Fjölmiðlanefnd snýst hugur, óskar eftir upplýsingum um eigendur 365

365vasi-1.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd óskaði í gær eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald fram­taks­sjóðs sem á 18,6 pró­sent hlut í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 miðla. Kjarn­inn greindi frá því á þriðju­dag að fjöl­miðla­nefnd hefði  tek­ið  ákvörðun um að fara ekki fram á frek­ari upp­lýs­ingar frá 365 um eign­ar­hald sjóðs­ins. Nú hefur þeirri ákvörðun verið snú­ið.

Elva Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, segir að hún hafi í gær óskað eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald fram­taks­sjóðs­ins, sem heitir Auður 1 og er í stýr­ingu hjá fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Virð­ingu. Erindi þess efnis var sent til Sæv­ars Freys Þrá­ins­son­ar, for­stjóra 365 miðla, og Ein­ars Þórs Sverr­is­son­ar, lög­manns og stjórn­ar­manns 365 miðla, og fengu þeir frest til 5. jan­úar til að svara erind­inu. „Það þýðir að nefndin óskar eftir upp­lýs­ingum um hverjir eig­endur eru og hversu stóran hlut þeir eiga í fram­taks­sjóðn­um,“ segir Elva.

Eig­endur sjóðs­ins sagðir ekki skipta máliSíð­ast­lið­inn föstu­dag var send út til­kynn­ing um að 365 miðl­ar, langstærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, og Tal hafi sam­ein­ast undir merkjum 365 eftir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti sam­runa ­fé­lag­anna, með skil­yrð­um. Við það eign­uð­ust fyrrum hlut­hafar Tals 19,8 pró­sent hlut í sam­ein­uðu félagi, sem mun bera nafn 365 miðla. Stærsti eig­andi Tals er Auður 1, sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, en hann á 18,6 pró­sent beinan hlut í 365 miðlum eftir að sam­run­inn gekk í gegn. Líkt og tíðkast með fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóði er eign­ar­hald hans ekki opin­bert.

­Stærsti eig­andi Tals er Auður 1, sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, en hann á 18,6 pró­sent beinan hlut í 365 miðlum eftir að sam­run­inn gekk í gegn. Líkt og tíðkast með fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóði er eign­ar­hald hans ekki opinbert.

Auglýsing

Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum frá fjöl­miðla­nefnd á þriðju­dag um hvort kallað hefði verið eftir upp­lýs­ingum um hvert end­an­legt eign­ar­hald á sjóðnum Auður 1 væri, enda segir í fjöl­miðla­lögum að nefndin eigi að fá allar upp­lýs­ingar og gögn svo „rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila og getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kraf­ist þess að fram­an­greindar upp­lýs­ingar skuli veitt­ar“.

Í svari Elvu á þriðju­dag kom fram að nefndin hefði leitað eftir upp­lýs­ingum um eign­ar­haldið í haust. „Við fengum þær upp­lýs­ingar að Virð­ing færi með yfir­ráð yfir Auði 1 og það væri byggt á því að starfs­menn Virð­ingar væru stjórn­ar­menn í Auði 1 og héldi á meiri­hluta atkvæð­is­réttar í félag­inu. Því skipta eig­endur sjóðs­ins ekki máli. Þeir hafi ekk­ert að gera með stefnu sjóðs­ins, heldur Virð­ing. Út frá fjöl­miðla­lög­unum eru það yfir­ráðin sem skipta öllu máli.[...] Það var mat nefnd­ar­inn­ar, út frá þessum upp­lýs­ing­um, að út frá eign­ar­hald­inu skipti ekki máli hverjir væru eig­end­urn­ir, heldur hverjir færu með yfir­ráð yfir sjóðn­um. Og það er Virð­ing“.

Frummat, ekki stjórn­valds­á­kvörðunÍ pósti sem Elva sendi Kjarn­anum í dag segir að ákvörðun fjöl­miðla­nefndar hafi ekki verið stjórn­valds­á­kvörðun í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, heldur hafi verið um frum­mat nefnd­ar­innar að ræða.

Í pósti Elvu segir enn­frem­ur: „ Vakin er athygli á því að sam­kvæmt 4. mgr. 17. gr. laga um fjöl­miðla getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kra­f­ist upp­lýs­inga og gagna til að rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð allra fjöl­miðla til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila. Þess ber að geta að fjöl­miðla­nefnd hefur heim­ild til að leggja á stjórn­valds­sekt sé brotið gegn ákvæði 17. gr. um skil á upp­lýs­ingum um eign­ar­hald og yfir­ráð“.

Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None