðlaunin þegar hún veitti þeim viðtöku fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker.

Hild­ur, ásamt 30 öðrum hafa fengið Gram­my-, Emmy- og Ósk­arsverð­laun en vantar aðeins Tony-verð­launin til að full­komna EGOT fern­una. Með henni í hópi þeirra sem vantar ein­ungis Tony-verð­laun í safnið til að klára EGOT má til dæmis nefna Julie Andrews, Burt Bacharach, Cher, John Willi­ams, Kate Winslet, Randy Newman og Martin Scor­sese.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent