Fleiri en einn af hverjum tíu sem fara í skimun í Hollandi greinast með COVID-19

Hlutfall jákvæðra COVID-prófa í Hollandi var yfir 12 prósent í síðustu viku. Það bendir til þess að veiran sé á meira flugi í hollensku samfélagi en fjöldi smita segir til um. Í Eurovision-búbblunni í Rotterdam er hlutfallið þó innan við 0,1 prósent.

Daði og Gagnamagnið stíga ekki á svið í kvöld og fylgjast með söngvakeppninni frá hóteli sínu í Rotterdam. Þrátt fyrir það er þeim spáð góðu gengi.
Daði og Gagnamagnið stíga ekki á svið í kvöld og fylgjast með söngvakeppninni frá hóteli sínu í Rotterdam. Þrátt fyrir það er þeim spáð góðu gengi.
Auglýsing

Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið eru fjarri góðu gamni í kvöld, eins og alþjóð veit, vegna kórónuveirusmita sem komu upp í íslenska Eurovision-hópnum í vikunni. Veiran náði alla leið inn í þann hóp sem hefði undir eðlilegum kringumstæðum átt að stíga á sviðið í Rotterdam í Hollandi og flytja lagið 10 Years, sem er framlag Íslands í ár.

Sem betur fer er upptakan frá æfingu hópsins á dögunum vel heppnuð og samkvæmt veðbönkum líkleg til þess að skila laginu ofarlega á lista í kvöld, þó reyndar séu sumir búnir að afskrifa með öllu að Daði og Gagnamagnið standi uppi sem sigurvegarar í kvöld, eins og sagt var frá á Kjarnanum fyrr í dag.

Veiran sennilega á töluverðu flugi í Hollandi

Hins vegar þarf ef til vill þarf ekki að koma á óvart að smit láku inn í íslenska teymið, þrátt fyrir að það hafi reyndar verið bólusett áður en haldið var af stað.

Miðað við opinbera tölfræði frá Hollandi má ætla að veiran leiki nokkuð lausum hala í hollensku samfélagi, en þar í landi eru um þessar mundir um og yfir 12 prósent COVID-19 sýna að reynast jákvæð, sem er eitt hæsta hlutfallið í Evrópu.

Auglýsing

Hollendingar virðast nefnilega ekki verið að taka mikið af COVID-prófum til þess að hafa hemil á veirunni. Þrátt fyrir að hlutfall jákvæðra sýna sé hátt í evrópskum samanburði þessa dagana hefur það verið enn hærra, fyrr í faraldrinum.

Þróun hlutfalls jákvæðra sýna í Hollandi frá því að faraldurinn hófst í mars 2020. Mynd: Our World In Data.

Til samanburðar hefur hlutfall jákvæðra sýna úr einkennasýnatökum hér á landi ekki farið yfir nema einu sinni yfir 3 prósent það sem af er þessu ári. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í maí í fyrra út kríteríu, þar sem sagði að hlutfall jákvæðra sýna undir 5 prósent væri eitt merkja um að faraldurinn væri undir stjórn.

Þegar lítið er skimað fyrir COVID-19 er líklegt að mörg tilfelli uppgötvist alls ekki – og þegar hlutfallið er jafn hátt og það er í Hollandi í dag er sennilega einungis verið að greina lítinn hluta þeirra tilfella sem sannarlega eru út í samfélaginu. En þar, rétt eins og hér á landi, gengur ágætlega að bólusetja almenning og verið er að aflétta sóttvarnaráðstöfunum í áföngum. Það að veiran sé á flugi er því ekki jafn mikið áhyggjuefni og áður.

Alls lögðust þó 239 manns inn á gjörgæslu í Hollandi í síðustu viku vegna veirunnar og 90 manns létust.

Stíft skimað í kringum keppnina

Það breyti því þó ekki að Eurovisionfarar og aðrir sem eru á vettvangi keppninnar í Rotterdam þurfa að undirgangast skimun á tveggja daga fresti. Samkvæmt því sem sagði í tilkynningu á vef Eurovision-keppninnar í fyrradag var alls búið að taka fleiri en 24.400 COVID-próf hjá starfsfólki, sjálfboðaliðum, Eurovision-förum og fjölmiðlafólki á rúmum mánuði, eða allt frá því að undirbúningur í Ahoy-höllinni hófst 6. apríl.

Einungis 16 manns höfðu þá greinst með veiruna – eða 0,06 prósent af þeim sem höfðu verið skimuð. Þar af eru tveir úr íslenska teyminu.

Gagnamagnið mun horfa á sig keppa í Eurovision í kvöld, rétt eins og það gerði á fimmtudaginn. Mynd: EBU

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk