Fjölmiðlanefnd snýst hugur, óskar eftir upplýsingum um eigendur 365

365vasi-1.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd óskaði í gær eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald fram­taks­sjóðs sem á 18,6 pró­sent hlut í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 miðla. Kjarn­inn greindi frá því á þriðju­dag að fjöl­miðla­nefnd hefði  tek­ið  ákvörðun um að fara ekki fram á frek­ari upp­lýs­ingar frá 365 um eign­ar­hald sjóðs­ins. Nú hefur þeirri ákvörðun verið snú­ið.

Elva Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, segir að hún hafi í gær óskað eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald fram­taks­sjóðs­ins, sem heitir Auður 1 og er í stýr­ingu hjá fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Virð­ingu. Erindi þess efnis var sent til Sæv­ars Freys Þrá­ins­son­ar, for­stjóra 365 miðla, og Ein­ars Þórs Sverr­is­son­ar, lög­manns og stjórn­ar­manns 365 miðla, og fengu þeir frest til 5. jan­úar til að svara erind­inu. „Það þýðir að nefndin óskar eftir upp­lýs­ingum um hverjir eig­endur eru og hversu stóran hlut þeir eiga í fram­taks­sjóðn­um,“ segir Elva.

Eig­endur sjóðs­ins sagðir ekki skipta máliSíð­ast­lið­inn föstu­dag var send út til­kynn­ing um að 365 miðl­ar, langstærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, og Tal hafi sam­ein­ast undir merkjum 365 eftir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti sam­runa ­fé­lag­anna, með skil­yrð­um. Við það eign­uð­ust fyrrum hlut­hafar Tals 19,8 pró­sent hlut í sam­ein­uðu félagi, sem mun bera nafn 365 miðla. Stærsti eig­andi Tals er Auður 1, sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, en hann á 18,6 pró­sent beinan hlut í 365 miðlum eftir að sam­run­inn gekk í gegn. Líkt og tíðkast með fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóði er eign­ar­hald hans ekki opin­bert.

­Stærsti eig­andi Tals er Auður 1, sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, en hann á 18,6 pró­sent beinan hlut í 365 miðlum eftir að sam­run­inn gekk í gegn. Líkt og tíðkast með fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóði er eign­ar­hald hans ekki opinbert.

Auglýsing

Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum frá fjöl­miðla­nefnd á þriðju­dag um hvort kallað hefði verið eftir upp­lýs­ingum um hvert end­an­legt eign­ar­hald á sjóðnum Auður 1 væri, enda segir í fjöl­miðla­lögum að nefndin eigi að fá allar upp­lýs­ingar og gögn svo „rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila og getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kraf­ist þess að fram­an­greindar upp­lýs­ingar skuli veitt­ar“.

Í svari Elvu á þriðju­dag kom fram að nefndin hefði leitað eftir upp­lýs­ingum um eign­ar­haldið í haust. „Við fengum þær upp­lýs­ingar að Virð­ing færi með yfir­ráð yfir Auði 1 og það væri byggt á því að starfs­menn Virð­ingar væru stjórn­ar­menn í Auði 1 og héldi á meiri­hluta atkvæð­is­réttar í félag­inu. Því skipta eig­endur sjóðs­ins ekki máli. Þeir hafi ekk­ert að gera með stefnu sjóðs­ins, heldur Virð­ing. Út frá fjöl­miðla­lög­unum eru það yfir­ráðin sem skipta öllu máli.[...] Það var mat nefnd­ar­inn­ar, út frá þessum upp­lýs­ing­um, að út frá eign­ar­hald­inu skipti ekki máli hverjir væru eig­end­urn­ir, heldur hverjir færu með yfir­ráð yfir sjóðn­um. Og það er Virð­ing“.

Frummat, ekki stjórn­valds­á­kvörðunÍ pósti sem Elva sendi Kjarn­anum í dag segir að ákvörðun fjöl­miðla­nefndar hafi ekki verið stjórn­valds­á­kvörðun í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, heldur hafi verið um frum­mat nefnd­ar­innar að ræða.

Í pósti Elvu segir enn­frem­ur: „ Vakin er athygli á því að sam­kvæmt 4. mgr. 17. gr. laga um fjöl­miðla getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kra­f­ist upp­lýs­inga og gagna til að rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð allra fjöl­miðla til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila. Þess ber að geta að fjöl­miðla­nefnd hefur heim­ild til að leggja á stjórn­valds­sekt sé brotið gegn ákvæði 17. gr. um skil á upp­lýs­ingum um eign­ar­hald og yfir­ráð“.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None