Fleiri en einn af hverjum tíu sem fara í skimun í Hollandi greinast með COVID-19

Hlutfall jákvæðra COVID-prófa í Hollandi var yfir 12 prósent í síðustu viku. Það bendir til þess að veiran sé á meira flugi í hollensku samfélagi en fjöldi smita segir til um. Í Eurovision-búbblunni í Rotterdam er hlutfallið þó innan við 0,1 prósent.

Daði og Gagnamagnið stíga ekki á svið í kvöld og fylgjast með söngvakeppninni frá hóteli sínu í Rotterdam. Þrátt fyrir það er þeim spáð góðu gengi.
Daði og Gagnamagnið stíga ekki á svið í kvöld og fylgjast með söngvakeppninni frá hóteli sínu í Rotterdam. Þrátt fyrir það er þeim spáð góðu gengi.
Auglýsing

Daði Freyr Pét­urs­son og Gagna­magnið eru fjarri góðu gamni í kvöld, eins og alþjóð veit, vegna kór­ónu­veirusmita sem komu upp í íslenska Eurovision-hópnum í vik­unni. Veiran náði alla leið inn í þann hóp sem hefði undir eðli­legum kring­um­stæðum átt að stíga á sviðið í Rott­er­dam í Hollandi og flytja lagið 10 Years, sem er fram­lag Íslands í ár.

Sem betur fer er upp­takan frá æfingu hóps­ins á dög­unum vel heppnuð og sam­kvæmt veð­bönkum lík­leg til þess að skila lag­inu ofar­lega á lista í kvöld, þó reyndar séu sumir búnir að afskrifa með öllu að Daði og Gagna­magnið standi uppi sem sig­ur­veg­arar í kvöld, eins og sagt var frá á Kjarn­anum fyrr í dag.

Veiran senni­lega á tölu­verðu flugi í Hollandi

Hins vegar þarf ef til vill þarf ekki að koma á óvart að smit láku inn í íslenska teymið, þrátt fyrir að það hafi reyndar verið bólu­sett áður en haldið var af stað.

Miðað við opin­bera töl­fræði frá Hollandi má ætla að veiran leiki nokkuð lausum hala í hol­lensku sam­fé­lagi, en þar í landi eru um þessar mundir um og yfir 12 pró­sent COVID-19 sýna að reyn­ast jákvæð, sem er eitt hæsta hlut­fallið í Evr­ópu.

Auglýsing

Hol­lend­ingar virð­ast nefni­lega ekki verið að taka mikið af COVID-­prófum til þess að hafa hemil á veirunni. Þrátt fyrir að hlut­fall jákvæðra sýna sé hátt í evr­ópskum sam­an­burði þessa dag­ana hefur það verið enn hærra, fyrr í far­aldr­in­um.

Þróun hlutfalls jákvæðra sýna í Hollandi frá því að faraldurinn hófst í mars 2020. Mynd: Our World In Data.

Til sam­an­burðar hefur hlut­fall jákvæðra sýna úr ein­kenna­sýna­tökum hér á landi ekki farið yfir nema einu sinni yfir 3 pró­sent það sem af er þessu ári. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) gaf í maí í fyrra út kríter­íu, þar sem sagði að hlut­fall jákvæðra sýna undir 5 pró­sent væri eitt merkja um að far­ald­ur­inn væri undir stjórn.

Þegar lítið er ski­mað fyrir COVID-19 er lík­legt að mörg til­felli upp­götv­ist alls ekki – og þegar hlut­fallið er jafn hátt og það er í Hollandi í dag er senni­lega ein­ungis verið að greina lít­inn hluta þeirra til­fella sem sann­ar­lega eru út í sam­fé­lag­inu. En þar, rétt eins og hér á landi, gengur ágæt­lega að bólu­setja almenn­ing og verið er að aflétta sótt­varna­ráð­stöf­unum í áföng­um. Það að veiran sé á flugi er því ekki jafn mikið áhyggju­efni og áður.

Alls lögð­ust þó 239 manns inn á gjör­gæslu í Hollandi í síð­ustu viku vegna veirunnar og 90 manns lét­ust.

Stíft ski­mað í kringum keppn­ina

Það breyti því þó ekki að Eurovision­farar og aðrir sem eru á vett­vangi keppn­innar í Rott­er­dam þurfa að und­ir­gang­ast skimun á tveggja daga fresti. Sam­kvæmt því sem sagði í til­kynn­ingu á vef Eurovision-keppn­innar í fyrra­dag var alls búið að taka fleiri en 24.400 COVID-­próf hjá starfs­fólki, sjálf­boða­lið­um, Eurovision-­förum og fjöl­miðla­fólki á rúmum mán­uði, eða allt frá því að und­ir­bún­ingur í Ahoy-höll­inni hófst 6. apr­íl.

Ein­ungis 16 manns höfðu þá greinst með veiruna – eða 0,06 pró­sent af þeim sem höfðu verið skim­uð. Þar af eru tveir úr íslenska teym­inu.

Gagnamagnið mun horfa á sig keppa í Eurovision í kvöld, rétt eins og það gerði á fimmtudaginn. Mynd: EBU

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk