Fjölmiðlanefnd snýst hugur, óskar eftir upplýsingum um eigendur 365

365vasi-1.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd óskaði í gær eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald fram­taks­sjóðs sem á 18,6 pró­sent hlut í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 miðla. Kjarn­inn greindi frá því á þriðju­dag að fjöl­miðla­nefnd hefði  tek­ið  ákvörðun um að fara ekki fram á frek­ari upp­lýs­ingar frá 365 um eign­ar­hald sjóðs­ins. Nú hefur þeirri ákvörðun verið snú­ið.

Elva Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, segir að hún hafi í gær óskað eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald fram­taks­sjóðs­ins, sem heitir Auður 1 og er í stýr­ingu hjá fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Virð­ingu. Erindi þess efnis var sent til Sæv­ars Freys Þrá­ins­son­ar, for­stjóra 365 miðla, og Ein­ars Þórs Sverr­is­son­ar, lög­manns og stjórn­ar­manns 365 miðla, og fengu þeir frest til 5. jan­úar til að svara erind­inu. „Það þýðir að nefndin óskar eftir upp­lýs­ingum um hverjir eig­endur eru og hversu stóran hlut þeir eiga í fram­taks­sjóðn­um,“ segir Elva.

Eig­endur sjóðs­ins sagðir ekki skipta máliSíð­ast­lið­inn föstu­dag var send út til­kynn­ing um að 365 miðl­ar, langstærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, og Tal hafi sam­ein­ast undir merkjum 365 eftir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti sam­runa ­fé­lag­anna, með skil­yrð­um. Við það eign­uð­ust fyrrum hlut­hafar Tals 19,8 pró­sent hlut í sam­ein­uðu félagi, sem mun bera nafn 365 miðla. Stærsti eig­andi Tals er Auður 1, sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, en hann á 18,6 pró­sent beinan hlut í 365 miðlum eftir að sam­run­inn gekk í gegn. Líkt og tíðkast með fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóði er eign­ar­hald hans ekki opin­bert.

­Stærsti eig­andi Tals er Auður 1, sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, en hann á 18,6 pró­sent beinan hlut í 365 miðlum eftir að sam­run­inn gekk í gegn. Líkt og tíðkast með fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóði er eign­ar­hald hans ekki opinbert.

Auglýsing

Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum frá fjöl­miðla­nefnd á þriðju­dag um hvort kallað hefði verið eftir upp­lýs­ingum um hvert end­an­legt eign­ar­hald á sjóðnum Auður 1 væri, enda segir í fjöl­miðla­lögum að nefndin eigi að fá allar upp­lýs­ingar og gögn svo „rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila og getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kraf­ist þess að fram­an­greindar upp­lýs­ingar skuli veitt­ar“.

Í svari Elvu á þriðju­dag kom fram að nefndin hefði leitað eftir upp­lýs­ingum um eign­ar­haldið í haust. „Við fengum þær upp­lýs­ingar að Virð­ing færi með yfir­ráð yfir Auði 1 og það væri byggt á því að starfs­menn Virð­ingar væru stjórn­ar­menn í Auði 1 og héldi á meiri­hluta atkvæð­is­réttar í félag­inu. Því skipta eig­endur sjóðs­ins ekki máli. Þeir hafi ekk­ert að gera með stefnu sjóðs­ins, heldur Virð­ing. Út frá fjöl­miðla­lög­unum eru það yfir­ráðin sem skipta öllu máli.[...] Það var mat nefnd­ar­inn­ar, út frá þessum upp­lýs­ing­um, að út frá eign­ar­hald­inu skipti ekki máli hverjir væru eig­end­urn­ir, heldur hverjir færu með yfir­ráð yfir sjóðn­um. Og það er Virð­ing“.

Frummat, ekki stjórn­valds­á­kvörðunÍ pósti sem Elva sendi Kjarn­anum í dag segir að ákvörðun fjöl­miðla­nefndar hafi ekki verið stjórn­valds­á­kvörðun í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, heldur hafi verið um frum­mat nefnd­ar­innar að ræða.

Í pósti Elvu segir enn­frem­ur: „ Vakin er athygli á því að sam­kvæmt 4. mgr. 17. gr. laga um fjöl­miðla getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kra­f­ist upp­lýs­inga og gagna til að rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð allra fjöl­miðla til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila. Þess ber að geta að fjöl­miðla­nefnd hefur heim­ild til að leggja á stjórn­valds­sekt sé brotið gegn ákvæði 17. gr. um skil á upp­lýs­ingum um eign­ar­hald og yfir­ráð“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None